Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 34
V Enn sem komið var, hafði það ekki tekizt. Einhver gekk fram hjá gróður- húsinu. Hún sá skuggann af manni gegnum þétt laufskrúðið og móðuna á glerveggnum. Það komu margir viðskiptavinir í gróðrarstöðina til föður hennar þessa dagana. Það hafði kvisazl að hún hefði komið heim öllum að óvörum og með aðeins eina ferðatösku. Höfðu atvinnuveit- endur hennar komizt að því, hver hún var? Ef til vill hafði hún ekið á eitthvert fleira fólk? Það var svo greinilegt, að hún hafði verið rekin. Það var auðséð á henni, að eitthvað hafði gerzt. Útlit hennar var nákvæmlega það sama og fyrir tveim árum, svo að hún hlaut að hafa verið ákærð fyrir eitthvað aftur! Marianne hataði þetta hyski. Hún hélt með báðum höndum um vatnsslönguna, og sá um, að vatnið ýrðist jafnt um gróður- inn. Ef einhver þessara mjálm- andí kjaftakerlinga af báðum kynjum kæmi inn til að kaupa gúrku, þá skyldi hún skrúfa úð- arann af og beina fossandi vatns- buiiunni beint að henni — eða honum. Dyrnar að baki henni opnuðust. Hún sneri sér við. Það var Hákon. Hún skrúfaði fyrir vatnið. Hann kom á móti henni með útbreiddan faðminn. — Til hamingju! Vilhelmsson er búinn að meðganga! Þú er hrein eins og mjöll. Hann vafði handleggjunum um hana og dansaði með hana í hringi. — Er þér alvara? spurði hún Ijómandi af gleði. En hvað ég er hamingjusöm! Heldurðu að þetta komi í blöðunum? — Með öðrum orðum: held- urðu að Ulf muni lesa um það? sagði Hákon og gretti sig. Ég skal vera svo göfuglyndur að segja honum frá því, ef þú vilt: Gleðineistinn slokknaði í aug- um Marianne. — Nei... það skiptir ekki lengur neinu máli. — Ekki það nei. Jæja, eins og þú vilt. Ég ætla að minnsta kosti að hringja til vinar okkar, Karlsons lögreglufulltrúa, og spyrja hann, hvort nokkur rann- sókn hafi farið fram viðvíkjandi þjófnaðinum á Malingsfors, og ef svo er, þá hvaða árangur hún hafi borið. — Já, gerðu það, þá værirðu vænn. Ég hef ekki þrek til þess. Ég vildi að það upplýstist sem fyrst, svo að ég geti farið að útvega mér fararleyfi til Ame- riku. Ég vil komast burt eins fljótt og auðið er. — Ég skil. Ég vona að þú gerir þér grein fyrir því, að mér er það ekki á móti skapi, sagði Hákon. Gætirðu ekki hugsað þér að ... — Nei. Ekki enn að minnsta kosti. Jansson gaf frá sér óstyrkf ,hrrm!“ þegar lögreglubíllinn 34 (ííufcíV' sveigði inn í húsagarðinn, en það hljómaði ekki eins og hinn venjulegi hlátur hans. Karlson lögreglufulltrúi og tveir yngri lögreglumenn stigu út. Jansson gekk út til móts við þá! Hann fór á undan lögreglu- mönnunum og barði á dyrnar að innri skrifstofunni. — Kom inn! kallaði Ulf og reis á fætur í skyndi, þegar lög- reglufulltrúinn kom inn. Hann hafði megrazt síðustu sóiarhring- ana, og brúni liturinn á andliti hans hafði fengið gráleitan blæ. — Hvað er um að vera? spurði hann. — Já, það var viðvikjandi þess- um peningum, sem hurfu héðan síðasta launadag, sagði Karlsson lögreglufulltrúi. — Ég hef ekki lagt inn neina kæru, sagði Ulf snöggt. — Hvers vegna ekki? — Ulf hugsaði sig um augna- blik. Hvern fjárann var lög- reglan að hnýsast í þetta? Ég elska Marianne, og ég get ekki látið taka hana fasta. — Það er éinkamál, sagði hann stuttur í spuna. Karlson lögreglufulltrúi horfði íhugandi á hann. Jæja, það lá þá þannig í þessu! Það var ef til vill eðlileg skýring á málinu. — Vilduð þér halda hlífiskildi yfir ungfrú Bergström- Ulf kinkaði koili. — Já, þar sem þetta eru minir eigin pen- ingar, geri ég ráð fyrir, að ég hafi rétt til að fórna þeim. — Vissulega. — Hver hefur þá