Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 42

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 42
Í ÖLLUM KAUPFÍLAGSBÚDUM að íara yfir tímabilið frá 1850 aftur til 1815, en þá hafði hann lika fundið ekki færri en tíu af börnum Franz Schneider og auk þess dagsetninguna fyrir hjóna- vígslu hans og Ruth Vogel. Sér til sárrar gremju hafði hánn einnig komizt að því, að ekkert barnanna hét Hans eða Xarl. Sú hugsun hvarflaði að hon- um, að til mála gæti komið fyrra hjónaband. En hvar hafði það átt sér stað? í hvaða öðrum bæj- um hafði Franz Schneider dval- ið? Frá hvaða bæ, til dæmis, hafði hann verið kallaður í prússneska herinn? Það var aðeins um að ræða einn stað, sem hægt væri að fá svör við slíkum spurningum. Moreton og túlkur hans héldu til Berlínar. Það var ekki fyrr en í lok marzmánaðar, sem Moreton hafði tekizt að brjótast gegnum skriffinnskubákn nazistanna og grafa nógu djúpt niður í skjala- safnið í Potsdam til þess að finna stríðsdagbækur um þátt- töku deAnsbach riddaraliðssveit- ar í Napoleonsstyrjöldinni. Hann var innan við tvær klukkustund- 42 FÁLKINN ir að komasl að því, að á árun- um 1800- -1815 kom nafnið Schneider aðeins einu sinni fyr- ir í manntalslistum liðssveitar- innar. Einhver Wilhelm Schnei- der hafði steypzt af hestbaki og dáið árið 1803 ... Þetta hafði verið herra More- ton þungt áfall. Dagbókarbrot hans frá þessum degi endaði á orðunum: „svo ég býst við, að eltingaleikurinn hafi samt sem áður verið til einskis. Ég ætla þó að framkvæma enn eina at- hugun á morgun. Ef hún ber engan árangur, mun ég lýsa það ógerlegt að tengja Hans Schnei- der við Múhlhausen-fjölskyld- una með nokkurri vissu, og ger- ir það að mínu áliti allar frekari tilraunir gagnslausar." George sneri við blaðinu og starði forviða á næstu síðu. Hún var alsett tölum ... Og sú næsta sömuleiðis, linu eftir línu. Hann fletti í skyndi bókinni á enda. Að frátöldum dagsetningunum voru innfærslurnar næstu þrjá mánuði eingöngu tölur, sem hins vegar var raðað upp í dálka með fimm tölum í hverjum. Herra Moreton hafði ekki einasta aí- ráðið að halda áfram rannsókn- um sínum í Þýzkalandi, heldur hafði honum fundizt nauðsyn bera til að færa niðurstöður sín- ar í dulmálsletur... 1 innsiglaða umslaginu fann George snjáða ljósmynd af ung- um manni og ungri konu, sem sátu hlið við hlið á bekk. Konan var holdug og á vissan hátt falleg og gat verið þunguð. Mað- urinn var án allra sérkenna. Klæðaburður þeirra minnti á tímabilið kringum 1920. Bak við þau hafði myndasmiðurinn kom- ið fyrir máluðu tjaldi með snævi þöktum furutrjám. í einu horn- inu stóð skrifað með gotnesku letri „Johan und Ilse“. Merki ljósmyndarans aftan á myndinni sýndi, að hún var tekin í Zúrich. Annað var ekki í umslaginu. Nú kom húsvörðurinn inn með nýjan hlaða af bögglum — og heftiplástur á enninu. George sneri sér aftur að starfinu við erfðakröfurnar. En um kvöldið tók hann innihald kassans með sér heim í íbúð sina og gaum- gæfði það enn betur. Honum var nokkur vandi á höndum. Það hafði verið mælzt til þess, að hann rannsakaði þær kröfur, sem borizt höfðu fyrr- verandi fjárhaldsmanni, og ekk- ert annað. Ef skjalakassinn hefði ekki dottið niður og skrámað húsvörðinn á enninu, hefði hann sennilega ekki tekið eftir hon- um. Honum hefði verið ýtt til hliðar og skilinn eftir, þegar skjalasafnið var tæmt af böggl- um. Hann myndi hafa pælt í gegnum erfðakröfurnar og að því loknu vafalaust aðeins skýrt herra Budd frá því, sem herra Budd óskaði að heyra: að ekk- ert væri þvi til fyrirstöðu að láta hið opinbera taka við búinu. Og þá hefði hann, George, verið laus við þetta mál og getað að launum tekið verkefni, sem hæfði betur menntun hans. Nú var svo að sjá, sem hann yrði að velja á milli tveggja aðferða til að verða sér til skammar. Önnur var sú, að gleyma inni- haldi kassans og hætta með þvi á að láta herra Sistrom gera alvarlegar skyssur. Hin var að kvelja herra Budd með fánýtu óráðshjali. Háttsett stjórnmálaembætti og járnbrautarforsetastöður virtust afar fjarlæg þetta kvöld. Það var komið fram yfir miðnætti, þegar honum hugkvæmdist, hvernig hann gæti lagt málið fyrir herra Budd á nærgætinn hátt. Herra Budd tók máli Georges með þolinmæði. „Ég veit ekki einu sinni, hvort Bob Moreton er á lífi ennþá,“ sagði hann gremjulega. „Að minnsta kosti bendir þetta dul- málsrugl á, að maðurinn hafi verið haldinn vitfirringu á háu stigi!" „Leit hann út fyrir að vera heilbrigður, þegar þér rædduð við hann 1944, herra?" „Það gerði hann ef til vill, en eftir þessu að dæma, hefur hann ekki verið það.