Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 2
2 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Bjarni, er verið að kála ykkur? „Nei, en það er verið að stuða okkur.“ Garðyrkjubændur eru ósáttir við hátt rafmagnsverð og létu óánægju sína í ljós fyrir utan Alþingishúsið í fyrradag. Bjarni Jónsson er formaður Sambands garðyrkjubænda. HJÁLPARSTARF Allur ágóði af klipp- ingu og litun renna til Framfar- ar, félags karla sem hafa greinst með krabbamein í blöðruháls- kirtli á styrktardegi hárgreiðslu- stofunnar 101 hárhönnun sem haldinn verður á morgun. „Við ákváðum það fyrir nokkru að styrkja gott málefni með því að gefa vinnu okkar. Við höfð- um fylgst með söfnunum til handa langveikum börnum og konum með brjóstakrabbamein en fannst vanta að sjónum væri beint að körlum,“ segir Sigur- björg Sandra Olgeirsdóttir, einn eigenda stofunnar. „Við höfum sett markið á þrjúhundruð þús- und en svo verðum við bara að sjá hvernig bókast.“ Sigurbjörg segir vel koma til greina að halda sams konar dag á hverju ári og skorar á aðrar hár- greiðslustofur að gera slíkt hið sama. - ve Hárgreiðslufólk gefur vinnu: Styrkja félag karla með krabbamein UMHVERFISMÁL Gróður í friðlandi þjóðgarðsins við Þingvallavatn liggur undir skemmdum á sumar- húsalóð Ágústs Guðmundssonar við Þingvallavatn. Ágúst, sem kenndur er við fyr- irtækið Bakkavör og eignarhalds- félagið Existu, keypti lítið sumar- hús úr timbri á Valhallarstíg í apríl 2006. Bústaðurinn var síðan rifinn á árinu 2007 og framkvæmdir hafn- ar við tvöfalt stærra steinsteypt hús sem nú hefur staðið hálfkar- að frá því að fjármálakerfi lands- ins hrundi í byrjun október í fyrra og framkvæmdir stöðvuðust. Síðan hefur mikill úrgangur, meðal ann- ars mörg tonn af grjóti sem Ágúst lét sprengja úr klöppinni á landinu, legið í stórum pokum ofan á við- kvæmum gróðri á lóðinni. Álfheiður Ingadóttir, formaður nýrrar Þingvallanefndar sem tók við í haust, segir aðspurð að nefnd- in hafi enn ekki stuggað við Ágústi vegna frágangsins á lóðinni. „Ég held að menn viti svo sem alveg af hverju þessi viðkomandi einstaklingur hefur ekki haldið áfram byggingarframkvæmdum. Hitt er annað mál að umgengni á byggingarstað er mjög slæm og hlýtur að koma til kasta nefndar- innar að skoða hvernig hægt er að bregðast við því,“ segir Álfheiður og minnir á að mikill styr hafi stað- ið um framkvæmdina, meðal ann- ars vegna þess að notuð var þyrla við efnisflutninga. Endurbygging hefur staðið yfir á tveimur öðrum lóðum við Valhall- arstíg. Meðal annars á lóð Lauga ehf. sem er í eigu Björns Leifsson- ar og Hafdísar Jónsdóttur í World Class og lóð hjónanna Boga Pálsson- ar, fyrrverandi forstjóra Toyota, og Sólveigar Dóru Magnúsdóttur. Þingvallanefnd hefur að sögn Álfheiðar ekki samþykkt útgáfu neinna nýrra byggingarleyfa í þjóðgarðinum frá því eftir alþingis- kosningarnar síðasta vor. Öll slík mál eru nú í endurskoðun hjá Þing- vallanefnd. gar@frettabladid.is Hrunið skilur eftir úrgang í þjóðgarði Fleiri tonn af grjóti sem sprengd voru úr klöppinni við Þingvallavatn árið 2007 liggja enn á viðkvæmum gróðri við hálfkarað sumarhús Ágústs Guðmundsson- ar í Bakkavör. Framkvæmdir hafa legið niðri frá því í hruninu í fyrrahaust. Á VALHALLARSTÍG Umgengnin á lóð Ágústs Guðmundssonar í þjóðgarðinum við Þingvallavatn er