Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 40

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 40
HÉILDSÖLUBIRGÐIR KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 24120 ADLER vél er allra bezt allir nota ADLER, ADLER hér og ADLER þar, ADLER alls staðar. SKREFSTOFUÁHÖLD Skúlagötu 63 • Sími 1 7966 • Arfur án erfmgja Framh. af bls. 25. unargögnum undir slíkum kring- umstæðum. Til dæmis þóttist maður einn frá Chicago eiga til- kall til arfsins út frá minningu um, að faðir hans hefði kallað Ameliu frænku sína „bölvaða nízkunorn". Annar byggði kröf- ur sínar á gömlu bréfi frá dönsk- um ættingja, sem hét Schneider. Og til voru þeir, sem skirrðust við að láta sönnunargögn sin fylgja af ótta við, að þeim yrði stolið og notuð öðrum til upp- dráttar. Síðast en ekki sízt voru það málflutningsmennirnir ... Aðeins 34 af fyrstu 700 erfða- kröfunum, sem George endur- skoðaði, höfðu verið í höndum lögfræðinga, en það tók hann fulla tvo daga að pæla í gegn- um þau rit! Aðra vikuna tókst George að komast upp í 1900 þrátt fyrir illkynjað kvef. í lok fjórðu vik- unnar hafði hann lokið við helm- ing skjalasafnsins. En hann var líka að verða töluvert niðurdreg- inn. Starfið var í sjálfu sér leið- inlegt, en hann varð auk þess að sætta sig við að vera hafður að skotspæni fyrir striðnislega vorkunn samverkamanna sinna. Á mánudagsmorgun, fimmtu vikuna, horfði hann með við- bjóði á skjalahlaðann, sem enn beið rannsóknar hans. „Eigum við að ljúka við O-in, herra Carey?“ sagði húsvörður- inn, sem hafði umsjón með skjalasafninu í kjallaranum, þurrkaði rykið af bögglunum og bar þá upp til skrifstofu Georges. „Nei — það er bézt að við byrjum á P-unum.“ „Ég gæti fljótlega náð út því, sem eftir er af O-unum, ef þér óskið þess, herra Carey." „Gott og vel, Charlie. Ef þér getið náð þeim án þess að allt hrynji niður.“ Atlagan, sem hann hafði þegar gert að loftháum hlöðunum, hafði smám saman grafið undan stöðugleikanum. „Ég sé um það, herra Carey!" Charlfe náði taki á stórum böggli neðst í hlaðanum og kippti í. Þessu fylgdi brakhljóð og síðan drunur, þegar skriða af böggium hvolfdist yfir hann í rykskýi. Hóstandi og formæl- andi birtist hann aftur á yfir- borðinu og tók um höfuð sér. Blóðið fór að renna úr löngu fleiðri ofan við augun. „1 guðs bænum, Charlie, hvern- ig vildi þetta til?“ Húsvörður- inn sparkaði í eitthvað hart undir bögglahrúgunni. „Þessi ótuktar hlutur skall í höfuðið á mér, herra Carey,“ sagði hann. „Honum hlýtur að hafa verið stungið inn í hlaðann einhvers staðar." „Getið þér séð um yður sjálf- ur?“ „Já, mikil ósköp. Þetta er að- eins skeina, herra Carey.“ „Þér ættuð samt að láta binda um hana.“ Þegar George hafði fengið einn lyftusveininn til þess að hjálpa húsverðinum og rykið var lagzt aftur inni í skjalasafninu, fór hann þangað og virti fyrir sér hrúguna. Bæði O-in og P-in voru horfin undir hrærigraut af S-um og W-um. Hann ýtti nokkrum bögglum til hliðar og kom auga á það, sem valdið hafði meiðsli húsvarðarins. Það var stórt, svartlakkað skjalaskrin, af þeirri gerð, sem áður fyrr stóðu í löngum röðum í skrifstofum fjölskyldulögfræðinga. Á lokinu stóð með hvítum stöfum „Schnei- der — Trúnaðarmál." George dró kassann út úr bögglahlaðanum og reyndi að opna hann. Hann var læstur og lykill var hvergi sjáanlegur. Hann hikaði stundarkorn. Verk- efni hans í þessu máli var að- eins að endurskoða hinar inn- sendu erfðakröfur, og það var heimskulegt að eyða tímanum í að svaia forvitni sinni varðandi innihald gamals skjalakassa. Á hinn bóginn myndi verða um klukkustundarbið þangað til skjalasafnið yrði komið í samt lag aftur. Hann gekk inn í verk- stæði húsvarðarins, fann þar hamar og meitil og sneri aftur til kassans. Hann eyðilagði lás- inn með fáeirium höggum og gat undið lokið upp. Við fyrstu sýn virtist fátt annað vera í kassanum en per- sónulegir smáhlutir úr skrifstofu Moretons. Þar var minnisbók i skinnbandi með upphafsstöfum hans í gyllingu, skriffæri, út- skorinn vindlakassi úr tekki og bréfabakki. Hann lyfti upp bakk- anum. Undir honum sá harin þykka bókhaldsbók með utaná- skriftinni „Þýzkalands-rannsókn varðandi Schneider eftir Robert L. Moreton 1939“. Hann opnaði hana og leit yfir fyrstu síðurn- ar — þetta var nánast dagbók. Hann lagði hana til hliðar til frekari athúgunar síðar. Undir henni lá manila-umslag, sem hafði að geyma fjölda ljós- mynda mestmegnis af þýzkum skjölum af einhverju tagi. Auk þess var ekki annað í kassanum en innsiglaður böggull og inn- siglað umslag. Á böggulinn var skrifað „Bréfaskriftir milli Hans Schneider og eiginkonu hans ásamt fleiri skjölum, fundnum af Hilton G. Greener og Robert L. Moreton í eigum hinnar látnu Ameliu Schneider Johnson, sept. 1938“. Á umslaginu stóð „Ljós- mynd fengin í hendur R. L. M. af séra Weichs i Bad Schwenn- heim“. George lagði einkaeigur More- tons aftur í kassann, en tók af- ganginn með sér upp í skrif- stofuna. Þar opnaði hann fyrst innsiglaða böggulinn. Bréfin i bögglinum voru ná- kvæmlega númeruð og merkt af herra Greener og herra More-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.