Fréttablaðið - 09.10.2009, Side 21

Fréttablaðið - 09.10.2009, Side 21
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 FJÖLSKYLDUDAGSKRÁ Í TALI OG TÓNUM Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og Kristín Anna Valsdóttir, söngkona Múm, bregða á leik í Ásmundarsafni á sunnudag klukkan 14. Þær bjóða fjölskyldufólki að slást í för með sér og skoða sýninguna Rím. Þær staldra við ákveðin verk, segja af þeim sögur og taka lagið. Austur-Indíafjelagið er fimmt- án ára um þessar mundir. Manoj Tom, yfirkokkur staðarins, stend- ur því í ströngu ásamt öðru starfs- liði veitingastaðarins við að elda valda indverska rétti af matseðl- um síðustu fimmtán ára fyrir gesti staðarins. Manoj Tom er Íslending- um að góðu kunnur enda hefur hann starfað lengi hjá Austur- Indíafjelaginu. Hann er einnig einn þeirra sem eldaði mat fyrir Indlandsforseta í heimsókn hans hingað til lands. Lambakjötsrétturinn er mjög góður á köldum vetrarkvöldum, ekki síst með naan-brauði, hrís- grjónum og hreinni jógúrt. juliam@frettabladid.is Indverskur lambakjötsréttur Yfirkokkur Austur-Indíafjelagsins, Manoj Tom, eldar þessa dagana af hátíðarmatseðli Austur-Indía- fjelagsins. Hann gefur uppskrift að indverskum lambakjötsrétti sem kallast Lucknowi Gosht. Yfirkokkurinn Manoj Tom á Austur-Indíafjelaginu er önnum kafinn þessa dagana á fimmtán ára afmælinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1200 g lambafilet 400 ml hrein jógúrt 2 meðalstórir hvítir laukar, fínt skornir 20 stykki kasjúhnetur 2 msk. engifermauk 2 msk. hvítlauksmauk 2 msk. grænt chili-mauk 2 stórar rauðar paprikur 4 msk. olía 2 msk. sítrónusafi salt eftir smekk 1 1/2 msk. garam masala krydd 1 msk. cumin-krydd Skerið kjötið í litla tenginga. Þerrið með eldhúspappír. Hrærið saman olíu, salti, engifer-, hvítlauks- og chili-maukinu og sítrónusafanum. Snöggsteikið laukinn. Hitið kasjúhneturnar á pönnu og blandið örlitlu vatni saman við þannig að þær mýkist. Skerið paprikurnar og grillið á pönnu. Hrærið saman jógúrt, lauk, hnetum og papriku. Því næst er jógúrt- blandan hrærð létt saman við olíumaukið. Setjið lambakjötið út í og látið það liggja í leginum í tvær til þrjár klukkustundir. Steikið á pönnu eða grillið í 10-15 mínútur. LUCKNOWI GOSHT FYRIR FJÓRA Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is 6.990 kr. 4ra rétta tilboð log nýr A a Carte Góð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 10.990 kr. 22. október - 18. nóvember 19. nóvember - 31. desember Villibráðarhlaðborðið Jólahlaðborðið · Reykt önd með fíkjum, valhnetum og rauðvínsgljáa · · Humarsúpa rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu · * E Ð A * · Fiskur dagsins útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar · · Skyr “Tonka crème brûlée” með karamelluís ·

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.