Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 8
8 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og
daufblinda einstaklinga er til húsa á 5. hæð í Hamrahlíð 17,
Reykjavík. Þar er opið alla virka daga kl. 9–16. Tímapantanir
og upplýsingar í síma 54 55 800 hjá ráðgjöfum, augnlækni
og sjónfræðingum. Nánari fróðleikur á www.midstod.is
AUGUN HVÍLA Á OKKUR
Sjónin er nauðsynleg til að rata um í
ys og þys nútímans. Þegar hana skortir,
geta einföld verkefni orðið flókin.
Þess vegna er mikilvægt að blindir,
sjónskertir, aðstandendur þeirra og
fagfólk, hafi aðgang að bestu hugsanlegu
tækni, aðstoð, þjálfun og upplýsingum
á einum stað. Miðstöðin er sá staður.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
JO
4
76
31
1
1/
09
1 Hver veifaði íslenskri agúrku
í ræðustól Alþingis?
2 Við hvaða skóla í Reykjavík
var ný skólalóð tekin í notkun á
mánudag?
3 Hvaða Íslendingur leikur í
myndinni Prince of Persia?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58
FRAMKVÆMDIR Fulltrúar tuttugu líf-
eyrissjóða skrifuðu undir viljayfir-
lýsingu við heilbrigðisráðuneytið,
fyrir hönd ríkisvaldsins, í gær, um
nýjan Landspítala. Hún felur í sér
að sjóðirnir koma að fjármögnun
og undirbúningi við byggingu nýs
spítala. Sjóðirnir tuttugu eru með
83,22 prósent af heildareignum
íslenskra lífeyrissjóða.
Um mikla framkvæmd er að
ræða, en heildarkostnaður við
nýbygginguna verður um 33 millj-
arðar króna. Þar við bætist áætl-
aður kostnaður við ýmsan búnað
spítalans, sjö milljarðar króna,
og kostnaður við endurbyggingu
eldra húsnæðis, um ellefu millj-
arðar króna. Samtals nemur kostn-
aður við verkefnið því 51 milljarði
króna.
Nýbyggingin verður alls 66 þús-
und fermetrar í þremur meginhlut-
um. Hönnunarvinna hefst á næsta
ári og skapar störf fyrir arkitekta
og hönnuði. Framkvæmdir hefjast
á síðari hluta ársins 2011 og standa
fram á árið 2016. Meginþungi verk-
efnisins verður árin 2013 til 2015,
en reiknað er með að framkvæmd-
in skapi 2.644 ársverk.
Arnar Sigurmundsson, formaður
Landssamtaka lífeyrissjóða, sagð-
ist við undirritunina ánægður með
aðkomu sjóðanna að verkefninu.
Þeir hefðu sannfærst um að dýr-
ara væri fyrir samfélagið að gera
ekki neitt og þess í stað yrði ráð-
ist í framkvæmdir við nýjan spít-
ala. Gæta þyrfti hins vegar að því
að ávöxtunarkrafa sjóðanna yrði
uppfyllt. Í því ljósi nefndi Arnar
aðkomu sjóðanna að Hvalfjarðar-
göngunum, en þau væru ein besta
fjárfesting lífeyrissjóðanna fyrr
og síðar. Lífeyrissjóðirnir væru
fullsæmdir af því að fjárfesta líka
í heilbrigðisskapandi starfsemi.
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðis-
ráðherra sagði samkomulag-
ið táknræna yfirlýsingu um að
Íslendingar ætluðu sér að eiga
áfram heilbrigðiskerfi í fremstu
röð. Hún lýsti sérstakri ánægju
með aðkomu lífeyrissjóða á lands-
byggðinni; hún sýndi að spítalinn
yrði þjóðareign. Lífeyrissjóðirnir
sýndu framsýni og samfélagslegan
skilning.
Heilbrigðisráðherra lýsti því
yfir að hún hefði skipað verk-
efnastjórn yfir framkvæmdina.
Gunnar Svavarsson, fyrrverandi
alþingismaður, verður formaður
stjórnarinnar.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sagði framkvæmd-
ina koma á réttum tíma, nú væri
lag að skapa störf.
kolbeinn@frettabladid.is
Framkvæmd
fyrir fimmtíu
milljarða
Viljayfirlýsing var í gær undirrituð um aðkomu
lífeyrissjóða að fjármögnun nýs Landspítala. Verk-
efnið kostar 51 milljarð króna og mun skapa 2.644
ársverk. Byggingin verður 66 þúsund fermetrar.
FRAMKVÆMDIN Hönnunar- og teiknivinna er ekki fullbúin og ljóst er að fram-
kvæmdin verður minni í sniðum en fyrst var lagt upp með. Á kortinu sjást þau svæði
sem fyrirhuguð eru undir nýbyggingar.
SKRIFAÐ UNDIR Álfheiður Ingadóttir
heilbrigðisráðherra og Arnar Sigur-
mundsson, formaður Samtaka lífeyris-
sjóða, við undirskriftina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÓMSMÁL Karlmaður sem dæmdur
var í héraðsdómi í fyrradag í
fimmtán mánaða fangelsi og til
að greiða 93 milljónir króna í sekt
vegna skattsvika hefur áður hlot-
ið aðra dóma, meðal annars vegna
brota á lögum um atvinnuréttindi
útlendinga.
