Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 26

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 26
ROSARIDDARINN HANN VANN ÁST ÞEIRRA OG FÓR MEÐ PENINGANA ORÐIN, sem tilfærð eru hér að framan, eru leyndardómur- inn við hinn 51 árs gamla hjú- skaparsvikara, Helmut Hoinka. Orðin, sem sérhver kona þráir að heyra og hræra við hjarta hennar. Hoinka þekkti þennan veikleika og þrána, sem lifir í einmana konuhjarta. Hann var kurteis, riddaraleg- ur og tillitssamur. Hann gaf sér ævinlega tíma, hlustaði ró- lega á það, sem þær höfðu að segja og sýndi skilning á sorg- um þeirra og áhyggjum. Hann var alltaf óþreytandi, þegar hann var að vinna ást konu . .. og peningana hennar Hann veitti þeim ást, en tók peningana til endurgjalds. Hann vakti tilfinningar þeirra og gerði konuna að ástmey, félaga, móður, systur ... gerði hana að nauðsyn. Hann sýndi þann rétta hæfileika, og sál- fræðilegu þekkingu, til að vinna allt. bæði ástina og pen- ingana — Hann kom svo vel fyrir segir Ilse X. — Faðir minn, sem hafði verið fangavörður í þrjátíu ár, gat jafnvel ekki séð, að hann var svikari. Hann sagði jafn- vel við mig, að ég ætti að giftast honum og sjálfur hef- ur hann gefið honum 20.000 mörk! segir Hilde Y. — Ég fórnaði honum bæði öllu mínu lausafé og sparifé, vegna þess að við ætluðum að setja á stofn fyrirtæki saman. Alls voru þetta 73,000 mörk, segir Veronika Z. Og þannig fór hann að i fjöldamörgum tilfellum. Vonir kvennanna um að hafa loksins höndlað hamingjuna, enduðu í skömm og niðurlægingu, og i dag sitja þær sviknar, von- lausar og aftur einar síns liðs. DÆMIGERT TILFELLI Dyrabjallan hringir . . . Hann er að koma. Marion gengur til dyranna og opnar, og henni er næstum drekkt í heilum haf- sjó af rauðum rósum. Dökk- rauðum rósum. Ilmurinn slævir hana og hún verður ringluð af litnum. Blóm. Og í gegnum blómahafið sér hún í tvö brún augu. Mild, ást- úðleg og biðjandi augu, og hún heyrir djúpa rödd: — Gott kvöld. Ég leyfði mér að taka með mér þessi blóm, og ég vona, að þér falli þau? Marion getur aðeins kinkað kolli. Allt hringsnýst fyrir aug- unum á henni. Rósirnar, augun, dökkt hárið, karlmannlegt and- litið og vel klæddur og spengi- legur líkaminn. Hún býður gestinum inn fyr- ir og finnur brennandi augna- ráð hans hvíla á sér. Hvað er eiginlega orðið langt síðan karl- maður hefur fært henni rósir? Og hvað er langt síðan karl- maður hefur horft á hana á þennan hátt. . . ? — Ég heiti Heinz Markgraf, segir maðurinn, og hún finnur þétt handtak hans. Hversu oft hefur hún ekki þráð þvílíkt handtak? Hún nær valdi á sér með mestu erfiðismunum og gengur með gesti sínum inn í dagstof- una. Markgraf litast um, virðir fyrir sér húsgögnin og brosir viðurkenningarbrosi. — Þér búið hlýlega, segir hann. — Mjög smekklega. Mað- ur hefur á tilfinningunni, að þessu er öllu komið fyrir af konu á hinn umhyggjusamleg- asta hátt... Marion roðnar. Hún er ekki því vön, að henni séu slegnir gullhamrar. Hún flýtir sér fram í eldhús og leitar að vasa undir blómin. Hún lítur í spegilinn og virðir fyrir sér klæðnað sinn, brennir sig næstum á kaffikönnunni, þurrkar rykið af sparibollunum og nær í þeytta rjómann og heimabök- uðu jarðarberjakökuna í ís- skápinn. Heimska gæs, hugsar hún. Þú hagar þér eins og stelpu- krakki. Þú með þín 37 ár á bakinu .... En þegar hún situr á ný frammi fyrir Markgraf, finnst henni hún aftur orðin svo hjálparlaus, en því fylgir samt engin óþægindatilfinning. Umsvifalaust fer hann að segja konunni, sem hafði svar- að hjúskaparauglýsingu hans, frá sjálfum sér. Frá kaupsýslu sinni, sem hann verður að sinna um allt Þýzkaland á eilífum ferðalögum. Svo er komið að henni. Hún segir honum frá stöðu sinni sem einkaritara og frá sam- starfsfólki sínu á skrifstofunni, frá foreldrum sínum og frá litla bílnum... Og hún segir honum, að hún sé góður kokk- ur og að hún hafi lifað spart, eigi peninga í bankanum og sultutau í kjallaranum! í fyrsta skipti hlustar karl- maður á það, sem hún hefur fram að færa. Myndarlegur maður og vel siðaður. Maður, sem hefur sömu áhugamál og hún sjálf og vill kvænast! — Ég sé framtíð okkar ljós- lifandi fyrir mér, segir hann. — Okkar framtíð. — Mér stendur stórkostlegt tækifæri til boða. Ég get nefni- lega komizt yfir tízkuhús í Múnchen, og það er alls ekki svo dýrt. Ég þarf ekki annað en kaupa einn náunga út úr fyrirtækinu og það er mitt. Nei, ekki mitt, heldur okkar! Marion heldur, að hana sé að dreyma. Og hún er sem í leiðslu, þegar hann stendur á fætur og sezt við hliðina á henni í sófann. Varlega, en ákveðið leggur hann handlegginn utan um hana og kyssir hana. — Þú ert falleg, hvíslar hann í eyrað á henni. — Mig hefur alltaf langað í konu eins og þig. Markgraf sagðist ætla að heimsækja hana daginn eftir, en hann hringir bara. Því mið- ur verður hann að fara i ferða- lag í verzlunarerindum. Marion getur vel skilið það, en hún verður að viðurkenna fyrir sjálfri sér, að hún þráir hann. Þrem dögum síðar kemur kort: „Ég hlakka til að sjá þig aftur!“ Og þegar hann stendur frammi fyrir henni viku síðar, er henni orðið Ijóst, að þetta er maðurinn, sem hún hefur beðið eftir. Enn er hann með rósir með sér, og hann er eftirtektarsam- ur, kurteis, slær henni gull- hamra, strýkur hana og kyssir og gistir hjá henni um nóttina. Marion veit ekki, hvernig það hefur gerzt. Hún hefði aldrei trúað, að hún gæfi sig svo fljótt manni á vald. En það er öðruvísi með Heinz. Öðru hverju leyfir hún hon- um að taka af sér myndir í ástandi, sem hún hefði áður álitið ósiðlegt. — Ég mun ætíð minnast þin, eins og þú ert nú. Ástmær mín, segir hann um leið og hann ýtir á takkann á myndavélinni. En næst er Heinz breyttur. Hún finnur, að hann hefur þungar áhyggjur af einhverju. 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.