Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 39
Hún starði á hann gaiopnum augum, langaði til að rétta fram höndina, snerta hann, hvort hann væri raunverulegur, en hún gat það ekki. — Má ég koma innfyrir? spurði hann. Marianne vék til hliðar. Hann gekk eitt skref yfir þröskuldinn og haiiaði hurðinni á eftir sér. — Ég tók ekki peningana, þvíslaði hún. Hvort sem þú trúir mér eða ekki. — Ég veit það... loksins, sagði hann þunglega. — Veiztu það ... hver var það þá? — Louise. Marianne lagði höndina yfir munninn. Allt hringsnerist í höfðinu á henni. — Þér getur ekki verið al- vara ... það er ómögulegt! — Þar að auki hafði hún brennt launalistana í gömlum koiaofni í herberginu sínu. Senni- lega hefur það einnig verið hún, sem kveikti í álmunni. Hún var of slóttug fyrir mig en ekki fyrir lögregluna. Hann greip báðum höndum um herðar henni. Geturðu fyrirgefið mér, Mari- anne? Ég dirfðist alls ekki að trúa þér, einmitt vegna þess að ég elskaði þig. Ég veit, að það lætur kynlega í eyrum ... Marianne hristi höfuðið. — Nei. Þú trúðir Louise, vegna þess að ... hvernig get- urðu komið hingað og sagzt elska mig, þegar Louise var ást- mær þín allan tímann? — Allan tímann? Nei. Ég viðurkfenni, að hún var það um tíma, en það var áður en þú komst til Malingsfors, Marianne. Ekki eftir það. Það sver ég. Ég gat ekki beðið eftir þér, áður en ég vissi, að þú varst til. — Þú skrökvar. Nóttina eftir kvöldverðinn í Falun... við dönsuðum saman... ég veit auð- Vitað ekki, hvort það var þér .Mokkurs virði, en ... — Það var dásamlegt, Mari- ‘anne, sagði Ulf lágt. Þegar ég kóm heim, stóð ég á svölunum og horfði niður á litlu álmuna, jsem þú bjóst í. Ég varð að^halda mér í handriðið til þess að geta hætt yið að fara þangað niður ... fil þín. Louise kom út til mín... I§g hafði nærri farið með henni inn, því að hún sagði mér, að þú hefðir elskað Hákon frá því að þið voruð börn og að hann hefði komið frá Ameríku til að sættast við þig, og að þið ætl- uðuð að gifta ykkur... Augu Marianne voru farin að Ijóma. Hún smaug inn í faðm Ulfs. Armar hans lögðust utan um hana, varir hans fundu var- ir hennar. Bréfið til ameriska sendiráðsins féll á gólfið. — Þú elskar ekki Hákon? Ég verð að heyra þig segja það. Marianne hristi höfuðið. — Nei, það geri ég ekki. — Hvers vegna ætlaðirðu þá að fara á eftir honum til Ame- ríku? — Vegna þess að þú ætlaðir að kvænast Louise. Ég var að enda við að skrifa umsókn um innf ly t j endaleyf i. Hún benti á bréfið. Ulf beygði sig niður og tók það upp, las utanáskriftina og stakk því i vasann. Síðan tók hann hana aftur í faðm sinn. Svo litlu hafði munað að hann missti hana. Ef vélráð Louise hefðu heppnazt... — Elsku stúlkan min, það verður ekki um neina Ameríku- ferð að ræða fyrir þig, sagði hann með munninn við varir hennar. — Hvað verður það þá? spurði hún lágt. — Tja, smábrúðkaupsferð. Og síðan Malingsfors. Við verðum að kaupa trúlofunarhringana strax í dag. Ég vil ekki bíða lengur. Ég verð loksins að vita mig öruggan um þig... að ég eigi þig einn. Marianne þrýsti sér að hon- um. — Að það skuli vera mögu- legt að vera svona hamingju- samur, Ulf hvíslaði hún. Augu hennar voru full af tárum. Hann kyssti þau burt... eins og hann hafði ávallt langað til að gera. Einstaka lauf var farið að gulna á björkunum við trjágöng- in, þegar Ulf Stigman og eigin- kona hans komu heim til Mal- ingsfors. Húsagarðurinn var full- ur af fólki, sem vildi fá að hrópa húrra og óska þeim til ham- ingju og bjóða velkomin heim. Glaðværðin lá í loftinu. Nýja frúin var fyrir löngu orðin hag- vön á Malingsfors, þar eð hún hafði búið í þorpinu um tíma, menn höfðu dansað við hana á Jónsmessunni, og - hún hafði meira að segja fengið að róa með smiðnum út á vatnið og fiska. Og hann tók ekki með sér hvern sem var. Svo vafalaust yrði prýðilegt að fá hana sem húsfreyju á Malingsfors. Veiðistjórinn og frú hans voru reyndar svo hamingjusöm á svipinn, þegar þau komu, að maður fékk hreint og beint tár í augun. Ræður voru haldnar. Sumar voru langar og fullar af málskrúði. Ræða smiðsins var stytzt. Samt var enginn vandi að skilja, við hvað hann átti. Veiðistjórinn hló ánægður, og frú Stigman varð víst ákaflega hrifin, því hún tók hönd Tolv- mans Olofs milli beggja sinna og augu hennar voru tárvot, þegar hún þakkaði fyrir. Og þeir, sem næstir stóðu, sáu, að undarlegir kippir komu í mosa- skúfana, sem Tolvmans Olof Erson hafði fyrir augnabrúnir. Hvað var það þá, sem Tolv- mans Olof sagði? Það var þetta: — Þeim, sem hafa dapra sjón, finnst sami ljóminn af silfri og tini. Guði sé lof, að veiðistjórinn skyldi loks fá siónina! ENDIR. KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKXJR PARKET GOLFFLISAR PARKET GÓLFDÚKUR -Glæsilegir litir-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.