mjög slæm að sögn formanns Þingvallanefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÁGÚST GUÐ- MUNDSSON ÁLFHEIÐUR INGA- DÓTTIR DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness úrskurðaði í dag sexmenn- inga sem setið hafa inni vegna rannsóknar lögreglu á mansali og skipulagðri glæpastarfsemi í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. nóvember. Lögreglustjórinn á Suðurnesj- um hafði lagt fram kröfu um að mennirnir sex, fimm Litháar og einn Íslendingur, yrðu úrskurð- aðir í áframhaldandi gæsluvarð- hald í allt að tvær vikur. Héraðsdómur féllst á gæslu- varðhaldskröfurnar en markaði gæsluvarðhaldinu skemmri tíma hjá öllum mönnunum. - jss Héraðsdómur Reykjaness: Mansalsmenn áfram inni DÓMSMÁL Karlmanni, sem dæmdur var í sumar fyrir hrottalega nauðg- un, var sleppt að gengnum dómi Hæstaréttar í gær. Hæstiréttur sneri þar með við úrskurði Héraðs- dóms Reykjavíkur, sem úrskurð- að hafði manninn í gæsluvarðhald þar til dómur í máli hans gengi í Hæstarétti, ekki þó lengur en til 22. desember. Maðurinn var dæmdur í fjög- urra og hálfs árs fangelsi í júlí í sumar fyrir að nauðga ölvaðri konu með hrottalegum hætti í húsasundi við Trönuhraun í Hafn- arfirði. Hann áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Konan sem fyrir árásinni varð var mjög illa leikin og hlaut fjöl- marga alvarlega áverka á líkama og höfði. Eftir árásina greindi sálfræðingur hana þannig að hún hefði orðið fyrir áfalli og kynferðislegu ofbeldi. Henni hefði liðið mjög illa, verið mjög hrædd og sýnt mjög alvarleg streitueinkenni. Í dómi Hæstaréttar segir að Ríkissaksóknari hafi þegar í júlí óskað eftir dómsgerðum í máli mannsins. Þær hafi ekki verið komnar að hálfum fjórða mánuði liðnum. Því hafi ekki verið hægt að dagsetja mál mannsins til munn- legs málflutnings í Hæstarétti. Drátturinn sé óhæfilegur og því ekki komist hjá því að fella gæslu- varðhaldsúrskurð héraðsdóms úr gildi. Hæstiréttur dæmdi mann- inn hins vegar í farbann til 22. desember. - jss Töf á afhendingu dómsgerða réð dómi Hæstaréttar: Dæmdum nauðgara sleppt HÆSTIRÉTTUR Snéri úrskurði héraðs- dóms við. LÖGREGLUMÁL Úttektir á erlend greiðslukort hér á landi, sem nú eru til rannsóknar hjá efnahags- brotadeild Ríkislögreglustjóra vegna skattsvika, nema samtals á annað hundrað milljónum króna. Skattrannsóknarstjóri sendi efnahagsbrotadeildinni fjór- tán kærur. Nítján manns hafa verið boðaðir í skýrslutöku í kjöl- far húsleita á fjórtán heimilum og í fimm fyrirtækjum vegna rannsóknarinnar. Málið snýst um að hópur Íslend- inga hafi notað erlend greiðslu- kort til að greiða fyrir vörur og þjónustu hér á landi. Jafnframt hafi verið um úttektir úr hraðbönk- um að ræða. Úttektirnar hafi verið greiddar með tekjum sem ekki hafi verið gefnar upp til skatts hér og þar með sé um skattsvik að ræða. Kortin eru flest skráð í Lúxem- borg. Flest höfðu verið notuð í um ár, en sum í allt að tvö ár. Skattrannsóknastjóri sendi efna- hagsbrotadeild einungis þau mál þar sem tekist hafði að hafa uppi á notendum með því að hafa sam- band við seljendur vöru og þjón- ustu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er meðal annars um að ræða athafnafólk úr byggingar- iðnaði og útgerð, auk fleiri sviða athafnalífsins. - jss Rannsókn á skattsvikum í tengslum við erlend