Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 41

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 41
Donni gefur vinsaelnstu plötuna frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgádóttur Galilurinn er sá að finna plöluna, sem er falin cinbvers staðar á síðum Fálkans. — Að verðlaunUm fær sá fundvisi nýja plötu, sem liann vclur sér eftir listanum hér að neðan og platan er auðvitað frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur í Vesturveri. — Dregið verður úr réttum laúsnum. Vinsælar plötur í dag: 1. I Meet a Girl — Shadows 2. Yesterday — Silla Black 3. Try too Hard — Dave Clark Five 4. Inside Looking outside — The Amimals 5. Some Day, One Day — The Seekers Platan er á blaðsíðu Nafn: Heimili: ......................................... Ég vel mér nr............. Til vara nr............ Verðlaun hlaut síðast: Jakob Backmann, Meistaravöllum 9. VINNINGS MA VITJA A SKRIFSTOFU FALKANS. ton. Þau voru 27 að tölu, öll bundin saman með silkibandi. George leysti bandið og dró eitt bréfið út. Það var frá trúlofunar- tíð Hans Schneider og Mary Smith. Hann las sér til, að Hans hefði unnið i vöruhúsi og lært ensku og að Mary lærði þýzku. George fannst bréfið þurrt og leiðinlegt. En það hlaut samt að hafa verið herra Moreton mikils virði, þar sem það hafði senni- lega flýtt fyrir leitinni að Smith ættingjunum og leitt til þess, að hægt var að strika þá út af listanum yfir mögulega erfingja. George batt utan um böggul- inn aftur og tók til við að skoða albúm með gömlum myndum. Þarna voru myndir af Amelíu og Martin á barnsaldri, bróður þeirra Frederick, sem dáið hafði tólf ára gamall, og svo auðvitað Hans og Mary. Athyglisverðust var þó enn eldri málmþynnu- ljósmynd af gömlum manni með alskegg. Hann sat teinréttur, grafalvar- legur og hélt báðum höndum þéttingsfast um armana á stól ljósmyndarans. Varir hans voru þykkar og einbeitnislegar, og maður sá fyrir sér svipmikið andlit bak við skeggið. Silfruð koparþynnan var limd á rautt flos. Á rammann hafði Hans skrifað „Mein geliebter Vater, Franz Schneider. 1782—1850.“ Eina skjalið umfram þetta var þunn minnisbók, þéttskrifuð með flúraðir rithönd Hans. Textinn var á ensku. Á fyrstu síðunni var mjög skrautlega uppsett lýs- ing á innihaldi bókarinnar „Frá- sögn af þátttöku mins heittelsk- aða föður i orrustunni við Eylau, sem háð var á því herrans ári 1807, af sárum hans og kynningu við elskaða móður mína, sem bjargaði lífi hans. Ritað af Hans Schneider fyrir börn hans í júní 1867, til þess að þau megi vera hreykin af nafninu, sem þau bera.“ , Hún hófst á atburðum þeim, sem fóru á undan orrustunni við Eylau, og hélt síðan áfram með lýsingar á hinum ýmsu hern- aðaraðgerðum, þar sem de Ans- bach riddaraliðar höfðu ráðizt á óvininn og sérstaklega athyglis- verðum köflum úr orrustunni: rússneska riddaraliðsárás, her- námi fallbyssuvígis, hálshöggn- ingu fransks liðsforingja. Þetta var greinilega frásögn, sem Hans hafði lært við föðurkné. Á mörg- um stöðum hafði hún enn á sér hispurslausan blæ ævintýrisins. En eftir því sem leið á frásögn- ina, mátti merkja, hvernig hinn miðaldra Hans streittist við að samræma bernskuminningar sín- ar fullorðinslegu raunsæi. Sögu- ritunin hlaut að hafa verið hon- um