Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 30

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 30
Charlton Heston er meðal hœst- launuðu leikara í Hollywood^ en hann hugsog lítið um auð og frægð, Hann gengur samvizkusamlega að verki sannfærður um að kvikmyndir hans ljái hinum góða málstað lið í heiminum. CHARLTON HESTON OG KOLLUN HANS Á VORUM tímum bera kvikmynda- leikarar mikla ábyrgð, segir Charlton Heston, og það fer ekki milli mála, að hann meinar það, sem hann segir, því hann leggur áherzlu á hvert orð. Hann lét þessi orð falla i Kairo, þar sem hann er að leika i kvikmynd- inni Karthoum. en hún fjallar um her- ferð Gordons i Súdan og Heston leik- ur í henni ásamt sir Laurence Olivier. Þá hafði hann nýlokið við að leika í myndinni .Hann skóp heiminn" (The agony anó the ecstasy), sem fjallar um 30 Michelangelo, hinn mikla ítalska mynd- höggvara. málara og byggingameistara. Charlton Heston er ekki lengur ung- ur og lífsglaður maður. Hann er kom- inn yfir fertugt og gerir ekkert til að leyna aldri sínum. Hárið er farið að þynnast, og nefið og hakan bera aldrin- um vitni. En persónuleiki hans er sterk- ari en nokkru sinni fyrr. Augun eru lífleg, og hann skiptir auðveldlega um svinbrigði. Hann horfir fast á þann, sem hann á orðastað við. Það er eins og hann vilji komast að, hvort sá sé heiðar legur maður eða ekki. Hann leikur sér að borðhnífnum eins og hann væri hættulegt vopn, og segist vera ánægður með að hafa aldrei þurft að leika skúrka, eða illmenni. — Ég vil gjarna túlka hið góða. segir hann hátíðiegri röddu „Riddarinn á léreftinu“ eins og hann hefur oft verið nefndur, ef til vill vegna þess að hann leikur oftast söguleg hlut- verk, er einhver víðlesnasti kvikmynda- leikari vorra tíma. Mánuðum saman kynnir hann sér þær persónur sem FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.