Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 50

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 50
ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA FLJÓT AFGREIÐSLA HÖFUM EINNIG GÆSADÚN OG DRALON SÆNGUR. Póstsendum um land allt. DÚN- OG flÐUR- HRSINSUNIN VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740. PANTIÐ STIMPLANA HJÁ FELAGSPRENTSMIOJUNNIHE SPITALASTIG10 V.ÖÐINST0RG SlMI 11640 • Arfur án erfingja Framh. af bls. 47. upp úr yður. En það, sem þér skuluð forðast, er að eignast son eins og þennan Hans, sem skrif- ar niður það, sem þér segið hon- um. Það er hættulegt!" „Hvernig eigið þér við?“ „Jú, ég var auðvitað fjárhalds- maður, en ég fór til Þýzkalands vegna þess að félagar mínir sendu mig þangað. Við höfðum legið með þetta mál allt of lengi og þeir vildu fara að losna við það. Fyrirmæli mín voru þess efnis að fá staðfest það, sem við vorum þegar sannfærð- ir um — að lögmætur erfingi að búinu væri ekki til. Þegar ég komst að því, að Hans væri að líkindum sonur Franz Sehneider af fyrra hjónabandi, varð ég að afla mér upplýsinga um það hjónaband til þess að fullgera myndina. Eins og þér vitið, fór ég til Potsdam til þess að hafa upp á honum gegnum hersveitar- skjölin. Það misheppnaðist í fyrstu atrennu." „En daginn eftir fóruð þér aftur til þess að leita betur.“ „Já, en nú hafði ég haft heila nótt til að hugsa mig um. Og ég hugsaði enn einu sinni um það, sem Hans' hafði skrifað. Ef minnsta sannleikskorn væri í því öllú saman, hlaut Schneider liðþjálfi að hafa særzt í orrust- unni við Eylau og verið saknað í undanhaldinu. Svo í stað þess að fara aftur yfir nafnalistana, bað ég túlkinn að þýða hina opinberu greinargerð hersveitar- innar um orrustuna. Það var farið að líða að hádegi, þegar þetta var, og farið að verða mjög heitt. Túlkurinn átti í erfiðleik- um með þessi gömlu rit og’ staut- aði dálítið í þýðingunni. Svo byrjaði hann á lýsingunni á hinni löngu vegferð frá Eylau til Insterburg. Ég hlustaði að- eins á með öðru eyranu, en allt í einu sagði hann nokkuð, sem kom mér til að hrökkva upp úr stólnum." „Hvað var það?“ spurði George. Ég man það orðrétt... „Þessa nótt yfirgaf Franz Schii-mer herfiokkinn, sem honum hafði verið falin gæzla á, undir þvi yfirskini, að hann þyrfti að að- stoða annan riddaraliðsmann, sem dregizt hafði aftur úr vegna þess, að hestur hans var halt- ur. Þegar morgnaði, hafði Schir- mer liðþjálfi enn ekki snúið aftur til herflokksins. Um það var ekki villzt, að engra ann- arra var saknað, né heldur hafði neinn dregizt aftur úr. I sam- ræmi við þetta var Franz Schir- mer skráður á listann yfir lið- hlaupa." “ Það varð nokkurt hlé. ,,Jæja?“ bætti Moreton við. „Hvað finnst yður um þetta?" „Sögðuð þér Schirmer?“ „Já — Franz Schirmer liðþjálfi. S-C-H-I-R-M-E-R." George skelli- hló. „En sá erkiþorpari!" „Já, það er von þér segið það." „Svo að allt, sem hann sagði syninum Hans um Prússaræfl- ana, sem skildu hann eftir, hættulega særðan, var að- eins...“ „Lygi og raup,“ sagði More- ton þurrlega. „En þér sjáið, hvað þetta felur í sér?“ „Já. Hvað gerðuð þér?“ „1 fyrsta lagi gerði ég vissar öryggisráðstafanir. Við höfðum þegar átt í nógum brösum við dagblöðin, sem birtu allt, sem þau komust höndum undir, og við brottförina sammæltist ég við félaga mína um að halda öllu eins leyndu og frekast væri unnt og tryggja mér túlk, sem ekki hefði samvinnu við þýzka blaðaútgáfu. Ennfremur komum við okkur saman um dulmáls- lykil fyrir trúnaðarmál. Það læt- ur ef til vill kjánalega í eyrum, en ef þér hafið nokkra reynslu af..." „Ég skil yður fullkomlega," sagði George. „Ég sá blaðaúr- klippurnar." „Já, einmitt — Jæja, ég hafði sent skýrslur mínar heim í dag- bókarformi. Þegar ég komst að þessu með Schirmer, byrjaði ég að nota dulmálslykilinn. Þetta var ósköp einföld lykilorðsað- ferð en kom okkur að tilætluð- um notum. Það síðasta, sem ég gerði, var að segja túlkinum upp. Ég sagði honum, að ég væri hættur rannsóknunum, og greiddi honum laun sín.