Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 36

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 36
• Hundur skrifar Framh. af bls. 13. Frú Borgese hefur gert til- raunir með önnur dýr. Á Ind- landi hafði hún fíl, sem gerði kúnstir með rananum. „Hann var fyrsta flokks.“ Síðar, í San Fransisco, fékk hún sér simp- ansa, sem hét Bob. Hún kenndi honum í Santa Barbara, þar sem hún eyðir nokkrum mánuð- um á ári við miðstöð fyrir at- huganir á lýðræðisstofnunum. Hún hefur Arli með sér þangað og á tímabili lét hún Bob og hann vinna saman. Síðar á þessu ári mun frú Borgese gefa út bók á forlagi MacGibbon & Kee undir nafn- inu „Hvíti snákurinn“. Hún fjallar um aðferðir til að ná sambandi við dýr og auðvitað um Arli og vélritun hans að miklum hluta. Nafnið á bókinni er úr einu af Grimms ævintýr- unum, þar sem konungur nokk- ur etur bita af hvítum snáki, til að geta skilið tungumál dýr- anna. • Svi&sljósið Framh. af bls. 20. fjörið, þegar DÁTAR voru þar. Ég fer líka stundum í Búðina, en húsakynnin í Lídó eru ólíkt skemmtilegri. En hér eftir verð- ur maður að láta sér Búðina nægja, þ. e. a. s. ef maður nær þá í miða nógu fljótt.“ Já, ungu stúlkurnar eru ó- myrkar í máli og er það skiljan- legt. Ég hef frétt, að einn dans- staður hér í borg ætli að reyna að feta í fótspor Lídó með því að hafa opið tvö kvöld í viku fyrir æskufólkið og hafa til staðar vinsælar „beat“-hljóm- sveitir. Hvort þetta tekst, getur oltið á ýmsu. Kannski verður þetta til þess að forráðamenn æskulýðsmála rumski af Þyrnirósatsvefninum og fari að hugsa rökrétt. Það skyldi þó aldrei verða? • John le Carre Framh. af bls. 29. það og reyna að halda dvöl- inni í sviðsljósinu við algert lágmark. Stephen, sem er fjögurra ára, segist ekki ætla að aka slökkvibíl, þegar hann verður stór. Hann ætlar að skrifa bækur. Timothy, tveggja ára, hefur ekki neinar ákveðn- ar fyrirætlanir. hans miklu : strangari, eins og eiginkonum er títt. Cornwell hjónin búa nú í Vín í stórri leiguíbúð í hinu fagra Hohe Warte hverfi. Fyrri leigjandi íbúðarinnar var Her- bert von Karajan hljómsveitar- stjóri. Þar er stór garður, tjörn og dásamlegt útsýni yfir Vínar- borg, sem David segir að bæti upp þunglamaleg barokk hús- gögnin og dökka drungalega litina. Þau kjósa bæði „meiri dirfsku" í innanhúss skreyt- ingu. Cornwell vinnur í skrifstofu sinni á efri hæðinni við óbrotið rósaviðarskrifborð, sem er gjöf frá Ann Þau lifa kyrrlátu lífi, hitta fátt fólk, fara öðru hvoru í bíó. í vor munu þau flytjast aftur til Englands. „Við ætlum að kaupa hús uppi í sveit,“ segir Ann, „heim- ili fyrir börnin, þar sem þau geta ærslazt án þess að þurfa að óttast húsráðandann." Ann Cornwell hefur heilbrigðar skoðanir á peningamálum, og stafar það ef til vill af hálf- skozku ætterni hennar. „Mér finnst bjánalegt að sóa pening- um til ónýtis. Ég hugsa oft til þess, hve ánægð við vorum með lítið. Það er svo auðvelt að missa gamla vini, sem halda, að þeir „hafi ekki efni á að þekkja mann lengur.“ Vandinn er að láta ekki peningana glepja sér sýn en leggja meiri rækt við gott fólk.