Fréttablaðið - 09.10.2009, Side 22

Fréttablaðið - 09.10.2009, Side 22
„Þegar Yoko kom hingað á síðasta ári var 6. október, dagurinn sem allt hrundi, nýliðinn og ákveðin skelfing ríkti meðal landsmanna. Þá kviknaði þessi hugmynd hjá henni, að bjóða fríar siglingar til Viðeyjar í kringum afmælisdag Johns Lennon. Svo er eins og örlætið hafi undið upp á sig og niðurstaðan er sú að hún hefur ákveð- ið að bjóða líka upp á stórtónleika í Hafnar- húsinu,“ segir Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri Við- eyjar hjá menning- ar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. Í tilefni tendrunar Frið- arsúlunnar í dag býður Yoko Ono, ekkja bítils- ins fræga, Íslendingum upp á fríar ferðir til Viðeyjar dag- ana 9., 10. og 11. október. Í boði Yoko verða einnig haldnir tón- leikar til heiðurs John Lennon í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar- húsi. Auk þess hefur Yoko Ono ákveðið að bjóða Rauða krossi Íslands að standa fyrir fjár- söfnun samhliða þessum við- burðum. Hún leggur einnig til söfnunarinnar með beinum hætti, en söfnunarfénu verður varið í þágu fjölskyldna sem orðið hafa fyrir áföllum vegna efnahags- þrenginga undanfarna mánuði. „Yoko var mjög umhugað um að þessi viðburður leiddi til einhvers góðs,“ segir Guðlaug. Tónleikar til heiðurs John Lennon voru haldnir á Nasa fyrir réttum mánuði, á fæðingardegi bítilsins, undir yfirskriftinni 09.09.09. Að sögn Guð- laugar verður í raun um sömu dagskrá að ræða á tónleikunum í kvöld, þótt skipun söngvara sé ekki sú sama í smáatriðum. Meðal þeirra sem syngja þekkt lög Lennon eru Egill Ólafs- son, Björgvin Halldórsson og Krummi, sonur hans, Jóhann Helgason, Helgi Björnsson og Pál l Rósin- kranz. Kynnir er Ólafur Páll Gunnarsson. Dagskráin í Hafnarhúsinu í kvöld hefst klukk- an 20.00 þegar tendrun Friðar- súlunnar verður sýnd beint á tjaldi. Einnig verður sýnd heim- ildarmynd Yoko Ono um friðar- baráttu hennar og Lennons og stiklur úr væntanlegri heim- ildarmynd Ara Alexanders Ergis um tilurð Friðarsúlunnar. Minningartónleikarnir hefjast klukkan 22.00. kjartan@frettabladid.is Umhugað um að við- burðurinn verði til góðs Friðarsúlan verður tendruð opinberlega í þriðja sinn í kvöld. Yoko Ono býður upp á fríar ferðir til Viðeyj- ar og minningartónleika um John Lennon af þessu tilefni. Rauði kross Íslands verður með fjáröflun. Yoko Ono er ekkja bítilsins Johns Lennon. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir er verkefna- stjóri Viðeyjar. Kveikt verður á friðarsúlunni klukkan 20.00 í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N LISTAMAÐURINN Alexander Zaklynzky stendur fyrir kvikmyndasýn- ingu í Hafnarhúsinu klukkan 18 á laugardag. Sýnd verður heimildarmynd- in A Sea Change í leikstjórn Barböru Ettinger sem fjallar um áhrif meng- unar og ofveiði á lífríki hafsins. Myndin hefur unnið til fjölda verðlauna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.