Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 25

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 25
kveðinn - upp' um það,' að hún myndi enga erfðaskrá haía gei’t, fór málið fyrir Orphan’s , Court í Philadelphia, og var Robert L. Moreton útnefndur sem fjár- haldsmaður fyrir búið. Þessari stöðu hafði hann gegnt til árs- loka 1944. „Og gegnt henni með sóma,“ bætti herra Budd við. „Ef hann aðeins hefði verið nógu skyn- samur til að láta þar við sitja, skyldi ég ekki áfellast hann fyi’ir neitt. En heldurðu ekki að þessi gamli þöngulhaus hafi ráðið sitt eigið fyrirtæki sem lögfræðinga fjárhaldsmannsins! Drottinn minn dýri! I máli eins og þessu var það hreint og beint sjálfsmorð! „Þóknunin hlýtur að hafa ver- ið töluvert há af svo stóru búi,“ sagði George varfærnislega. „Engin þóknun er svo há að það borgi sig fyrir heiðvirt lög- fræðifyrirtæki að leggja lag sítt við þorpara og fjárglæframenn!" sagði herra Budd, ákveðinn. „Við höfum dæmin fyrir okkur um allan heim. Lítið bara á málið út af Abdul Hamid búinu! Bret- arnir sátu uppi með það, og nú hefur það verið fyrir rétti í þrjátíu ár eða meira. Sennilega verður það aldrei til iykta leitt. Nei, fjandinn fjarri mér! Það er alltaf þetta sama: Er A svik- ari? Er B vitskertur? Hver dó á undan hverjum? Er þessi gamla mynd af Söru frænku eða Flossie frænku? Hefur skjala- falsari verið hér á kreiki með upplitað blek?“ Hann bandaði frá sér með hendinni. „Ég ætla bara að segja yður það, George — þetta Schneider Johnson mál var á góðri leið með að gera út af við Moreton, Greener & Cleek sem virðulegt lögfræðifyrirtæki. Og þegar Bob Moreton veiktist árið 1944 og dró sig í hlé, þá var öllu lokið. Fyrirtækið var leyst upp.“ „Hefðu Greener eða Cleek ekki getað tekið við af honum sem f j ár haldsmenn ? “ . Herra Budd lézt verða hneyksl- aður. „Kæri George — maður tekur ekki að sér starf eins og þetta. Það er verðlaunaveiting fyrir langa og dygga þjónustu. 1 þessu tilviki var það okkar lærði, háttvirti og vinsæli John J. Sistrom, sem hreppti hnossið." „Einmitt það ...“ „Fjárfestingarnar sjá um vinnuna, George, og hann John J. okkar tekur á móti fjárhalds- þóknuninni. En nú er svo að sjá, sem hann muni ekki gera það öllu lengur." 1 rödd hans heyrð- ist votta fyrir ánægjuhreim. „Þú munt bráðlega skilja hvers vegna. Eftir því sem Bob More- ton gamli sagði mér, þá var staðan upprunalega þannig: Fað- ir Ameliu hét Hans Schneider. Hann fluttist hingað frá Þýzka- landi árið 1849. Moreton var nokkurn veginn sannfærður um það, að ef nokkrir lögmætir erf- ingjar fyrirfyndust yfirleitt, þá hlytu það að vera ættingjar í Þýzkalandi. En málið strandaði allt á spurningunni um umboð. Þekkið þér nokkuð til þeirra hluta, George?" „1 greinargerð sinni frá 1947, gefur Bregy mjög skilmerkilegt yfirlit yfir fyrri reglur." „Fyrirtak," sagði herra Budd og hló íbygginn. „Því ég hef satt að segja ekki hundsvit á því! Jæja, ef við hlaupum yfir allt dagblaðamoldviðrið, þá var sag- an þessi í stórum dráttum: Árið 1939 fór Bob Moreton til Þýzka- lands til þess að lita nánar á hinn hluta Schneider fjölskyld- unnar. Fyrirtækinu var nauð- synlegt að hafa einhverjar stað- reyndir til að vinna úr, ef það átti að ráða við allar hinar upp- lognu erfðakröfur. Þegar hann sneri aftur, gerðist nokkuð stór- furðulegt. 