lagt fram kæru? — Það gerði ungfrú Bergström sama daginn og hún fór frá Malingsfors. — Marianne... hefur hún... hvernig dirfðist hún ... — Hún hefur að líkindum ekki þorað að láta það hjá iíða, hún hefur eflaust verið hrædd um, að henni yrði kennt um þjófn- aðinn á sama hátt og henni var kennt um ökuslysið fyrir tveim árum. En það mál er nú upp lýst. — Er það upplýst? Var það ekki hún? — Nei. Er yður ekki kunnugt um það? Ulf hristi höfuðið. Frú Reiner lofaði að bera ungfrú Bergström skilaboðin, en henni hafði láðst að gera það. Ég hélt að hún hefði þó að min'nsta kosti nefnt. það við yður. — Louise... viSsi hún, að Mariánne var saklaus ... háfði hún gleymt því... hvernig gat hún gleymt jafnáríðandi máli? — Við ættum ef til vill að koma og spyrja hana, lagði lög- reglufulltrúinn til og stóð á fæt- ur. En það eru eitt eða tvö at- riði, sem ég þyrfti að ræða við hana fyrst. Meðal annarra orða, voru til fleiri lyklar að þessum peningaskáp? — Já, ég á varalykil, sem er geymdur í leynihólfi á gömlu skrifborði, sem stendur í her- bergi mínu. — Er það ekki nokkur óað- gætni? Ég geri ráð fyrir, að ekki sé ógerningur að finna að- ferðina við að opna það, sagði lögreglufulltrúinn. — Tja, ógerningur er það sennilega ekki, en það er ekkl vandalaust heldur. Lykillinn hef- ur satt að segja legið þarna síðan faðir minn var á lífi. Ég hefði auðvitað átt að leggja hann inn í bankahólfið mitt, en mér hefur ekki dottið það í hug fyrr en nú. En hver í ósköpunum getur hafa verið að róta í þessu skrif- borði? Karlson lögreglufulltrúi hló með sjálfum sér. Hvers vegna er eingöngu óheiðarlegt fólk tor- tryggið? hugsaði hann. Hinir heiðarlegu eru flestir barnalega auðtrúa. Við lifum ekki á tím- um leynihólfanna ... Louise kom út, þegar hún heyrði raddir í forsalnum. Heim- sóknir voru henni lífslind. En henni brá í brún, þegar hún sá lögreglumennina þrjá í fylgd með Ulf. •— Lögreglufulltrúinn óskar eftir að leggja fyrir þig nokkrar spurningar Louise, sagði Ulf. Ég býst við, að það sé aðeins til málamynda. Frú. Reiner er bú- stýra hér og kemur ekkert ná- lægt skrifstofunni. — Nei, ég er hrædd um.að ég hafi ekki vit á slíku, sagði Löu- ise með afsakandi brosi og tók sér stöðu við hlið hans. Ætlaði hún nú að fara að staglast á húsmóðurhæfileikum sínum? hugsaði hánn gramur. Hann var ringlaður, miður sín.. og hann var þreyttu á henni. Hún var blátt áfram grunnhýgg- in! — Við ættum kannski að fara upp í efri salinn, sagði hann. — Mætti ég bjóða ykkur kaffi- sopa, spurði Louise. — Nei, þökk fyrir, sagði Karl- son lögreglufulltrúi. Louise lyfti brúnum. Hvað hann var ókurteis. Reglulega stuttur í spuna. En það var vitanlega ekki hægt að búast við neinni siðfágun af lögreglu- þjóni í sveitaþorþi! Hann og báðir hinir lögreglumennirnir fylgdu á eftir henni upp stig- ann. Ulf gekk síðastur. Með smá- handahreyfingu bauð hún þeim að fá sér sæti. — Frú Reiner fór til borgar- innar að verzla um daginn? byrjaði lögreglufulltrúinn, "Ulf til mikillar undrunar. — Já? — Mætti ég spyrja, hvað frúin keypti? — Að sjálfsögðu. Ég skil bara ekki, hvaða gagn þér getið haft af því. Ég keypti skó og . hatt og kjól. Það kann að virðast eyðslusemi... en ég hef borið sorg um tíma og ér nýfarin að jafna mig. — Ég skil. 1 hvaða verzlun gerði frú Reiner þessi innkaup? Hún sagði honum nöfnin á skóverzluninni, kjólaverzluninni og hattabúðinni. — Getur frúin munað, með hvernig seðlum hún greiddi? Með fimmtíu eða hundrað króna seðlum .. < svona nokkurn veg- inn? Framh. á bls. 37. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.