Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 10

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 10
ILIFSINS AKKORÐI Stutt viðtal við Birgi Engilberts höfund leikritsins LOFTBÓLIJRIMAR, sem um þessar mundir er æft í Lindarbæ BÓKFRÓÐUM mönnum hefur að undanförnu orðið tíðrætt um stefn- ur í bókmenntum hér á landi. Raddir hafa spurt hvort skáldsagan, þetta þjóð- lega og alþjóðlega form skáldskapar hafi þegar gengið sér til húðar, og ef svo er, hvaða form hins ritaða máls yrði þá fyrir valinu. Á því hefur einnig verið vakin athygli, að leikritun hefði ekki verið sá gaumur gefinn með þjóð vorri sem skyldi, þó allmörg leikrit hafi verið samin og sýnd á síðustu árum. Menn tala um lægð í andlegri fram- leiðslu íslendinga um þessar mundir, og kannski er það svo. Líklega verður samtíð vor engu betur fær um að dæma samtíðarverk í bókmenntum, heldur en fyrri tíma menn sína samtíð. Nægir í því sambandi að minna á viðbrögð ým- issa ritdómara við verkum ungra manna, sem síðar urðu kunnir og viður- kenndir og hlutu jafnvel eftirsóttustu verðlaun fyrir bókmenntaafrek. Sem betur fer koma á hverju ári fram nýir höfundar skáldverka. Svo sterk er þessi þrá, þessi skáldaæð með þjóðinni. Enn hefur nýr liðsmaður í þessari sveit kvatt sér hljóðs, hefur skrifað leikrit, sem um þessar mundir er æft á sviði Þjóðleikhússins í Lindar- bæ. Höfundurinn, nítján ára piltur fæddur og uppalinn á Njálsgötu 42. Hann heitir Birgir Engilberts og hefur málað myndir frá því hann man eftir sér, og byrjaði að setja saman leikrit 10 FÁLKINN á tíunda ári. Þetta er engin furða segir fólk: Listamenn í báðum ættum. Birgir hefur haft áhuga á leikhús- inu síðan hann man eftir sér. Að fara á leiksýningu einu sinni á ári var óskadraumurinn, dagur ársins, eins og hann orðaði það og jafnvel meiri hátíð en sjálf jólin. „Snædrottningin“ var eitt hið fyrsta sem hann minnist og varð yfir sig hrif- inn. Samt hafði sú sýning ekki úrslita- áhrif á val lífsstarfsins því frá öndverðu hefur allt borið að sama brunni. Það er mjög misjafnlega snemma á ævinni, sem mönnum tekst að ákveða og velja sér starfsvettvang. Flestir gera þetta upp við sig milli fermingar og tvítugs. Áðrir eru í vafa alla ævi. Ein- staka eru svo heppnir, að þetta liggur ijóst fyrir strax í bernsku. Áður og fyrr var um fátt að velja. Menn ui'ðu bændur eða sjómenn. Með fjölþættari þjóðfélagsháttum gefast ungu fólki fleiri tækifæri. Þrátt fyrir umvöndunar- tón hinna eldri, og þetta margtuggna „heimur versnandi fer“ notfæra ungl- ingarnir sér tækifærin í vaxandi mæli. Birgir Engilberts lauk námi í leik- myndagerð hjá Þjóðleikhúsinu sl. vor. Hann var áður einn vetur í Mynd- listarskólanum og lagði þá dag við nótt: Málaði málverk á svo til öllum tímum sólarhringsins. Hann hafði frá unga aldri horft á móður sína mála og síðar á Jón föðurbróður sinn. Faðirinn hins- vegar snerti ekki á pensli og litum, en var því þaulsætnari við ritvélina En fyrir Birgi var málun og listnám aðeins áfangi að settu marki: Að verða leikhúsmaður. Hann ætlaði sér í fyrstu að verða leikari, en fannst síðar hann ekki hafa það sem til þyrfti. En var leikhúsið þá sá töfraheimur sem hann vænti? — Já, í leikhúsi er alltaf eitthyað nýtt og nýstárlegt að gerast og þar kynnist maður leikhúsfólkinu og lærir af þeim sem maður heyrði talað um og sá á sviði sem barn. Þetta er skemmtilegt og tilbreytingarríkt frá byrjun. Og frá því starfið í leikhúsinu hófst hefur mestur frítiminn farið í að skrifa. Þetta tók langan tíma, mikil heilabrot og andvökur. Hann var lengi með fyrsta leikritið, skrifaði og strikaði út og breytti. Þetta leikrit „Sæðissatíran" kemur út í bók ásamt „Loftbólum" sem nú er æft í Lindarbæ. Þetta er skrifað í fyrra- vor og sumar og það vissu fáir hvað hann var að bauka meðan á þessu stóð. Maður áttar sig ekki á því fyrr en verkið er hafið og kannski hálfnað. Þá er ekki hægt að snúa við. Maður leggur af stað, byrjar á verk- inu vegna einhverrar innri þarfar og getur svo ekki hætt: Verður að halda

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.