Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 22
„Þegar Yoko kom hingað á síðasta ári var 6. október, dagurinn sem allt hrundi, nýliðinn og ákveðin skelfing ríkti meðal landsmanna. Þá kviknaði þessi hugmynd hjá henni, að bjóða fríar siglingar til Viðeyjar í kringum afmælisdag Johns Lennon. Svo er eins og örlætið hafi undið upp á sig og niðurstaðan er sú að hún hefur ákveð- ið að bjóða líka upp á stórtónleika í Hafnar- húsinu,“ segir Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri Við- eyjar hjá menning- ar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. Í tilefni tendrunar Frið- arsúlunnar í dag býður Yoko Ono, ekkja bítils- ins fræga, Íslendingum upp á fríar ferðir til Viðeyjar dag- ana 9., 10. og 11. október. Í boði Yoko verða einnig haldnir tón- leikar til heiðurs John Lennon í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar- húsi. Auk þess hefur Yoko Ono ákveðið að bjóða Rauða krossi Íslands að standa fyrir fjár- söfnun samhliða þessum við- burðum. Hún leggur einnig til söfnunarinnar með beinum hætti, en söfnunarfénu verður varið í þágu fjölskyldna sem orðið hafa fyrir áföllum vegna efnahags- þrenginga undanfarna mánuði. „Yoko var mjög umhugað um að þessi viðburður leiddi til einhvers góðs,“ segir Guðlaug. Tónleikar til heiðurs John Lennon voru haldnir á Nasa fyrir réttum mánuði, á fæðingardegi bítilsins, undir yfirskriftinni 09.09.09. Að sögn Guð- laugar verður í raun um sömu dagskrá að ræða á tónleikunum í kvöld, þótt skipun söngvara sé ekki sú sama í smáatriðum. Meðal þeirra sem syngja þekkt lög Lennon eru Egill Ólafs- son, Björgvin Halldórsson og Krummi, sonur hans, Jóhann Helgason, Helgi Björnsson og Pál l Rósin- kranz. Kynnir er Ólafur Páll Gunnarsson. Dagskráin í Hafnarhúsinu í kvöld hefst klukk- an 20.00 þegar tendrun Friðar- súlunnar verður sýnd beint á tjaldi. Einnig verður sýnd heim- ildarmynd Yoko Ono um friðar- baráttu hennar og Lennons og stiklur úr væntanlegri heim- ildarmynd Ara Alexanders Ergis um tilurð Friðarsúlunnar. Minningartónleikarnir hefjast klukkan 22.00. kjartan@frettabladid.is Umhugað um að við- burðurinn verði til góðs Friðarsúlan verður tendruð opinberlega í þriðja sinn í kvöld. Yoko Ono býður upp á fríar ferðir til Viðeyj- ar og minningartónleika um John Lennon af þessu tilefni. Rauði kross Íslands verður með fjáröflun. Yoko Ono er ekkja bítilsins Johns Lennon. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir er verkefna- stjóri Viðeyjar. Kveikt verður á friðarsúlunni klukkan 20.00 í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N LISTAMAÐURINN Alexander Zaklynzky stendur fyrir kvikmyndasýn- ingu í Hafnarhúsinu klukkan 18 á laugardag. Sýnd verður heimildarmynd- in A Sea Change í leikstjórn Barböru Ettinger sem fjallar um áhrif meng- unar og ofveiði á lífríki hafsins. Myndin hefur unnið til fjölda verðlauna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.