Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 24
Árið 1938 hafði öldruð kona, Amelia Schneider Johnson, dáið i Lamport, Pennsylvania. Hún • hafði búið ein í hrörlegu húsi, sem verið hafði brúðargjöf til hennar frá hinum látna herra Johnson, og síðustu ár ævinnar hafði hún iifað umleikin virðu- legri fátækt. En að henni látinni kom upp úr kafinu, að eignirn- ar námu þrem milljónum dollara í verðbréfum, sem hún hafði erft á þriðja tug aldarinnar eftir bróður sinn, Martin Schneider, vellríkan gosdrykkjaframleið- anda. Hún hafði borið í brjósti sérvizkulega tortryggni gagnvart bönkum og geymt bréfin í blikk- kassa undir rúminu sínu. Hún bar ekki heldur traust til lög- fræðinga og hafði ekki samið erfðaskrá. Yfirvöldin í Penn- sylvania höfðu kveðið upp þann úrskurð, að sérhver ættingi, hversu fjarskyldur sem væri, hefði erfðarétt. Eini vandamaður Ameliu Schneider Johnson, sem kunnugt var um, var gömul piparmey, Clothiide Johnson. En hún var aðeins mágkona og því ekki skyld hinni látnu — þar af leiðandi gat hún, eftir þágild- andi úrskurði, ekiki gert kröfu til arfsins. Með fúsri og afdrifa- ríkri aðstoð dagbiaðanna var komið af stað eftirleit að rétt- mætum erfingjum Ameliu. Að álíti Georges var ákafi dagblaðanna auðskilinn. Málið hafði margar mannlegar hliðar. Auðæfi í húfi, rómantískt ein- lífi gömlu konunnar, (hún hafði misst einkason sinn í Argonne- orrustunni) aumkunarverður dauðdagi hennar, án nokkurrar mannveru sér við hlið, árangurs- laus- leitin að erfðaskránni... Schneider nafnið og hinar ame- risku útgáfur af því, var þekkt um ailar jarðir. Og það kom bráðiega í ijós, að sagan vakti þjóðarathygli. í byrjun ársins 1939 hafði fjár- haldsmaður búsins fengið meira. en 8000 tilkynningar um erfða- kröfur, aragrúi vafasamra mál- flutningsmanna kom aðvífandi til þess að færa sér í nyt tilvonandi erfingja, og málið allt var á hraðri leið upp í þann þokuheim fjarstæðu- kenndra lyga, svika og réttar- skrípaleiks, sem það svo hélzt í, þar til það féll skyndilega aftur í gleymskunnar dá við upphaf heimsstyrjaldarinnar. Hvað Lavaters gæti gengið til að grafa svo lítið geðslega hluti upp aftur, gat George ekki gert sér í hugariund. Það var herra Budd, einn eldri félaganna, sem skýrði honum frá því. Aðalábyrgðin á Schneider Johnson búinu hafði verið falin fyrirtækinu Moreton, Greener & Cleek, sem var gamaldags lög- fræðiskrifstofa í miklum metum. Þeir höfðu verið lögfræðingar Clothilde Johnson og höfðu gengizt fyrir hinni opinberu leit að erfðaskrá Ameliu. Þegar lög- legur úrskurður hafði verið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.