Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 49

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 49
* TIZKUDROTTNINGIN COCO CHANEL * EITT sinn var Marilyn Mon- roe spurð í hverju hún svæfi á næturnar. ,;Chanel nr. 5“, svaraði hún og brosti tæl- andi, og þetta tilsvar hennar vakti hneykslun sumra og skemmti öðrum. Flestir kannast við ilmvatn- ið Chanel nr. 5 og hinar víð- frægu Chanel-dragtir, en fáir þekkja konuna Coco Chanel, frönsku tízkudrottninguna sem er orðin þjóðsagnapersóna í lif- anda lífi. Hún fæddist í Suður-Frakk- landi einhvern tíma á síðustu öld, missti foreldra sína þegar hún var sex ára og var alin upp hjá tveim öldnum frænk- um sínum svipað og Gigi, en þó ekki í sama augnamiði. Henni leiddist lífið hjá þeim og strauk til Parísar þegar hún var sextán ára — það var kringum aldamótin. Árið 1912 opnaði hún hattaverzlun, og brátt voru allar fínar Parísar- dömur komnar með Chanel- hatta. Og þær spurðu um kjóla og dragtir sem færu vel við hattana. Chanel fór að spreyta sig á að verða við óskum þeirra, og fyrr en varði var nafn hennar á allra vörum. Hún skapaði nýja tízku, og allar konur vildu klæðast Chanel- kjólum og Chanel-drögtum og anga af Chanel-ilmvötnum. í seinni heimsstyrjöldinni lokaði Chanel verzlun sinni, en fimmtán árum síðar, árið 1954, kom hún aftur fram á sjónarsviðið, og það sýndi sig, að hún náði enn sömu töfra- tökunum á verkefni sínu og konunum sem vildu klæðast Chanel-fatnaði og fylgja ábend- ingum hennar. TTÚN ríkir eins og drottning Jtl í sexlyftu Chanel-húsinu við Rue Cambon, og það er ekki oft sem hún leyfir for- vitnum blaðamönnum að líta inn og spyrja spurninga. „Ég get ekki farið að setjast niður og segja ókunnugu fólki ævisögu mína,“ segir hún sjálf. „Einu sinni komu tveir ungir bandarískir fréttamenn og báðu mig um viðtal. Ég lét tilleiðast. Fyrsta spurningin var: ’Hvað eruð þér gömul?‘ Ég svaraði: ’Vitið þið ekki, að enginn kurteis maður spyr konu slíkr- ar spurningar? Farið þið heim og lærið mannasiði. Komið svo aftur seinna.“ Hún er svo ungleg í útliti, að það virðist nær óskiljanlegt, að hún skuli vera komin á ... ja, að minnsta kosti níræðis- aldur. Hún hefur aldrei gifzt, en elskað tvo menn um ævina að eigin sögn. „Fólki finnst skrítið, að ég skuli segja það, en ég myndi ráðleggja öllum konum að gifta sig ef þær geta og hlaupa ekki frá körlunum sínum, jafn- vel þótt þeir verði gamlir og leiðinlegir, feitir og sköllóttir. Einveran örvar stundum karl- manninn til dáða, en eyðilegg- ur konuna. Og ellin er hræði- lega einmanaleg fyrir ógifta konu.“ Ástarævintýri Coco Chanel og brezka hertogans af West- minster varði í fjórtán ár og olli miklum úlfaþyt á sínum tíma, en þau giftust aldrei. „Það tók hann svo langan tíma að fá skilnað, að þegar að því kom vorum við orðin vön að búa saman og kærðum okkur ekkert um hjónaband. Hertog- inn var yndislegur maður, nær- gætinn og umhyggjusamur. Hann gaf mér friðsæld og ró, en hann skildi starf mitt aldrei. Honum fannst fólk bara eiga að vinna ef það þurfti á pen- ingum að halda. En mér leiðist ef ég vinn ekki. Ég á nóga peninga, en ég held samt áfram að vinna. Starfið er mér lífið sjálft. „Ég eignaðist ekki barn. Hefði ég orðið ófrísk myndum við hafa gift okkur vegna barnsins. Chanel-húsið er barn- ið mitt.“ En hún fussar þegar talað er um snilligáfu hennar. „Ég hef enga snilligáfu. Tízkuteiknar- ar eru ekki snillingar, ekki listamenn. Þetta er iðn. En smekk verður maður að hafa. Og stíl. Stíllinn getur varað, þótt dægurflugur komi og fari. Það á við jafnt í tízkuheimin- um sem annars staðar.“ HÚN er oft spurð ráða, en hún gefur þau sjaldan. „Hvaða heimskingi sem er get- ur gefið ráðleggingar. Ég hef lifað lengi og séð margt, og ég hef alltaf farið mínu fram án þess að skeyta um álit ann- arra. Ef ég ætti að gefa konum heilræði myndi ég segja: ’Láttu þig ekki dreyma um ástina miklu. Hún er eins og sápu- kúla sem springur þegar þú snertir hana. Ástríða er skamm- líf og skilur ekkert eftir nema leiðann. Forðastu ástriðu og til- finningasemi'. „Ástin er hlýja, ró, innileg blíða. Ekki þessi rómantíska þvæla sem talað er um í skáld- sögum. Það er hægt að elska á margan hátt, og aðalatriðið er að gefa eitthvað af sjálfum sér. Nútímákonan hrifsar til sín I stað þess að gefa. Kannski er það eðli konunnar að læsa klónum í bráð sína og sleppa henni ekki aftur, en það er heimskulegt að láta á rándýr- inu bera. Konan þarf að fórna eigingirninni fyrir manninn og vera honum góð — það borgar sig bezt fyrir hana sjálfa, því að annars verður hún aldrei hamingjusöm.“ ★ ★ Maður sem kom inn i Sel- vogsbanka með ávísun, var beðinn um að færa sönnur á hver hann væri. Hann þreif gervitennurnar úr munni sér og sýndi nafnið sitt á gómn- um. Hann fékk peningana. —V— — Ég óska þér til ham- ingju, gamli vinur! Þetta er afbragðs manneskja, sem þú hefur trúlofazt. — Já, það er óhætt um það. Og svo er hún svo væg í kröfum. — Já, það skildi ég nú undireins og ég heyrði um trúlofunina. FÁLKINN 49

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.