“ „En hann hélt þó áfram rann- sóknum sínum, herra.“ „Já, og hvað með það?“ and- varpaði herra Budd. „Heyrið mig nú, George, við viljum eng- ar málaflækjur í sambandi við þetta. Við viljum aðeins losna við allt dótið og því fyrr, því betra. Ég met það mikils, að þér viljið vera nákvæmur, en álit raunar, að þetta geti verið mjög einfalt. Þér náið yður bara í þýzkan túlk og komizt að því, um hvað ljósmynduðu skjölin fjalla, Siðan farið þér yfir bréf- in frá því fólki, sem kallast Schneider, og athugið, hvort skjölin eru í nokkru sambandi við það. Finnst yður þetta ekki nógu heiðarlegt?" George áleit nú, að tími væri kominn til að hann legði fram tillögur sínar. „Jú, herra, en það, sem ég hafði í huga, var möguleiki á að flýta þessu enn meira. Sjáið þér til, ég er ekki ennþá nándar nærri kominn að Schneider-kröf- unum, og eftir bréfahrúgunni í skjalasafninu að dæma, hljóta þær að vera nálægt þrem þús- undum. Það hefur nú þegar tek- ið mig fjórar vikur að komast i gegnum álíka fjölda af venju- legum erfðakröfum. Schneider- kröfurnar munu áreiðanlega taka miklu lengri tíma. En ég hef litið lauslega á þetta, og ég hef hugboð um, að ég geti sparað mér heilmikinn tíma, ef ég gæti rætt þetta við herra Moreton." „Hvernig þá?“ „Jú, herra — ég hef farið yfir sum skjölin frá máli Rudolfs Schneider og þýzku stjórnarinn- ár. Mér virtist nokkuð ljóst, að Moreton, Greener & Cleek væru ýmsar staðreyndir kunnar, sem hinn aðilinn þekkti ekki. Ég held, að þeir hafi haft áreiðan- legar upplýsingar um, að Schnei- der-erfingi væri enginn til á lífi." Budd virti hann gaumgæfilega fyrir sér. „Eruð þér með þessu að gefa I skyn, að Moreton hafi um sið- ir fengið öruggar sannanir fyrir því, að enginn erfingi væri til og að hann og félagar hans hafi svo haldið því leyndu til þess að geta tekið út þóknun sína eftir sem áður?“ „Það er ekki óhugsandi, herra. Er það?“ „Það er hræðilegur hugsana- gangurinn hjá ykkur, þessum ungu mönnum!" Herra Budd var allt i einu orðinn ástúðleg- ur aftur. „Gott og vel, hvað legg- ið þér til?“ „Ef við fengjum aðgang að hinum leynilegu rannsóknarnið- urstöðum herra Moretons, þá hefðum við ef til vill nógan efni- við til þess að gera óþarfa frek- ari vinnu við allar þessar erfða- kröfur." Herra Budd neri á sér hökuna. „Já — þetta er ágætis hug- mynd, George." Hann kinkaði kolli ákafur. „Fyrirtak. Ef sá gamli er enn á lífi og með öll- um mjalla, þá skuluð þér bara reyna og vita, hvað yður verður ágengt. Því fyrr, sem við losn- um við þetta mál, þeim mun betra." „Já, herra," sagði George. Síðdegis sama dag hringdi einkaritari herra Budds til hans og tjáði honum, að hann hefði fundið núverandi heimilisfang herra Moretons i Montclair, að búið væri að skrifa honum í nafni herra Budds og fara fram á viðtal. Tveim dögum síðar kom svar frá frú Moreton. Hún skrifaði, að maður hennar hefði legið rúmfastur í tvo mánuði, en með hliðsjón af fyrra sambandi hans við herra Budd, vildi hann gjarna taka á móti herra Carey, svo fremi að heimsóknin, yrði stutt. Herra Moreton svæfi eftir hádegið, svo ef til vill gæti herra Careý komið klukkan ellefu fyr- ir hádegi á föstudag? „Það hlýtur að vera seinni kona hans,“ sagði herra Budd. Á föstudágsmorgun lágði George skjalakassann í aftur- sætið í bílnum sinum og ók til Montclair. LEYNDARDÓMUR DULMÁLSLETURSINS Húsið var fagurlega umgirt stórum, vel hirtum garði, og það hvarflaði að George, að fjár- hagsleg örlög Moreton, Greener & Cleek hefðu ef til vill ekki orðið jafnhræðileg og herra Budd vildi vera láta. Það kom í ljós, að frú Moreton var grannvaxin fríðleikskona, nálægt fimmtugu. Hún var hnarreist, frjálsleg í fasi og hafði móður- legt bros. Það virtist sennilegt, að hún myndi hafa verið hjúkr- unarkona herra Moretons. „Þér eruð herra Carey, er það

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.