Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 6
Falkinn 15. tbl. — 39. áig. — 25. apríl 1966 EFIMI 'SVARTHÖFÐI SEGIR ............................ 6—7 ALLT OG SUMT.......................... 7—8 f LÍFSINS AKKORÐI, viðtal viS Birgi Engilberts, ungt leikritaskáld .................... 11—12 ÚT f HÖTT ..................................... 11 HUNDUR SKRIFAR Á RITVÉL, athyglisverS grein 12—13 LÍF OG HEILSA, eftir Ófeig J. Ófeigsson lækni 13 VORTÍZKAN, myndir .......................... 14—15 DAUÐINN BATT ENDA Á TILRAUNINA, frásögn af vísindamanni er dó úr sýkinni er hann rann- sakaSi ................................ 16—17 f SVIÐSLJÓSINU: ÆSKAN OG NÓTTIN, frásögn í myndum af næturskemmtun í Reykjavík . . 18—23 ARFUR ÁN ERFINGJA, spennandi framhaldssaga eftir Eric Ambler ..................... 24—25 RÓSARIDDARINN, frásögn af þýzkum kvenna- flagara ............................... 26—27 VERÐUR VELGENGNI JOHN Le CARRE DAVID CORNWELL AÐ FALLI? .................. 28—29 CHARLTON HESTON OG KÖLLUN HANS . . 30—31 ÉG ER SAKLAUS, framhaldssaga eftir Astrid Estberg, sögulok ...................... 32—34 STJÖRNUSPÁ .................................... 35 BARNASÍÐA ..................................... 44 KROSSGÁTA ..................................... 46 KVENÞJÓÐIN ................................. 48—49 FORSÍÐUMYND: Hljómar í Breiðfirðingabúð, „allar vilja meyjarnar eiga þá“. í nœsta blaði verður meSal annars stutt kynning í móli og myndum á óperunni Ævintýrum Hoffmanns sem frumsýnd verS- ur í ÞjóSIeikhúsinu innan skamms. Þá verSur grein um enskan lœkni sem gerir uppskurð á konubrjóstum og stœkkar þau eSa minnkar eftir atvikum. ViS verSum og meS Sendibréf úr fortíSinni eftir Jón Helga- son, frásagnir af atburSum, mönnum og málefnum fyrir 40 árum. Ekki má heldur gleyma frásögn af konu sem lengi var meS Iœknisáhald innan í sér, en þar hafSi þaS gleymzt er hún var skorin upp. Ný framhaldssaga hefst, BRENNIMERKT, sœnsk Iœknasaga. Þá má nefna smágrein- ar um ensku forsœtisráSherrafrúna, um hvernig konur í París greiSa hár sitt nú, fyrir utan föstu þœttina: SvarthöfSi segir og Líf og heilsa, og ýmislegt fleira. RMjóri: Slgvaldt Hjálmarsson (áb.). BlaOamaSur: Steinunn S. Briem. Ljðsmyndari og útlitsteiknari: Rúnar Gunnarsson. Franv kvæmdastjóri: Hrafn Þórisson. ,Aunlísingar: Fjóla Tryggvadóttlr. Dreifíng: Kristján Arngrímsson. Útgef.: Vikublaðið Fálkinn h.f. AOsetur: Ritstjórn, afgreiSsia og auglýsingar: Grettisgötu 8, Reykjavík, Simar 12210 og 16481. Pósthólf 1411. — Verð i lausa- sölu 30,00 kr. Askrift kostar 90,00 kr. á mánuði, á ári 1080,00 kr. Setning og prentun kápu: Félagsprentsmiðjan h.f. Prentun megin- máls: Prentsmiðja Þjóðviljans. Myndamót: Myndamót h.f. FÁMENN skattalögregla á íslandi þarf að sinna verkum, sem aðeins hefði verið hægt að leysa með eins konar herútboði. Og enn er farið með skattsvik hér, eins og feimnis- xnál, sem aðeins má ræðast í saumaklúbbum eða í kaffi á Hótel Borg. Þessi leynd hefur gert skattalögreglunni ónauðsyn- lega erfitt um vik. Fresturinn