Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 38

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 38
r\ Ir^ ÍP^n SKARTGRIPIR trúlofunarhrlngar HVERFISGOTU 16 TRUIOFUNAR H ULRICH FALKNER GULLSM LÆKJARGÖTU 2 2. HÆD XLQ I •wrw [ J^eVt/fe Tfir---- '4' Elnangruíiargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIOJAIXI H.F. Skúiagötu 57 — Simar 23200. — Skrifstofudaman gekk rak- leitt niður í þorpið daginn sem skógareldui’inn kviknaði á Jöns- husberget, sagði hún. Ég veit það vegna þess að hún kallaði til mín, að hún vildi engan kvöld- verð. — Hvers vegna eruð þér svona ósvífin að koma hingað upp? spurði Louise uppvæg. Hefur nokkur beðið yður um það? — Nei, enginn hefur beðið mig. Ég varð forvitin, þegar ég sá lögregluþjónana, svo að ég læddist á eftir þeim. Ég hef staðið hérna niðri í stiganum ogx heyrt hvert einasta orð. Og reyndar hieraði ég einnig daginn þann, sem frú Reiner krafði skrifstofudömuna um hundrað og fimmtíu krónur fyrir húsa- leigu og fæði, enda þótt hvort tveggja ætti að vera innifalið í launum hennar. Ulf rétti sig upp í sætinu. — Hvað er Anna að segja? Hefur hún orðið að borga ... — Það varð Brita Eliasson að gera líka, en hvorug þeirra kom sér að því að spyrja veiði- stjórann, hvort hann ætlaðist til þess, sagði Jannis Anna. — En Louise... þetta er hræðilegt... hvernig getur stað- ið á þessu? — Anna er að skrökva, sagði Louise óstyrk. Það er hreint og beint ósvífni af henni að koma hingað. Það er... samsæri. — Það held ég ekki, sagði Karlson lögreglufulltrúi og stóð á fætur. Þvi miður verð ég að biðja frú Reiner að koma með okkur. Ef í ljós kemur, að hún sé saklaus, verður henni vitan- lega sleppt aftur. — Nei! Ég kem ekki með... Aldrei! Louise var að missa stjórn á sér. Hún spratt á fætur og hljóp til dyra. En þar stóð Jannis Anna eins og fjandsam- legt vöðvafjall. Annar lögreglu- þjónninn þreif til Louise og leiddi hana niður stigann. Uif leit undan. Hann gat ekki horft á þessa viðbjóðslegu sýn. Hann blygðaðist sín. Hann trúði á Louise... en ekki Marianne, sem hann elskaði. Hafði Louise slegið hann blindu? Karlson lög- reglufulltrúi tók í hönd hans og þrammaði á eftir félögum sín- um. — Nú kom svei mér helgidag- ur i miðri viku, hrópaði Jannis Anna. Sem ég er lifandi þá skal ég opna allt upp á gátt og viðra út úr hverjum krók og kima. Nógu snoppufríð var hún, en leið eins og sjálfur satan. Það hefði verið huggulegt að fá hana sem húsfreyju hérna á herragarðinum! Ulf lét fallast niður í stól og kveikti í pípu sinni. Hann þurfti að ná valdi á sjálfum sér. Innst í hjartafylgsnum hans verkjaði undan hugsuninni um Marianne. Hann yrði að láta hana vita... en myndi hún nokkurn tíma fyrirgefa, hvernig honum hafði farizt við hana... látið hana fara frá Malingsfors, læðast burt eins og þjófur! Það fór hrollur um hann við tilhugsun- ina. Hann gat ekki skilið, að Louise... Bíll var ræstur. Nú óku lögregluþjónarnir í burt með hana! Þær þúsundir þráða, sem hún hafði reyrt hann í, slitn- uðu nú og féllu af honum. Hann var henni ekki lengur skuid- bundinn á nokkurn hátt... hvorki tillitsemi né hjónaband. Hann var frjáls. — „Sub luna amo. Myrk er mín brúður...“ Marianne! En Hákon hafði einn- ig farið aftur til Vestur-Gauta- lands. Var hann að hjálpa henni að búast til Ameríkuferðar? Hún elskaði hann. Eða var það ef til vill líka lygi? Fyrst Lou- ise hafði sagt honum það ... — Herra Stigman! Jannis Anna kom út úr herbergi Louise. Ég opnaði lúgurnar á ofninum þarna inni vegna þess að ég mundi, að það rauk úr reyk- háfnum hérna megin á húsinu fyrir nokkru, svo mér datt í hug, að hún hefði ef til vill verið að brenna einhverju. Það lágu slitrur af pappír þar inni, en hann var ekki allur brunninn. Þetta var eftir. Hún rétti hon- um nokkra