Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 27

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 27
 — Get ég hjálpað þér? spyr hún varfærnislega. Hann vill það ekki. — Þetta er nokkuð, sem ég verð að sjá um sjálfur. — Já, en ég vildi gjarnan verða þér til aðstoðar, ef ég gæti... Bráðum verð ég líka konan þín ... Og svo segir HeinZ henni, hvað það er, sem honum liggur á hjarta. — Ég sagði þér frá tízkuhús- inu í Munchen. Málið væri leyst, ef mér aðeins tækist að leysa hinn hluthafann út. Sjálf- ur á ég 50,000 mörk, en mig vantar 20,000 í viðbót... í stuttu máli: Heinz fær 20,000 mörkin hjá Marion, og það er allt, sem henni hefur tekizt að spara saman, og hún tekur lán í ofanálag. En upp frá þessu verða verzl- unarferðir hans bæði fleiri og lengri. Það er ekki meira en svo að hún frétti af honum. Traust, ást og von endast um hríð og standa af sér ótrúleg- ustu vonbrigði og raunir, og á þessum tíma, grunaði hana ekki, hve hörmulega hún var leikin. Marion var nefnilega aðeins ein af mörgum. Undir nöfnun- um Helmuth, Hoinka, Handke, eða Heinz Markgraf komst þessi maður yfir 300,000 mörk Ég leita að konu. Hún á að vera 175 cm há, dökkhœrð, grönn og fríð og hafa yndi af börnum og dýrum. Ég er kaupsýslu- maður sem á Mercedes Benz og vil kynn- ast hjartahlýrri konu, 25—40 ára, sem met- ur ást og tryggð, þráir hlýlegt heimili, en um leið þykir gaman að ferðalögum. (Æskilegt að hún sé efnuð, en það samt ekkert skilyrði, enda ást og innileiki aðal- atriðið) Aðeins nákvœmt svar með mynd- um verður tekið til greina. frá því í júnímánuði 1960 og þangað til hann var handtek- inn árið 1963. Verzlunarferðirn- ar voru frá einni tilvonandi brúðinni til annarrar. Oft fói hann í þrjár heimsóknir á dag. Hann var óþreytandi og hafði alltaf nægan tíma. Hann er eins og konur vilja að menn séu. Hann talar um börn, ef þeirra er óskað, hann heldur hrókaræður um hund- inn sinn, ef hann dettur ofan á kvenmann, sem þykir vænt um dýr, og um hraðskreiða bíla, þegar það á við. Hann er eldfljótur að átta sig, og orðið „ást“ er ævinlega árangursríkt. Aldrei er það hann sjálfur, sem samtalið snýst um, konan er ævinlega miðpunkturinn. Hann er ákærður fyrir að hafa svikið 28 konur. Sjálfur segir hann, að þær séu ekki færri en 40, en veit ekki ná- kvæma tölu. Hann beitti alltaf sama bragðinu. Hann ætlaði að byggja upp fyrirtæki. Annað hvort bílaleigu í Köln, matsölu- stað í Sonthofen, eða tízkuhús í Munchen, og alltaf átti konart að vera félagi hans í fyrirtæk- inu. Hann viðurkennir allt fyrir réttinum og segist engu vilja leyna. Hann segist iðrast og biður konurnar um fyrirgefn- ingu, og konurnar sjá, hvað hann er orðinn tekinn, fölur og þreytulegur á þeim tveim ár- um, sem hann hefur setið inni. Og þær sjá augu hans, bros og munninn. .. Þær vita, að hann hefur svik- ið þær og logið að þeim, en samt hafa þær meðaumkun með honum. Ein þeirra hefur boðizt til að bíða eftir honum, þó að hún hafi verið eitt af fórnardýrum hans. Eins og svo margar aðrar, hefur hún séð vonir sínar bresta og hamingj- una falla í rústir. Samt sem áður segir hún: — Hann hefur skrifað mér úr fangelsinu og lofað að bæta ráð sitt. Ég trúi á hann. Ég trúi, að hann sé góður innst inni! Hve stórt er ekki konu- hjartað! Gvendur trítill vildi fá hjónaskilnað — ástæðan var ill meðferð af konunnar hálfu. — Getið þér sagt réttin- um nokkurt dæmi um þessa illu meðferð? — Það skai ekki standa á því. Hérna eina nóttina dreymdi mig að ég hefði unnið heila milljón i get- raunum. Daginn eftir barði konan mig til óbóta fyrir að ég hefði farið með pening- ana í bankann áður en ég vaknaði. Ráðskona málaflutnings- mannsins hefur trúlofazt manni, sem alls ekki hefur verið réttu megin við lögin um ævina. — Aldrei hefði ég trúað þessu um yður, sagði gamli málaflutningsmaðurinn dap- ur, — að þér gætuð trúlof- azt manni, sem hefur setið átta ár i fangelsi. —Finnst yður nokkuð at- hugavert við það? Mér finnst það mikill kostur að giftast manní, sem hefur vanizt á að tolla heima hjá sér á kvöidin. FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.