Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 37

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 37
• Charlton Heston Framh. af bls. 31. — Hvaða hugmyndir gerið þér yður um helvíti? — Það er staður, þar sem ekki er til neins að vinna, einmitt eins og sumt fólk hugsar sér himnaríki! Staður, þar sem manni heppnast allt, sem maður tekur sér fyrir hendur og þar sem allir gera nákvæmlega það, sem mað- ur ætlast til af þeim. Minnizt þess, að manneskjan er eina lifandi veran, sem heimtar meira en hún getur fengið. Ef fnanni mistækist aldrei, nyti maður aldrei þeirrar gleði að þurfa að berjast við erfiðleik- ana. Síðan árið 1944 hefur Heston verið kvæntur Lydiu Clarke og á með henni tvö börn, dreng og telpu, sem heitir Frazer og Holly Ann. — Viljið þér að börn yðar velji sér sín framtíðarverkefni, eða munuð þér reyna að leið- beina þeim? — Ég verð að kenna börn- um mínum, hvað það er í ver- öldinni, sem er í rauninni eftir- sóknarvert, en þau verða sjálf að læra að bera sig eftir því. Charlton Heston er enginn ofstækismaður. Hann er frið- samur, heiðarlegur og réttsýnn. Jafnvel þótt hann hefði ástæðu til, myndi hann aldrei ofsækja neinn, en hann er ekki í vafa úm, að svo er margt sinnið sem skinnið. • Ég er saklaus Framh. af bls. 34. Louise hitnaði í hamsi. Hvaða Undarlegu spurningar voru þetta? Hún yrði að stilla sig, Varðveita ytri rósemi og svara eins eðiilega og henni væri unnt. - Ég iagði ekki á minnið, með hvaða seðlum ég borgaði, sagði hún. — Getur ekki átt sér stað, að þér hafið greitt i skóverzluninni með tveim hundrað króna seðl- úm og fengið tíu krónur og eitthvað af smámynt til baka, greitt siðan í kjólaverzluninni með öðrum tveim hundrað króna seðlum einum fimmtiu króna seðii og tveim tíu króna seðl- um. Eða er þetta ekki rétt? — Ju-ú, það getur verið. En hvaða máli skiptir það? — Það skiptir mjög miklu máli. Hundrað króna seðlarnir og fimmtíu króna seðlarnir voru nefnilega einmitt þeir, sem stoiið var úr launaumslögum verka- mannanna hérna á Malingsfors. Getið þér gefið skýringu á þvi, hvernig þessir seðlar gátu verið í yðar eigu? Louise fölnaði, svo að jafn- vel varirnar urðu hvítar. — Nei... það er ósatt... það geta ekki hafa verið þeir peningar, hvernig getur yður dottið slíkt í hug? — Það er meira en hugdetta, það er sannað mái. Fingur Ulfs hvítnuðu um pípu- hausinn. Hann starði utangátta á Louise og Karlson lögreglu- fulltrúa. Louise... þetta hlaut að vera einhver misskiiningur! Augu hennar voru róleg og nærri barnslega spyrjandi... og heimskuleg, nákvæmlega eins og þau áttu að sér. En hún var fölari... — Nú jæja, hvernig hefur yður tekizt að sanna það? —- Stigman veiðistjóri tekur út úr bankanum töluvert háar upp- hæðir í hverjum mánuði, þegar hann þarf að greiða vinnulaun, sagði Karlson lögreglufulltrúi. Við slrk tækifæri afgreiða bank- arnir oft peninga í heilum búnt- um, og eru þá seðlarnir í þeim í réttri númeraröð. Þegar nú hluti af peningunum hvarf, gerði bókhaldarinn, herra Jansson, sér það ómak að skrifa niður númer- in á öllum þeim hundrað króna og fimmtíu króna seðlum, sem verkamennirnir fengu, og siðan gerði hann okkur viðvart um, hvaða númer vantaði í seðlaröð- ina. Við gáfum bönkunum síðan fyrirmæli um að tilkynna strax, ef seðlar með þessum númerum kæmu inn. Og þetta gerðist á þriðjudaginn, þegar stór skó- verziun og kjólaverzlun lögðu inn dagssjóði sína. Bílstjórinn yðar staðfesti, að þér hefðuð heimsótt einmitt þessar verzl- anir. Svo þér höfðuð ekki heppn- ina með yður, frú Reiner. Því miður verð ég að handtaka yður sem alvarlega grunaða um þjófn- að. — Hvernig hefði ég átt að ná peningunum úr peningaskápn- um? Ungfrú Bergström hafði lykilinn... — Þér hafið líklega fundið hinn, sem lá í leynihólfinu í her- bergi herra Stigmans? — Nei, það kemur ekki til mála. Ég... ég hlýt að hafa fengið þessa peninga hjá ung- frú Bergström. Hún vildi fá skipt í smáseðla og lét mig hafa nokkra hundrað króna seðla. — Jæja, hvenær gerði hún það? — Daginn sem .., sem veiði- stjórinn þurfti að hverfa frá vegna skógareldanna, sagði Lou- ise. Þau voru að ljúka við launa- útreikningana ... Það marraði í stiganum. Jannis Anna birtist á stigapallinum sýningarbíll á staðnum Komið ið - Reynið ALLTAF FJOLGAR VOLKSWAGEN S'iml 21240 HEKLA hf ■ Laugavegi 170-17 2 FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.