Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 31

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 31
honum hefur verið falið að leika, les allt, sem hann kemst höndum yfir um þær, þangað til hann er viss um að gjörþekkja manninn og tímabil hans í sögunni. Stoltir forfeður. Heston fæddist í Evanston í Illinois- ríki í Bandaríkjunum og er af skozkum ættum. Hann á stolta og sterka ætt á bak við sig. Forfeður hans voru meðal pílagrímanna á Mayflower, skipinu sem flutti 100 púritana frá Southamton á Englandi til Bandaríkjanna árið 1620, sem lögðd grundvöllinn að fyrstu raun- verulegu nýlendunni í Nýja Englandi í Massaehusetts. Þetta var fólk sem ekki vílaði fyrir sér að brenna hvern þann á báli, sem grunaður var um galdrakukl, fólk, sem refsaði þeim með fangavist, sem dirfðust að hlæja við guðsþjónustu á sunnudögum og sem neyddi fjöldann allan af pílagrímum til að snúa aftur til Bretlands vegna þess að þeir höfðu valið bæjum sínum spaugileg nöfn. Enginn veit, hvernig það æxlaðist svo til, að Heston varð kvikmynda- leikari, en hægt er að gera sér það í hugarlund. Hann hefur sjálfsagt haft á tilfinningunni, að hann væri eins konar „trúboði" hefði köllun, sem hann þyrfti að fylgja og það er þessi ósveigj- anleiki, sem einkennir hann enn í dag. Hvað sem öðru líður, hefur hið að- Iaðandi og karlmannlega útlit hans ekki riðið baggamuninn og beint honum inn á leiksviðsbrautina. Hann hafnar þeirri aufflvsingastarfsemi, sem hver kvik- mvndaleikari hefur um persónu sína. Ekki er það heldur metorðagirnd, sem rekur hann áfram, hann er þegar orðinn nógu frægur. Þá er það ekki ágirnd, því að hann fær upp í 42 millj- ónir króna fyrir hverja mynd, eða ein- hver hæstu laun, sem Hollywoodstjarna fær. — Kannski fá kvikmyndaleikarar of mikið fyrir sinn snúð, segir hann. — En ef þeir gera skyldu sína af heilum hug og auðmjúku hjarta, þá verður að fyrirgefa þeim forréttindin. Hættulegast er, þegar hégómleikinn nær tökum á þeim og þeir láta stjórn- ast af peningagræðgi. vegna þess að maður á aðeins að láta stjórnast af sam- vizku sinni. Heston lítur út fyrir að hafa alizt upp á búgarði í sólríku umhverfi og innan um stórar nautgripahjarðir. En sólbruninn, sem hefur opnað honum marga möguleika í kúrekamyndum, er ekki arfur frá bernskunni. Hann ólzt ekki upp meðal nautgripa á neinum bú- garði, heldur innan um stóra hlaða af bókum. Hann gekk á háskóla, áður en hann byrjaði að leika í kvikmyndum, en það var árið 1950, og einnig vann hann bæði við útvarp, sjónvarp og leikhús. í stríðinu gat hann sér góðan orð- stit Hann gekk i flugherinn sem ó- breyttur en kom heim með kafteinstign að striðinu loknu. Að hverju, sem hann tekur sér fyrir hendur, gengur hann með oddi og egg. Hvers vegna aðeins hlutverk úr fortíðinni? Eftir að Charlton Heston lék hlut- verk Mósesar árið 1956 í stórmyndinni „Boðorðin tíu“, hefur hann næstum ævinlega haft hlutverk í sögulegum stórmyndum, eins og t. d. „Ben Hur“, „E1 Cid“ „The greatest story ever told“ og „Stríðshetjan“. Hvers vegna leikur hann ekki hlutverk úr nútímanum? Hvers vegna kastar hann ekki af sér fornsögulegum kuflum og kyrtlum og klæðist nútímafatnaði? Hvers vegng