all kynleg reynsla, hugsaði George. En þegar frásögninni af sjálfri orrustunni lauk, urðu tök Hans á viðfangsefninu strax öruggari. Tilfinningar hinnar særðu hetju, sannfæring hans um, að guð fylgdi honum, ákvörðun hans um að gera skyldu sína til hins ýtrasta — öllu þessu var lýst með fjálgleik. Og þegar stund hinna hryllilegu svika rann upp þegar hinir huglausu Prússar höfðu yfirgefið hetjuna særðu, á meðan hann stumraði yfir veik- um félaga, þá gaf Hans sér al- mennilega lausan tauminn með viðeigandi biblíutilvitnunum til fordæmingar hinum syndugu. Ef guð hefði ekki leitt fætur hests- ins til húss Maríu, hefði öllu verið lokið. Að endingu hefði allt auðvitað snúizt á bezta veg. Hetjan hafði fært bjargvætt sinn heim sigri hrósandi og kvænzt henni, og ári seinna hafði Karl, eldri bróðir Hans, komið í heim- inn. Ævintýrið endaði að öllu leyti í samræmi við tíðarandann, með áminningum um iðrun og yfir- bót. George lagði það frá sér og tók til við dagbók Moretons. Herra Moreton og túlkur .hans, sem hann hafði ráðið i París, komu til Þýzkalands í lok fnarz- máfnaðar 1939. Áætlun hans var einföld, að minnsta kosti hvað tilgang henn- ar snerti. Fyrst ætlaði hann að rannsaka feril Hans Schneider. Þegar hann hefði komizt að, hvar Schneider-fjölskyldan bjó, ætlaði hann að reyna að grafa upp, hvað hefði orðið af öllum systkinum Hans. Fyrsti áfanginn gekk eins og í sögu. Hans var ættaður ein- hvers staðar frá Westfalen. Og 1849 varð hver fullorðinn maður að hafa leyfi yfirvaldanna til að ferðast út úr sveitahéruðun- um. 1 hinum þáverandi sveita- höfuðstað Miinster hafði More- ton fundið skrásetta burtför Hans. Hans hafði komið frá Miihlhausen og farið til Bremen. 1 Bremen hafði leit í gömlum farþegaskrám leitt í ljós, að Hans Schneider frá Muhlhausen hefði siglt með Abigail, ensku 600 tonna skipi, þann 10. maí, 1849. Þetta kom heim við at- hugasemd í einu bréfi Hans til laBlglglalalalBlalglBlatalalalals Í ÖLLUM KAUPFÉLAGSBÚÐUM * PINJAR BRAUÐRASP Is|3l3l3l3l3l3l3l3l3l3[3lalal3l3l3 Mary Smith. Moreton var nú kominn að þeirri niðurstöðu, að hann væri á slóð hins rétta Hans Schneider. Hann hélt áfram til Muhlhausen. En þar beið hans óvænt hindr- un, sem ruglaði hann i riminu. Enda þótt kirkjubækurnar hefðu að geyma skrá yfir allar gift- ingar, skírnir og greftranir allt til þrjátiu ára stríðsins, þá fannst nafnið Schneider hvergi skrásett á árunum 1807—’08. Herra Moreton hafði legið á þessum vonbrigðum i heilan sólarhring. Þá fékk hann hug- mynd. Hann fór aftur í kirkju- bækurnar. 1 þetta skipti fletti hann upp á árinu 1850, dánarári Franz Schneider. Lát hans og jarðar- för var þarna innfært ásamt upp- lýsingum um staðsetningu graf- reitsins. Moreton hafði farið þangað til að líta á gröfina. Og hér beið hans hin uggvænlegasta uppgötvun. Á veðruðum legsteini gat að lita, að hér hvildi Franz Schneider og heittelskuð eigin- kona hans, Ruth. Samkvæmt frásögn Hans hét móðir hans María... Moreton hafði lagt til atlögu við kirkjubækurnar á ný. Það hafði tekið hann all-Iangan tíma ÁRSHÁTlÐIR BRÚÐKAUPSVEIZLUR FERMINGARVEIZLUR TJARNARBUÐ SÍMl ODDFELIOWIíUSINU SÍIVII 19000 19100 SlÐDEGISDRYKKiIUR FUNDARHÖLD FÉI.AGSSKEMMTANIR 1 FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.