“ Hún hefur komizt að raun um, að það er ekkert sældar- líf að vera eiginkona rithöf- undar. („Að búa með rithöf- undi er eins og að búa með konu, sem er síþunguð,“ segir David) Það er jafnvel enn erf- iðara, þegar rithöfundurinn verður frægur. Engri konu fell- ur vel að vera gerð hornreka meðan manni hennar er hamp- að. „Maður reynir að taka því með kímni, en hún þynnist út eftir því sem líður á kvöldið," segir Ann. Hún er ekki upp- næm fyrir mönnum, sem stíga í vænginn við hana, vegna þess að þeir halda, að hún hafi ver- ið skilin eftir úti í kuldanum. Hún er í eðli sínu raunsæis- manneskja og gérir greinar- mun á gömlum vinum og „fólki, sem myndi ekki hafa litið við okkur áður.“ Hún hef- ur skömm á fólki, sem þykist elga hvert bein í manni henn- ar vegna þess að það hefur les- ið bækur hans, og henni er illa við að vera kölluð „frú le Carré.“ Margir lesendur hafa velt vöngum yfir þessu dul- nefnl. Cornwell, sem oft er við- ,,Ég hef farið í Lídó einu sinni til tvisvar í viku,“ sagði Sigrún Harðardóttir, 16 ára, „en það var tvímælalaust mesta Cornwell þykir gaman að hafa drengina hjá sér, nema þegar hann er að skrifa. Þeir fara í dularfulla njósnaleiki saman, og hann sinnir lítt um að aga þá. í því efni er konan MYNDAMOT HF. MORGUNBLAÐSHÚSINU SfMI 17152 EKCO SJÓNVARPSTÆKIÐ SEM VEKUR ATHYGLI. MJÖG HAGSTÆÐIR AFBORGUNARSKILMÁLAR OOFÍ&Ka Laugavegi 178, sími 38000. RAF-VAL Lækjarg. 6 A, sími 11360, utan og á það til að gleyma stefnumótum eða fara upp í rangan strætisvagn, rankaði einu sinni við sér á gráviðris- degi í East End borgarhlutan- um. Þar kom hann auga á skilti á lítilli skóvinnustofu, sem á stóð Le Carré. Þannig atvikað- ist það. David Cornwell hefur tekið sér fyrir hendur að gera athug- anir á hinum ýmsu fyrirbær? um velgengninnar. Hann er agndofa yfir þeim peningafúlg- um, sem hann þarf að borga fólki fyrir að hjálpa honum að spara peninga. Því fleira fólk, sem maður ræður til að taka ákvarðanir fyrir sig, þeim mun fleiri ákvarðanir þarf maður að taka sjálfur. Hann er konu sinni sammála í því, að fjar- stæða sé að fleygja peningum í ekki neitt. Ekkert athugavert við að ferðast á öðru farrými. Fyrir skömmu þurfti Ann að fá nýjan kjól fyrir óperudans- leik í Vínarborg; í stað þess að greiða frægu tízkuhúsi 1000 dali fyrir kjól, keypti hún hann í lítilli kjólaverzlun í London á 60 pund. Þegar Cornwell fékk sig lausan úr utanríkisþjónustunni í fyrravor, fluttu þau inn í stórt hús á Krít, þar sem Ann mat- reiddi stórar máltíðir handa fjölda manns. Síðar fluttu þau til eyjarinnar Spetsai en fannst þau einangruð þar. David kann vel við örvandi félagsskap á kvöldin. „Það bezta, sem fylgir vel- gengninni," segir Cornwell, „er að athyglisvert fólk fær áhuga á að tala við mann. Vandamálið er að aðlaga hina nýju lifnaðar- hætti hinum gömlu. Flestir okkar vinir eru frá því ég var kennari og sendiráðsritari, og við viljum halda þeim. Það er hvorki tilgerð né meinlætasemi sem því veldur, heldur aðeins persónulegur smekkur og heil- brigð skynsemi. Ég hef alltaf skrifað við þvingandi aðstæður og með báða fætur á jörðinni. Ég myndi glata sköpunargáf- unni í lúxusmettuðu andrúms- loftinu á Waldorf Astoria. Skapandi hæfileiki má aldrei verða þræll peninganna. En það er svo allt of auðvelt. Ann sagði við mig eitt kvöldið, að peningar væru ágætir til síns brúks, — en einhvern veginn myndi hún ekkert taka það mjög nærri sér þótt þeir væru farnir... ég held ég skilji, hvað hún átti við.“ Verður velgengni Le Carré David Cornwell að falli? Ég held ekki. 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.