1 þessu máli var alltaf eitthvað furðulegt að gerast. Svo virtist, sem nazistarnir hefðu fengið veður af fyrirspurnum Bobs gamla. Þeir létu fara fram skyndirannsókn og „fundu“ aldr- aðan mann, Rudolf Schneider að nafni! Og síðan heimtuðu þeir allan arfinn fyrir hans hönd!“ „Já, ég man vel eftir því," sagði George. „Þeir réðu Mc- Clure til að flytja málið." „Alveg rétt. Þessi Rudolf var frá Dresden eða einhvers stað- ar þaðan, og þeir staðhæfðu, að hann væri frændi Ameliu. More- ton, Greener & Cleek vefengdu kröfuna og héldu því fram, að skjöl Þjóðverjanna væru fölsuð. Allavega var málið enn fyrir rétti, þegar við gerðumst aðilar að styrjöldinni 1941, og þar með var því lokið, hvað þá áhrærði. Umboðsmaður erlendra éigna kom til skjalanna og lagði hald á búið — sem auðvitað var af- leiðing af hinni þýzku kröfu. Málið fór í baklás. Þegar More- ton dró sig í hlé, afhenti hann John J. öll málsskjöl. Þau voru á þriðja tonn og liggja /lú í skjalasafni okkar í kjallaranum á sama stað og þau voru, þegar Moreton, Greener & Cleek af- hentu þau 1944. Enginn hefur nokkru sinni gert sér það ómak að líta í þau. Það hefur ekki gefizt neitt tilefni til þess. En nú er tilefnið fyrir hendi.“ Hrifn- ing Georges dvínaði stórlega. „Einmitt það?“ Herra Budd valdi sér þetta augnablik til þess að troða í pípu sína og koma sér þannig hjá að horfast i augu við George. „Málið er þannig vaxið, George, að búið er í dag rúm- lega fjögurra milljón dala virði, og fylkisstjórn Pennsylvania hef- ur ákveðið að reyna að fá það gert upptækt til handa ríkissjóði. Þeir hafa nú snúið sér til Johns J. sem fjárhaldsmanns búsins, um hvort hann hefði í hyggju að fara I mál við þá. Og svona fremur fyrir siðasakir finnst honum, að við ættum að fara yfir skjölin til þess að ganga úr skugga um, að þar leynist eng- inn mögulegur erfingi. Og þetta er það, sem ég ætla að biðja yður að gera, George. Bara að lita á skjölin fyrir hann. Fullvissa sjálfan yður um, að ekki hafi verið gengið fram hjá neinu. Fallizt þér á það?“ „Já herra. Það skal gert.“ En honum tókst ekki með öllu að leyna mæðu sinni. Herra Budd leit upp og hló vorkunnlátur. „Ef það skyldi vera yður nokk- ur huggun, George, þá get ég sagt yður, að okkur hefur lengi vanhagað um geymslurúm þarna niðri. Ef þér gætuð losað okkur við þennan pappírshaug, þá myndi allt fyrirtækið standa í mikilli þakkarskuld við yður!“ George reyndi eftir beztu getu að brosa. SVARTI SKJALAKASSINN Það vafðist ekki fyrir honum að finna Schneider Johnsons skjölin. Þau voru geymd í vatns- þéttum umbúðum, ein sér í kjall- araherbergi, sem þau fylltu frá gólfi til lofts. Það var greinilegt, að þyngdaráætlun herra Budds var ekki orðum aukin. Til allrar hamingju voru allir bögglarnir kirfilega merktir og hlaðið upp í stafrófsröð. Þegar George var orðinn öruggur um að hann skildi niðurröðunarkerfið, valdi hann nokkra böggla úr og lét bera þá upp til skrifstofu sinnar. Það var orðið mjög áliðið dags, þegar hann hófst handa. Til þess að öðlast heildaryfirlit yfir málið, áður en hann byrjaði að fást við einstakar kröfur, hafði