Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 11

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 11
áfram og Ijúka því hvernig svo sem fer.“ Reiðir ungir menn hafa verið í tízku, en Birgir segist ekki vera einn þeirra. „Mér leiðist þessi eilífi reiðilestur. Er ekki ennþá kominn á það stig að láta alla drepast." Hann heldur því fram, að reiðilesturinn sé ekki rétta leiðin til ábendinga á það sem miður fer í þjóð- félaginu og mannlífinu yfirleitt. „Eg held að háðið sé vSenlegra til árangurs,“ segir hann. En hvað um leikritun yfirleitt? Er hann eftir fjögurra ára starf í leikhúsi, sammála nóbelsverðlaunaskáldinu um að „skrifborðsleikrit" séu næsta óskilj- anleg? „í leikhúsinu fylgist maður með æf- ingum, sér sýninguna þróast stig af stigi og leikritið sjálft taka breytingum. Þetta er ábyggilega góður skóli. Ég held að sá sem skrifar leikrit með sýningu þess á sviði í huga, verði að hafa skynj- að hrynjandi leikhússins, ef svo má að orði komast: Hafa komizt í snertingu við það sem skapar leiksýninguna.“ Hvort leikrit hans sjálfs hafi tekið miklum breytingum á æfingunum? „Furðu litlum, en samt er alltaf eitt- hvað sem breytist. Setningar felldar úr og aðrar settar í staðinn. Ég er sérstak- lega ánægður með þá sem að sýning- unni standa“ segir Birgir. Benedikt Árnason er leikstjóri og hann hefur leiðbeint mér og hjálpað mér mikið. Með hlutverkin þrjú fara þeir Gunnar Eyjólfsson, Bessi Bjarnason og Gísli Alfreðsson. Þeir leika sem sé þrjá húsa- málara í lífsins akkorði. Og þegar þetta er ritað, standa æfingar sem hæst og eftir er að sjá hverjar viðtökur leikrit hins unga höfundar fær hjá leikhús- gestum og gagnrýnendum. Talið berst að málaralist. ,Mér finnst málaralistin vera komin út í talsverða vitleysu, svo ekki sé meira sagt. Að mínum dómi eru allmörg nýtízku mál- verk snjöll, en í heildinni má vara sig á að halda lengra út í vitleysuna. Mál- verk, eins og reyndar öll önnur list, verður að hafa einhvern boðskap að flytja. Það verður undantekningarlítið ekki sagt um abstraktmálverkin. Sumir halda því fram að list eigi ekki að skilj- ast heldur að skynjast. Það verða víst seint allir á eitt sáttir um þessi efni, sama hve lengi er um þau rætt, enda dálítið afstætt hvað talin er list á hverj- um tíma.“ Og þegar talað er um kvæði, segir Birgir að sér þyki meira gaman að rímuðum ljóðum en þeim órímuðu, enda geti annar hver maður ort órímað ljóð. Því sé hins vegar ekki að heilsa með kvæði ort í hefðbundnum stíl. „Annars finnst mér að gamla spakmæl- ið, að „fjarlægðin geri fjöllin blá og mennina mikla“ sé mikið sannmæli. Maður heyrir um skáld og rithöfunda og les um þau, en svo þegar verk þeirra eru lesin, er oft eins og sú mynd sem fyrir var í huganum blikni og aðdáun- in hverfi að mestu. Kannski breytist þetta með árunum.“ Um framtíðaráætlanir vill Birgir sem fæst tala. Hann hefur þegar verið viða í Evrópu, skoðað listasöfn í stórborg- um og farið í leikhús, Og vafalaust á hann eftir að forframast enn betur á þeim stöðum, sem listamenn telja sér næsta nauðsynlegt að gista og kynnast. Sv. S. MÉR er aldeilis farið að blöskra hvernig t. d. gangastúlkur á sjúkrahúsum og „klinikk“dömur hjá læknum tala við þá sem hringja. Einu sinni þurfti ég að hringja upp á Landspítala og ná í einhvern lækni. Ég spurði eftir þeim í staf- rófsröð, en fékk alltaf sama svarið: „Því miður er ekki hægt að fá að tala við hann!“ Þegar ég var búinn með alla rununa, spurði ég náttúr- lega hvers vegna ekki væri hægt að fá samband við nokkurn lækni og svarið var: „Þeir eru allir í að- gerð!“ Þetta svar vakti hjá mér fráleit hugrenningatengsl. Ég sá fyrir mér alla lækna Landspítalans i klofbúss- um með olíusvuntur og í svörtum peysum með prjónahúfur á höfði. Þeir tóku við sjúklingunum á færi- bandi, slitu innan úr þeim og sortér- uðu innyflin vandlega í körfur og til að fullkomna myndina var yfir- hj úkr unarkonan algölluð i sam ræmi við þá og með spúlslönguna á lofti og skolaði jöfnum höndum slabbið af læknunum og tóm kvið arholin á sjúklingunum. Og núna rétt áðan, þurfti ég að hringja i tannlækni hér í bænum og „klinikk“daman svaraði. Ég spurði eftir tannlækninum og sagði til min. Eftir augnablik kom hún aftur í símann og spurði Ijúft: „Eruð þér i viðgerð hérna?" Þetta vekur hjá manni álíka hug renningatengsl og lýst er hér að framan og gefur manni allt aðra og verri hugmynd um tannlækna. en þeir þó eiga skilið. Auðvitað hef ég ekki hugmynd um hvernig á að leysa þennan vanda, þvi satt að segja veit ég ekki hvernig stúlkurnar eiga að svara öðruvísi. Átti t. d. gangastúlkan á Landspítalanum að segja: „Þeir eru allir að skera!“ Eða: „Þeir eru allir uppteknir við handlækningar!" Fyrra svarið er engu betra en það sem í upphafi var greint og hið siðara er vægast sagt eins og slæm þýðing i læknaskáldsögu. Og átti „klinikk"daman hjá tann lækninum kannski að segja sem svo: „Eruð þér í tannlækningum hérna?“ Eða: „Eruð þér í spólun hérna?" Hvort tveggja er auðvitað fráleitt eins og í fyrri dæmunum. Ég sé blátt áfram ekki aðra iausn á mál inu, en að einhver setjist niður og hugsi og fremji þar með einhverja þá huglæknisaðgerð á þessu vanda máli, sem að gagni megi koma. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.