Málið snerti þrjú fyrirtæki, SK
Smáverk ehf., Eystrasaltsviðskipti
ehf. og Perluna ehf. Með úrskurði
Héraðsdóms Reykjavíkur 23.
nóvember 2005 var Perlan ehf.
úrskurðuð gjaldþrota. Félagið var
stofnað um rekstur trésmiðju og
tengdan rekstur, inn- og útflutn-
ing, heildsölu og smásölu og rekst-
ur fasteigna og lánastarfsemi. - jss
Dæmdur skattsvikari:
Hafði áður
hlotið dóma
AFGANISTAN, AP Hamid Karzai mun
ekki takast að hemja spillingu
í Afganistan. Ríkisstjórn hans
hefur sóað kröftum og lífi her-
sveita bandalagsríkjanna undan-
farin ár og mistekist að koma á fót
stofnunum sem geta sinnt þörfum
afgönsku þjóðarinnar.
Þetta sagði Abdullah Adullah,
fyrrverandi utanríkisráðherra
landsins, í gær eftir að tilkynnt
var að hætt hefði verið við seinni
umferð forsetakosninganna í land-
inu. Kjósa átti milli Karzais og
Abdullahs, sem hlutu flest atkvæði
í fyrri umferð kosninganna.
Abdullah segir að með þeirri
ólögmætu ákvörðun að lýsa Karz-
ai réttkjörinn forseta hafi verið
settur viðeigandi endapunktur á
ferli sem hefði verið löglaust frá
upphafi til enda. Fimm bresk-
ir hermenn féllu í Helmand-hér-
aði í fyrradag þegar afgansk-
ur lögreglumaður skaut á breska
hersveit. - pg
Gagnrýnir ríkisstjórn Karzai í Afganistan harðlega:
Hefur sóað kröftum
og lífi hersveita
BANDARÍKIN, AP Demókratar töp-
uðu ríkisstjórakosningum í Virg-
iníu og New Jersey, sem haldnar
voru í gær. Robert Gibbs, frétta-
fulltrúi Bandaríkjaforseta, sagði
þetta tap samt ekki segja neitt um
stöðu Baracks Obama, því kosn-
ingarnar hefðu snúist að mestu um
innanríkismálefni.
Repúblikanar voru hins vegar
hæstánægðir með sigrana, eftir að
hafa misst bæði forsetaembættið
á síðasta ári og meirihluta á þjóð-
þinginu í Washington árið 2006.
Michael Steele, flokksformaður
repúblikana, sagði úrslitin sýna að
flokkurinn væri kominn á skrið á
ný, hann hefði fundið rödd sína.
Demókratar gátu hins vegar
huggað sig við að ná þingsæti í
New York-ríki af repúblikönum.
Í Maine urðu síðan óvænt úrslit
þegar kosið var um lög um hjóna-
band samkynhneigðra. Ríkisstjór-
inn og helstu leiðtogar ríkisþings-
ins voru fylgjandi lögunum, og
áhrifamestu fjölmiðlar í ríkinu
studdu þau einnig, en allt kom fyrir
ekki: kjósendur felldu málið.
Tillögur um að leyfa hjónaband
samkynhneigðra hafa nú verið
bornar undir kjósendur í 31 ríki
Bandaríkjanna, og alls staðar
verið felldar. Baráttumenn fyrir
réttindum samkynhneigðra höfðu
vonast til þess að þeirri þróun yrði
snúið við í Maine. - gb
Hvíta húsið segir kosningatap á þriðjudag ekki sýna veika stöðu Obama:
Langþráður sigur repúblikana
VONBRIGÐI Í MAINE Þau gátu ekki leynt
vonbrigðum sínum eftir að kjósendur í
Maine felldu lög um hjónaband sam-
kynhneigðra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Forseti Alþingis, þing-
menn og starfsmenn Alþingis
funduðu í gær með fulltrúum
Evrópusambandsins í Brussel í
Belgíu.
Í tilkynningu kemur fram að
Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti
Alþingis, hafi ætlað að hitta Jerzy
Buzek, forseta Evrópuþingsins. Þá
yrði fundað með Gabriele Albert-
ini, formanni utanríkismálanefnd-
ar Evrópuþingsins, Cristian Dan
Preda, framsögumanni nefndar-
innar um umsókn Íslands um
aðild að Evrópusambandinu, og
fleiri nefndarmönnum.
Með Ástu í för eru Árni Þór Sig-
urðsson, formaður utanríkismála-
nefndar, og Ragnheiður E. Árna-
dóttir þingmaður, auk starfsfólks
þingsins, Þorsteins Magnússonar,
Stígs Stefánssonar og Jörundar
Kristjánssonar.
- óká
Alþingismenn á ferðalagi:
Forseti Alþingis
fundar í Brussel
HAMID KARZAI Abdullah Abdullah,
fyrrum forsetaframbjóðandi, segir að
ríkisstjórn Karzai muni ekki geta hamið
spillinguna í Afganistan.
VEISTU SVARIÐ?