leggur hann svo mikla áherzlu á sögu- leg hlutverk? Mörgum kvikmyndaleikaranum myndi vefjast tunga um tönn, ef hann ætti að svara þessum spurningum, en ekki Charlton Heston. Hann hefur einfalt svar á reiðum höndum. Til þess að geta leikið eins og hann álítur að eigi að gera, verður maður að skilja sjálfan sig. — Eftir „Boðorðin tíu“, hefur mér ekki tekizt að komast í takt við nútím- ann, segir hann. — Hver voru fyrstu viðbrögð yðar, Þegar yður var boðið hlutverkið í Michelangelo? — Þau, sem verða hjá sérhverjum leikara, þegar hann fær tilboð um skemmtilegt hlutverk — gleði. — Álítið þér, að leikari verði að draga að útliti til dám af þeirri persónu, sem honum er falið að túlka? — Nei, það er hinn innri maður persónunnar, sem er örðugri viðfangs en útlitið. Það er ekki hægt að sminka innrætið. — Hvernig tókst yður að vera Heston, en verða Michelangelo? — Mér tekst aldrei að hætta að vera ég sjálfur, og ég get aldrei fyllilega orð- ið Michelangelo, eða Macbeth, eða þá Móses. En hver maður hefur í sér hrá- efni, sem gerir honum kleift að túlka hvaða persónu sem er, allt frá brjálæð- ingum til spámanna. Hlutverk leikar- ans er að reyna að vinna úr þessu hrá- efni. — Haldið þér, að hugmynd Michel- angelos um miskunnsaman, góðviljaðan guð, sé nær sannleikanum en hinar miðaldalegu hugmyndir um strangan og hefnigjarnan skapara? — Hugmynd hvers og eins um sinn guð, er hin eina rétta. — Eruð þér sammála Michelangelo í því að karlmannslíkaminn sé full- komnari en konunnar? — Tja ... Er ekki bezt að láta hann svara því sjálfan í verkum sínum. Móðurmálið er bezti túlkunarmátinn. — Hvernig skýrið þér það aðdráttar- afl sem Evrópa hefur á Bandaríkja- menn. m. a. leikstjóra? — Ég gæti aldrei unnið með áraneri með evrópskum leikstjóra. Ekki ein- ungis vegna tungumálaruglingsins, heldur einnig vegna þess, hve erfitt er að komast á sömu bylgjulengd og þeir. Ég held alls ekki, að þessar alþjóðlegu kvikmyndir skari á nokkurn hátt fram úr. Þó að Sophia Loren tali vafalaust ágæta ensku, er hún ekki í essinu sínu nema í ítölskum myndum. Leikarinn á að leika á sínu eigin máli og með leik- stjórum, sem tala sama tungumál. jafn- vel þó að hlutverkin séu ekki viðkom- andi föðurlandi þeirra ... — Því er haldið fram, að bandarísk- ar kvikmyndir jafnist ekki á við evrópskar, heldur hann áfram. — En stórmynd er mynd, sem tekst að ná til milljóna og aftur milljóna fólks og hefur gleðiboðskap að flytja. — Hverjir eru uppáhaldsrithöfundar yðar? — Shakespeare og Hemingway. — Tómstundaiðja yðar er teiknun. Hafið þér nokkra uppástungu um, hvernig fólk ætti að nýta frístundir sínar? — Að gera eitthvað. Vera ekki aðeins hlutlausir áhorfendur. Kynslóð Michel- angelos skapaði endurreisnina, við horf- um á sjónvarp. Það sem ég vil kenna barninu mínu .. — Ef þér gætuð sent þrjá hluti til annarrar plánetu til að gefa íbúunum þar sýnishorn af mannlífinu á jörðinni, hvað mynduð þér þá velja? — Kvenmann, styttuna af Davíð eftir Michelangelo og ritsafn Shake- speares. — Hvað mynduð þér gera, ef þér vissuð að dómsdagur væri á morgun? — Njóta lífsins í dag. Framh. á bls. 37. á\ FALMNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.