hann tekið fyrirferðarmikinn böggul með utanáskriftinni „Schneider Johnsons blaðaúr- klippur". Það kom í Ijós, að utanáskriftin var all villandi. Það, sem böggullinn hafði raun- verulega að geyma, voru minnis- greinar varðandi hina vonlausu baráttu Moreton, Greener & Cleek við dagblöðin og tilraunir þeirra til þess að hefta þá flóð- bylgju af heimskulegum erfða- kröfum, sem helltist yfir þá. Það var átakanleg lesning! Minnisgreinar hófust tveim dögum eftir að Moreton hafði verið útnefndur fjárhaldsmaður búsins. New York dagblað hafði gert þá uppgötvun, að faðir Ameliu, Hans Schneider, hafði kvænzt stúlku frá New York, Mary Smith að nafni. Þetta þýddi, — samkvæmt ályktun hinnar æsingakenndu blaðagrein- ar, að nafn týnda erfingjans gæti allt eins vel verið Smith eins og Schneider. Moreton, Greener & Cleek höfðu í skyndi borið þetta tiL baka, en í stað þess að fullyrða að Smith-fjölskyldan kæmi ekki til mála sem erfingjar, vegna þess að systkinabörn Amelíu í móðurætt voru fyrir löngu látin, upphófu þeir langar og marg- víslegar tilvitnanir í erfðalögin. Það sem þeir komust næst því, að gera sig skiljanlega venju- legu fólki, var „að litlar líkur væru fyrir því, að hin látna ætti frændsystkin í Ameríku, sem hefðu lifað hana, og ef þau yfir- leitt væru nokkur til, þá væru þau sennilega búsett í Þýzka- landi.“ En þetta var líka nóg! Eltinga- leikurinn hófst i alvöru, og urm- ull leynilögreglumanna þusti á vettvang til þess að róta í göml- um skjalasöfnum og reyna að finna eitthvað nýtt um hina inn- fluttu Schneider-ætt. Erfðakröfurnar voru vissulega 8000 að tölu og vel það og hann uppgötvaði, að hver þeirra var skráð og niðurröðuð sérstaklega, 1 flestum möppunum voru að- eins eitt eða tvö bréf, en marg- ar voru töluvert þykkar og enn öðrum var skipt niður í marga böggla, úttroðna af eiðsvörn- um yfirlýsingum, ljósmynduð- um skjölum, gulnuðum fjöl- skyldumyndum og ættartöflum. Örfáar höfðu einnig að geyma gamlar fjölskyldubiblíur, og i einum bögglinum , var, af ein- hverjum óskiljanlegum ástæð- um, óhrein loðhúfa. George tók til óspilltra mál- anna. 1 lok fyrstu vikunnar hafðl, hann endurskoðað 700 erfðakröf- ur og fann til innilegrar með- aumkunar með Moreton, Gree- ner & Cleek. Margar kröfurnar voru að sjálfsögðu frá vitfirring- um og sérvitringum. Það var til dæmis reiði maðurinn frá North- Dakota, sem lýsti yfir því, að hann héti Martin Schneider, að hann væri ckki dauður og að Amelía frænka hefði stolið frá honum peningunum, á meðan hann svaf. Eða þá konan, sem krafðist þess að arfurinn yrði látinn renna til félagsskapar í Californíu, sem ynni að út- breiðslu hinnar cataphrygisku trúarkenningar, og rökstuddi kröfu sína með því, að andi Amelíu sálugu hefði tekið sér bústað i frú Schultz — gjald- kera félagsskaparins. Og sjúkra- húslimurinn, sem skrifaði með marglitu bleki og staðhæfði, að hann væri skilgetinn sonur Ame- liu af leynilegu fyrra hjóna- bandi með þeldökkum manni. En flestir hinna sjálfskipuðu erf- inga virtust vera, ef ekki raunverulega geðbilaðir, þá að minnsta kosti gjörsneyddir skiln- ingi á því, hvað til þurfti af sönn- Framh. á bls. 401' FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.