“ „Hvers vegna gerðuð þér það?“ „Vegna þess að ég hélt áfram leitinni og vildi ekki, að neinum utan fyrirtækisins væru kunnug- ir allir málavextir. Það var líka jafngott, að ég skyldi segja hon- um upp, því að þegar nazistarn- ir reyndu siðarmeir að komast yfir peningana, yfirheyrðu þeir túlkinn minn númer 2. Heíði hann vitað það, sem sá fyrri vissi, þá hefðum við setið lag- lega í gildrunni. Ég náði í þann síðari gegnum sendiráðið í París. Þegar hann kom, var ég búinn að láta Ijósmynda orrustulýsing- una — hún er í möppunni — og var reiðubúinn að halda af stað aftur." „Til Ansbach?" „Já. Þar fann ég skráða skírn Franz Schirmers. 1 Múhlhausen fann ég innfært hjónaband Franz og Mariu, fæðingu Karls og Hans og dauða Maríu. I liðreiðu- skránni frá 1824 var Karl skrif- aður Karl Scliirmer. Franz breytti sínu eigin nafni en ekki eldri sonar sins. Og Hans var auðvitað aðeins ungbarn, þegar þetta var. Hann ólst upp, eins og eðlilegast var, sem Hans Schneider. Hans hafði þá átt sex bræður og fimm systur. Allt, sem ég þurfti að komast eftir, var, hvað hver þeirra hafði átt mörg börn og hvort nokkurt þeirra barna væri enn á lífi.“ Moreton ræskti sig. „Um miðjan júli var ég búinn. Þeim hafði að vísu orðið barna auðið, en ekkert þeirra hafði lifað Amelíu. Svo enn var enginn erfingi fund- inn. Sá eini, sem ég átti eftir að athuga nánar, var Karl Schir- mer.“ „Átti hann börn?“ „Sex. Honum var komið til náms hjá prentara einum í Kobleriz og kvæntist dóttur meistara síns. Frá miðjum júlí arkaði ég um borgir og bæi Rínarlandsins. Um miðjan ágúst hafði ég fundið þau öll nema eitt, og enn hafði enginn erfingi komið í íeitirnar. Þetta eina barn var sonur, Friedrich, fædd- ur 1836. Ég vissi ekki annað um hann, en að hann hefði kvænzt í Dortmund 1887 og væri bók- haldari. Og ,þá var það, sem ég komst í kast við nazistana ... Ég var yfirheyrður bæði af lög- reglunni og Gestapo, og tveim vikum seinna kom skeyti frá félögum mírium um, að þýzka sendiráðið í Washington hefði sent forsætisráðuneytinu tilkynn- ingu þess efnis, að framvegis fnyndi þýzka stjórnin hafa um- boð fyrir allar kröfur á Schnei- der Johnson búið, sem fram kæmu frá Þýzkalandi, og fór fram á ítarlegar upplýsingar varðandi rannsóknir fjárhalds- mannsins í málinu." „Skárra vár það! — Og hvað með , Schirmer-grein fjölskyld- unnar, herra? Fengu nazistarnir nokkurn tíma veður af henni?" „Nei — sjáið þér til, þeir höfðu ekki skjöl Amelíu sér til aðstoðar eins og við. Þeir höfðu ekki einu sinni fundið réttu Schneider-fjölskylduna, þótt erf- itt væri að sanng það.“ „Og Friedrich Schirmer, sonur Karls? Höfðuð þér upp á hon- um?“ „Já, það gerði ég, en það var fjárans ekkisen puð. Ég komst á slóðina gegnum kirkjulega vinnumálaskrifstofu í Karlsruhe. Þar grófu þeir upp, að aldraður bókhaldari, Friedrich Schirmer að nafni, hefði verið á lista hjá þeim fimm árum áður. Þeir höfðu útvegað honum stapf t hnappaverksmiðju í Freiburg-im- Breisgau. Ég heimsótti áuðvitað þessa hnappaverksmiðju, og þar fékk ég að vita, að hann hefði dregið sig í hlé fyrir þremur árum, sjötugur að aldri og ver- ið lagður inn á sjúkrahús í Bad Schwennheim. Eitthvað í ólagi með blöðruna. Þeir töldu víst, að hann væri látinn." Framh. í næsta blaði. fAlkviviv FLÝilUR IJT 50 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.