Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 32

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 32
 1FRAMHALDSSAGA Eg er fe HSk sak- |:Uw >fÆ laus ' & RÓMAlVrÍSK NÍTÍMASACíA FRA IITRRACiARÐI í DÖLIJM Í SVÍþJÓÐ Smiðjan var mannlaus, þegar þau fóru fram hjá. Hvert hafði Tolvmans Olof farið? Þau gengu upp brekkuna í þögn. Skrif- stofan var jafnmannlaus og smiðjan. — Hvar skyldi Jansson vera? sagði Ulf. Það kæmi mér varla á óvart, þótt ég yrði sökuð um að hafa stolið bæði peningunum og smiðnum og Jansson, hugsaði Marianne. Ulf lagði launalistana inn i peningaskápinn. Því næst tók hann peninga upp úr skúffu og endurgreiddi Marianne það, sem hún hafði lagt út. Þegar Ulf og Marianne komu inn, færði Louise þeim kaffi á bakka. — Þið eruð þreytuleg bæði, veslingarnir, sagði hún kvíðafuil. Þið vinnið allt of mikið í þess- um hita. Getið þið ekki slakað ofurlítið á núna? — Nei, það lítur ekki út fyrir það, svaraði Ulf. Það hefur gerzt leiðinlegur atburður, og það gerir hvorki til né frá, þótt ég segi frá honum, þar sem hann mun nú þegar vera á allra vit- orði í þorpinu. Það vantaði rúm- ar átta hundruð krónur í um- slögin, þegar við ætluðum að greiða vinnuiaunin í dag. — Það vantaði að minnsta kosti ekkert í þau umslög, sem ég lét í ein, eftir að þið höfðuð farið, sagði Marianne. — Nei, en hvernig í ósköpun- um gat vantað í hin? — Við hljótum að hafa mis- talið einhvers staðar, en lögregl- an verður líklega að taka það í sínar hendur, svaraði Marianne. Louise iagði frá sér bollann. — Er skynsamlegt að blanda lögreglunni í þetta mál, góða Marianne? spurði hún alvöru- gefin. Þú hefur áður verið dæmd skiiorðsbundið, svo ef það kæmi í ljós.... ég á við.... ef þú skyldir hafa.... Marianne greip dauðahaldi i stólarmana og starði á Louise án þess að draga andann. — Veiztu að.... — Hvað? hrópaði Ulf. Er þetta satt? Hefur þú.... — Kæri Ulf. Marianne ók á ungan pilt og varð honum að bana og var dæmd í mánaðar skilorðsbundið fangelsi, Þú hlýt- ur að hafa verið undir töluverð- um áhrifum af þessari tann- læknissprautu, fyrst þú ókst frá honum og lézt hann liggja eftir á þjóðveginum, því mér er ó- mögulegt að trúa, að þú hefðir komið þannig fram annars. Það væri allt of hryllilegt. Hún þagnaði og horfði á Ulf og Marianne sínum skæru, ró- legu augum. Eina hljóðið, sem heyrðist var þungur andardrátt- ur Ulfs. — Hve lengi hefur þú vitað þetta? spurði hann. — Manstu eftir þvi, að mér fannst andlit Marianne koma kunnuglega fyrir sjónir, þegar ég sá hana í fyrsta skipti? Ulf kinkaði kolli. Þegar ég frétti seinna, að hún vildi ekki læra að aka bíl, skildist mér hver hún var, en ég vildi ekki segja neitt, sem hefði getað eyðilagt fyrir henni, þegar henni hafði nú loks tekizt að fá vinnu á ný. — Ég hafði alltaf vinnu, hvísl- aði Marianne. — Jæja, er það? Já, þú verð- ur að fyrirgefa, þótt mér sé ekki kunnugt um öll smáatriðl. Ég hugsaði aðeins, að það hlyti að vera dásamlegt fyrir þig hérna á Malingsfors, því að mér frátaldri held ég ekki að neinn hafi borið kennsl á þig. Það hefur óneitanlega verið töluvert áiag á mig stundum, en ég hef ekkert fengizt um það. Það gladdi mig aðeins, að þú virtist ætla að ná þér og verða styrkari á taugum. — Að hvaða leyti hef ég verið álag á þig? spurði Marianne. Louise brosti vingjarnlega til hennar. — Þú mátt ekki taka það illa upp, en ég held satt að segja, að þú ættir að leita læknis. — Leita læknis? Við hverju? — Væna min, ég hef aðeins verið að velta því fyrir mér, hvort þú munir hafa beðið alvar- legan skaða af heilahristingnum, sem þú fékkst, þegar þú ókst á tréð, og að það sé þess vegna sem þú ert svo gleymin. Þú hefur meira að segja oft gleymt logandi sígarettum hérna inni. Ég hef slökkt í þeim mörgum eftir þig. Þú hafðir enga hug- mynd um, hvar þú týndir list- unum og þig rak ekki minni til að hafa skilið eftir opinn glugg- ann, svo regnið fossaði inn. Að öllu þessu samanlögðu verður manni ljóst, að þér er ekki alveg sjálfrátt. Þess vegna finnst mér að þú ættir að leita læknis. Og ef við kærum nú þetta peninga- hvarf — hvað gerist þá? Ég veit ekki, hvort þér muni tak- ast að neita öllu i annað sinn, eins og þú gerðir, þegar þú reyndir að skjóta þér undan sök- inni á bílslysinu. — Það var ekki ég, sem ók, byrjaði Marianne, en fataðist þegar Louise brosti meðaumkun- arbrosi og hristi höfuðið efa- blandin. — Ég man, að það stóð í frétta- greinunum, að þú staðhæfðir það, en það var þó sannað, að þú ókst sjálf. Þú hefðir varla verið dæmd að örðum kosti. Ulf fannst eitthvað hrynja niður í kringum sig. Eða var það hann sjálfur, sem féil niður í botnlaust hyidýpi? Leyndarmál Marianne, sem hann hafði brot- ið heiiann svo mjög um, var þetta, að hún hafði ekið á mann og drepið hann og flúið... og siðan neitað öllu fyrir réttinum en verið dæmd gegn neitun sinni. Hann strauk hendinni um enpið. Innra með honum var eins og eitthvað slitnaði í sundur. Marianne stóð upp og fór. Hún gekk hægt, með stirðlegum hreyfingum. Lengst niðri i stig- anum heyrði hún bliðlega rödd Louise: — Veslingurinn, hvað ég vorkenni henni. Hún gekk eins og svefngengill niður trjágöngin. Þetta var end- 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.