greiðslukort: Úttektirnar námu á annað hundrað milljónum króna GREIÐSLUKORT Skattrannsóknarstjóra tókst að hafa uppi á eigendum erlendra korta sem notuð voru til kaupa á vörum og þjónustu. DÓMSMÁL Karlmaður frá Srí Lanka hefur kært ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um fram- sal til Þýskalands til héraðs- dóms. Framsalið er til fullnustu refsidóms sem maðurinn hlaut í Þýskalandi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann er búinn að afplána hluta refsingar. Hann hefur dvalið hér á landi í sumar, en framsalsbeiðni kom fram undir haust. Maðurinn hlaut dóm hér á landi í júní. Þá var hann dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir skjala- fals, eftir að hann kom hingað á fölsuðum skilríkjum. Héraðsdóm- ur mun úrskurða um hvort orðið verður við framsali. - jss Sérlega hættuleg líkamsárás: Kærði ákvörð- un um framsal SAMGÖNGUR Strætóskýlið hjá Þjóð- minjasafninu og Háskóla Íslands við Hringbraut hefur nú verið upphitað og upplýst. „Ný byltingarkennd tækni er notuð til að glæða það lífi með raf- magnaðri ljósadýrð auk þess sem þráðlaust net er í skýlinu í boði Símans. Má með sanni segja að hér hafi gamall draumur ræst en kaldir og slæptir stúdentar hafa um árabil látið sig dreyma um upphitað skýli á þessum stað,“ segir í tilkynningu frá Orkusöl- unni um breytta strætóskýlið sem var tekið í notkun í gær. - gar Nýjung við Háskólann: Internet og hiti í strætóskýli VIÐSKIPTI Vöruskipti voru hagstæð um 16,4 milljarða króna í október, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur nam 47 milljörð- um króna í mánuðinum en inn- flutningur 30,6 milljörðum króna. Hagfræðideild Landsbankans bendir á að vöruskiptajöfnuður hafi nú verið jákvæður í fjórtán mánuði samfleytt og þetta sé annar mesti afgangurinn sem sést hafi í einum mánuði. Hann var meiri í desember í fyrra þegar vöruskipti voru hagstæð um 24,2 milljarða króna. Deildin áréttar að taka beri mánaðarlegum tölum um vöru- skipti með fyrirvara og horfa fremur á meðaltal til lengri tíma, svo sem til þriggja mánaða. Vöru- skipti voru hagstæð um 10,7 milljarða króna að meðaltali á mánuði síðastliðna þrjá mánuði. - jab Mjög hagstæð vöruskipti: Jákvæð í fjór- tán mánuði FISKUR Sjávarafurðir eru tæpur helming- ur af öllum útflutningi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRAKKLAND, AP Sveitarstjórnar- kosningar fara fram í Frakklandi 14. og 21 mars næstkomandi. Kosningarnar eru sagðar fyrsti prófsteinninn á stöðu UMP, flokks Nicolas Sarkozy, frá kjöri hans til forseta árið 2007. Vinstriflokkar höfðu yfirburðasigur árið 2004, með meirihluta í 20 af 22 kjör- dæmum. Sarkozy er með meirihluta á þingi, en sveitarstjórnarkosning- arnar eru sagðar gefa vísbend- ingu um vinsældir hans og slá tóninn fyrir pólitíska baráttu í for- setakosningunum 2012. Forsetinn hefur ekki enn lýst yfir framboði á ný. - óká Sveitarstjórnarkosningar: Frakkar kjósa í mars á næsta ári DREPTU ÞIG SARKOZY Áletrun á spjaldi í mótmælum í París 22. október vegna ótryggs atvinnuástands í Frakklandi. Tvær hópuppsagnir Vinnumálastofnun bárust tilkynningar um tvær hópuppsagnir í október. Alls var 34 sagt upp. Um er að ræða fyrirtæki í mannvirkjagerð og ástæðan sem gefin er upp er verkefnaskortur. VINNUMARKAÐUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.