Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 47

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 47
Hrein frísk heilbrigð húð taZ skíptir »kki móli, hvernig húð þír hafiíí ÞaS er engin húð eins. En Nivea hæfir sérhverri húS. hví Nivea-creme eSa hin nýia Nivea-milk gefur húðinni allt sem hún þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylda Euzerit. Og þess vegna getur húð yðar notið þeirra efna úr Nivea sem hún þarfnast helzt. Hún getur sjólf ókveðið það magn, sem hún þarfnast af fitu og raka. Þetta er allur leyndardómurinn við ferska, heilbrigða og Nivea-snyria húð. • Arfur án erfmgja Framh. af bls. 43. ir, herra... Ég býst við, að herra Budd hafi gert grein fyrir erindi minu?“ „Jú, mikil ósköp. Sehneider Johnson málið. Ég myndi hafa getið mér þess til hvort eð var.“ Hann gaut augunum á George. „Þér hafið þá fundið það?“ „Fundið hvað, herra?“ „Dagbókina og myndirnar og það allt. Þér funduð það?“ „Það er úti í bifreiðinni, herra, ásamt nokkrum persónulegum munum yðar, sem voru í kass- anum.“ Moreton kinkaði kolli. „Ég veit um þá. Ég lét þá þar sjálfur — ofan á hitt. Ég setl- aðist til, að óviðkomandi myndu þá hugsa sem svo, að þetta væri aðeins drasl frá mér, allt saman." „Ég er vist ekki alveg með á nótunum, herra ... „Auðvitað ekki! Nú skal ég skýra það fyrir yður. Sem fjár- haldsmanni bar mér skylda til að skila öllu af mér, hverju tangri og tetri. En þetta trúnað- armál hafði ég enga löngun til að láta af hendi. Ég hefði helzt viljað eyðileggja það, en Greener & Cleek voru því mótfallnir. Þeir sögðu, að ef svo færi, að það kæmi upp seinna og John J. réði fram úr því, þá yrði ég illa sett- ur." „Já, einmitt...“ „Þess vegna gat ég aðeins reynt að hylja það — og það hefur ekki heppnazt fullkom- lega.“ Moreton starði íhugandi út í garðinn andartak, svo sneri hann sér aftur rösklega að George, eins og hann vildi hrista af sér óþægilegar minn- ingar. „Og nú eru yfirvöldin líklega að teygja sig eftir pen- ingunum, gæti ég imyndað mér?“ \,Já. Þau vilja fá að vita, hvort herra Sistrom muni leggjast gegn því.“ „Og Harry Budd, sem ekki vill ata sinar fallegu hendur, getur varla beðið þangað til hann hefur losnað við málið úr sínu húsi?, ha? Jæja, þér þurf- ið ekki að svara þessu. Við skulum snúa okkur að efninu.“ „Á ég að sækja skjölin út í bílinn, herra?" „Þess þarf ekki. Ég þekki þau út í æsar. Lásuð þér litlu bók- ina, sem Hans Schneider skrif- aði fyrir börnin sín?“ „Já.“ „Hvað fannst yður um hana?“ „Þegar ég var búinn að lesa hana,“ svaraði George brosandi, „hét ég þvi með sjálfum mér að segja aldrei mínum börnum bardagasögur af mér." Gamli maðurinn hló við. „Krökkunum verður ekki skotaskuld úr því að veiða þær Framh. á bls. 50. 47 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.