sem menn fengu til að játa áralangan stuld sinn frá samfélaginu, bar engan árangur, af því til þessa dags hafa skattsvikarar haft á tilfinningunni, að þeim muni verða hlíft. Þögnin og leynileg málsmeðferð gef- ur þeim þessa trú, og gerir þá gunnreifari í baráttunni fyrir framhaldi þess ráns og þjófnaðar, sem skattsvikin eru og hafa ætíð verið. Undanskilinn þessum málum er svo söluskatturinn, sem er eins konar svikaskóli, þar sem enginn umbúnaður fylgir af hálfu hins opinbera, eins og innsigluð stimpluri á peningakössum, sem tíundar saldona. Slíkt mundi koma í stað drengskaparloforða og annarra hárra orða, sem eru orðiri að háði. Hið opinbera sjálft stendur því óbeint að sjálfsnámi manna, þegar um það er að ræða að komast undan því að greiða opinber gjöld. Þolendur og þeir sem lifa vel OPINBERIR starfsmenn, einnig þeir, sem sjá um álagn- ingu útsvara, verða að bera opinber gjöld fyrir þá sem kunna að svíkja undan skatti. Það hlýtur að vera skemmtileg atvinna fyrir mann sem reiknar út logna framtalsskýrslu að vita að maðurinn sem taldi fram er í raun og sannleiká með báðar hendur í vösum hans og geta þó ekkert gert, því þeir sem kunna þetta, hafa sína „reikninga“ í lagi. Fræg er sagan af business-manninum, sem var skattfrjáls ár eftir ár af því hann skrifaði á skýrsluna sína: „Aumingi á framfæri móður sinnar“. Hvort sem hún er sönn eða login, þá sýnir hún þó hvernig menn hugsa sér ástandið í þessum málum. Öðru hverju rofar í svínaríið. Það gerist með ýmsu móti. Það gerist nú orðið í sumum skilnaðarmálum, að konurnar heimta þrjátíu, fjörutíu eða fimmtíu þúsund króna framlag á mánuði, og það af nær útsvarslausum aumingjum. Auðvitað vita þess- ar konur hvað fyrrverandi eiginmenn þeirra þola að greiða, þótt skattayfirvöldin hafi aldrei vitað það. Svo halda stjórn- völdin, að nokkrir menn geti kippt þessu í lag án nokkurs stuðnings almennings og án þess að gera uppskátt um sakar- aðila, eins og í öðrum sakamálum. Þeir sem hafa losnað við ■ Próf upp í Verzl- unarskólann Kæri Fálki! Mig langar að bera fram nokkrar spurningar í sambandi við próf inn 1 Verzlunarskóla Islands, sem ég er að hugsa um að þreyta í vor. Það á kannski ekki við að leggja þannig fyrirspurnir fyrir Fálk- ann, en ég vissi bara alls ekki hvert ég átti að snúa mér, og ég vona að þið svarið mér greinilega í blaðinu! — Og þá koma spurningarnar: 1. Þarf maður að fá einhverja vissa aðaleinkunn til að ná inn í skólann, eða er farið eftir einkunn í hverju fagi sem próf- að er í? 2. Ef svo er hve hátt verður maður þá að fá í hverju próf- fagi — eða aðaleinkunn ef far- ið er eftir þvi? 3. Er ekki rétt að inntöku- prófið sé þreytt síðast í maí? Svo þakka ég fyrir blaðið, sem mér þykir mjög skemmti- legt. Sérstaklega fyrir þáttinn „í sviðsljósinu", hann mættí gjarnan vera miklu, miklu lengri. — Framhaldssagan er flott. Með fyrirfram þökk, EG. P.S. Er alveg hættur rithand- arlestrarþátturinn i blaðinu? Ég sakna hans. Svar: PrófiS þreyta miklu fleiri en 6 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.