Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 12

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 12
W SKRIFAR Á RITVÉL NÝLEGA kynntist ég hundi sem kann á ritvél. Hann getur skrifað allt upp í fjögurra stafa orð með trýninu og fyrir þá sök, segir eigandinn, að hann ætti að geta orðið að liði í að minnsta kosti sumum bókmenntalegum klíkum. Þetta er fallegur og gáfaður hundur, en hann þjáist ekki minnstu vitund af sjálfsáliti. Hann vélritar af þeirri ástæðu einni, eð honum þykir gaman að því. Hundurinn heitir Arli og er af svart — hvít — brúnu ensku úrvalskyni. Eigandi hans er frú Elisabeth Mann Borgese, dóttir Thomasar heitins Mann. Síðustu 13 árin hefur frú Borgese búið í heillandi fögru hæð- ardragi í einu af úthverfum Florensborgar og þar fæddist Arli. Hann heitir fullu nafni Arlecchino, sem er hið ítalska heiti á leikfígúrunni Harlequin. Hann hefur slægðarlegt tvílitt and- ^it, stóra hvíta skellu yfir hægra auganu og aðra svarta yfir því vinstra og það er eins og hann sé grímuklæddur á kjöt- kveðjuhátíð. Frú Borgese, sem hefur ævinlega haft mikinn áhuga á dýr- um, hefur þjálfað Arli í að greina sundur mismunandi línur, stafi og hljóð í um það bil þrjú ár. Hún fékk áhuga á dýrasálfræði, eftir að hafa séð einn af þessum undrahundum, sem greindu á milli tölusettra korta og geltu svör við spurn- ingunum. Grein, sem hún skrifaði um þetta efni, kom henni í háarifrildi við alls konar dýrasérfræðinga og þess vegna ákvað hún að gera sjálfstæðar tilraunir. Hún hefur grundvallað tilraunir sínar á verkum annarra sálfræðinga og dýrafræðinga, nefnilega Fred Skinners við Harvard háskólann, sem einkum vann að rannsóknum á dúfum, Ottos Koehlers frá Freiburg, en hann er frægur fyrir að kenna fuglum að telja og Bernards Wrench frá Munster, sem vann að rannsóknum á fílum. Einnig hefur hún haft samráð við Desmond Morris forstöðumann dýragarðsins í Lundúnum. Áður en Arli tók til við ritvélina gekkst hann undir for- vitnilegt undirbúningsnámskeið. Frú Borgese kenndi honum að greina á milli ýmissa flatarmálstákna. („Það var auðvelt,“ segir hún. ,,Það er jafnvel hægt að kenna gullfiskum slíkt“). „Síðan,“ heldur hún áfram, „gerði ég dálítið, sem enginn annar hefur gert. Ég kenndi honum að setja hljóð í samband m við tákn. Ef ég taldi t. d. einn — tveir, velti hann um undir- skálum áletruðum með þessum tölustöfum, en ég hafði komið þeim fyrir ofan á plastskál, og niðri í henni voru verðlaunin, brauðbiti, sem ítalir kalla „grissini“ en honum var sama um þau. Honum þótti gaman að sjálfum leiknum. Þegar ég hafði kennt honum að setja hljóðin í samband við táknin, gaf ég honum upp tvö orð: cat (köttur) og dog (hundur). Þau voru skrifuð á sitt hvort spjaldið og hann varð að velta um réttu spjaldi eftir því sem ég sagði honum til. Ég æfði hann í þessu í sex mánuði samfleytt í tuttugu mínútur á dag. Hann naut þess, en hefði ég lagt meira á hann hefði hann orðið leiður. Strax og ég hafði kennt honum að þekkja nægilega mörg orð, skipti ég orðunum í stafi, t. d. D og O og G. Ég ruglaði þeim og kenndi honum að velja ævinlega þann rétta í réttri röð, Déið fyrst, síðan Oið og loks Gið, hvernig svo sem ég hrærði þeim saman. Þetta er heldur ekki sérlega mikið afrek, maður gæti meira að segja kennt býflugu slíkar kúnstir!" Og nú var Arli tilbúinn að taka til við ritvélina. Hann notar Olivetti rafmagnsvél af fullri stærð, en á hana hefur verið búið til sérstakt stafaborð fyrir hann. Það samanstend- ur af 21 staf, sem hver og einn er málaður á skállaga lykil, sem er um það bil 5 cm í þvermál. Vélin stendur á gólfinu og Arli skrifar á hana með trýninu. Stafaraðirnar eru þrjár og þannig komið fyrir: Y K E R T U I A S D F G O P C V B N H L M „Þegar ég byrjaði að kenna Arli á ritvélina,“ segir frú Borgese, „þá gaf ég honum í fyrstu aðeins fjóra mismunandi stafi — CART — og hann var fljótur að læra að skrifa CAR (bíll) úr þeim, en það er uppáhaldsorðið hans, vegna þess að uppáhaldsiðja hans er að fara með mér út að aka. Og nú eftir þrjú ár þekkir hann tuttugu stafi, en notar í rauninní ekki nema seytján og þó hann láti stundum gamminn geysa, skrifar hann ekki nema í mesta lagi fjögurra stafa orð.“ Arli sýndi höfundi þessarar greinar listir sínar, en fyrst fékk hann hvatningu frá frú Borgese. deat deat dear dear near fear gear see sear bear der dear bad ge ne sgg sg se so ne and band amse san d a sand arli go a oM — — —- ' ' s go bad g dog dbe m goed dg dog gget ball and go bee beeb .bed i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.