snepla, sem voru sótugir og sviðnir. Svei mér, ef hún hefur ekki brennt þessa launalista, sem skrifstofudaman var sökuð um að hafa týnt! Þetta er til háborinnar skamm- ar! Ulf tók pappírssneplana. Slit- ur af nöfnum og talnadálkum, skrifuð með rithönd Marianne! Hann lamdi krepptum hnefan- um I borðið, svo að öskubakk- inn hófst á loft. Svo stóð hann á fætur og hljóp niður tröppurn- ar og út í skrifstofuna. Á stól fyrir innan dyrnar sat Tolvmans Olof. Ulf rétti Jansson brunnar pappírstætlurnar. — Láttu lögregluna fá þetta og segðu þeim, hvernig standi á því, sagði hann. Og þakka þér fyrir hjálpina... með seðla- númerin. Hvers vegna gerðirðu það? — Ég vissi, að ungfrú Berg- ström var saklaus, svaraði Jans- son. Svo var að minnsta kosti að sjá, sem honum fyndist hann hafa innt af hendi mjög ó- skemmtilegt skyldustarf. En Tolvmans Olof gekk ekki með neinar slíkar grillur og glotti ánægjulega. — Jújú, tröll og huldur í heiðnabergið flýja, fyrir hvell- um klukknasöng, kvað hann við raust. Ulf leit á hann með vakn- andi áhuga. Tolvmans Olof benti með þumalfingrinum yfir öxiina. Sjáðu til, við kölluðum þessa kvensnift hulduna, sagði hann. Hún var ljóta nornin. En nú get- ur veiðistjórinn líklega tekið aftur rauðhærðu dömuna, svo að gamli smiðjukarlinn hafi eitt- hvað skemmtilegt með við að renna eftir geddunni, er það ekki? — Taka hana aftur? Það verð- ur nú víst varla hægt... eins og farið var með hana hérna, sagði Ulf alvarlegur í bragði. Tolvmans Olof þagði um stund og horfði á Ulf strangur á svip. — Ne, ne, sagði hann. Hafi maður étið maltið, fær maður ekkert öl. En berðu lienni að minnsta kosti kveðju mína og segðu henni, að það bíði hennar gömul gedda hérna í voginum. Ulf gekk fáein skref í átt til innri skrifstofunnar, nam staðár og horfði spyrjandi á gamla smiðinn. Og augnaráð Tolvmans Olofs hvikaði ekki. Það var hvasst og einbeitt undir loðnum brúnunum. Efablandið bros kohi fram á varir Uifs. — Á ég að skila þessu til hennar? spurði hann. Smiðurinn kinkaði kolli. Liggur mjög á kveðjunni? — Já, j)að liggur á. Aktu eins og fjandinn sjálfur! Leiðin er löng. Ulf gekk til dyra án þess að hafa augun af Tolvmans Olof. Smiðurinn gamli kinkaði kolli með sjálfum sér, þegar hann sá Ulf setjast i bílinn og aka af stað niður trjágöngin með tölu- verðum hraða. Það kvað vera sólríkt og gróð- ursælt í Kaliforníu, hafði Hákon sagt. En það var margt, sem þurfti að koma í lag, áður en hægt væri að leggja af stað þangað. Meðal annars svara fjölda spurninga á eyðublaði frá ameriska sendiráðinu. Ein þeirra var svohljóðandi: Hefur yður verið hegnt samkvæmt sænsk- um lögum? í þá línu skrifaði Marianne stórt „nei“. Það var hátíðlegur viðburður að fá að skrifa orðið. Hún hafði verið dæmd saklaus. Sænska ríkinu bar að senda henni afsökunar- beiðni, áður en hún þurrkaði ryk- ið af fótum sér. Hún las spurningalistann yfir braut hann saman og stakk hon- um í stórt brúnt umslag og skrif- aði heimilisfang utan á það. Hún ætlaði að hjóla með það á póst- húsið. Stinga því í bréfakassann. Fyrsta rótin rifin upp! Hún hafði fjarlægzt Ulf enn nokkurn spöi. Þetta var aðgerð án deyf- ingar, en einhvern tíma hlyti hún að komast yfir það versta. Ef til vill myndi hitinn í Kall- forníu smám saman brenna sárindin burt úr likamanum. Dyrabjöllunni var hringt. Sennilega viðskiptavinur, sem vildi kaupa „lítinn skúf af bauna- blómum og ef til vill eina gúrku, ef hún væri ekki of dýr, og hvernig gengur það, ungfrú Bergström? Fór ekki vel um yður í nýja starfinu, fyrst þér komuð heim svo skyndilega og hljóðiega?“ Hýenur. Hún reif upp útihurðina. — Ulf... Henni fannst allt blóðið renna frá höfðinu. Það varð tómt. Hún gat ekki stunið upp nokkru orSL 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.