Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 16
16 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ ■ Fyrr á öldum nutu hvíldar- dagar meiri virðingar en nú. Laugar dagar voru hinir upp- runalegu hvíldardagar þar sem Guð almáttugur var talinn hafa skapað himin og jörð á sex dögum en hvílst á hinum sjöunda, laugardegi. Síðar fengu sunnu- dagar einnig að teljast helgir dagar, þegar menn skyldu hvílast og sinna átrúnaði. Jafnvel var lögð refsing við því að vinna um helgar. Virkir dagar voru hins vegar sýknir sem kallað var, þannig að ekki var refsivert að vinna á þeim dögum. Af því er dregið orðatiltækið „sýknt og heilagt“, sem merkir einfaldlega bæði á virkum dögum og um helgar. - mt TUNGUTAK Sýknt og heilagt Það gekk líka svo ljómandi vel síðast „Ég tel mikilvægt að skrá bankana strax á markað eftir að kröfuhafar hafa tekið við þeim.“ ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON, FORSTJÓRI KAUPHALLARINNAR. Markaðurinn, 4. nóvember. Hversu frábærar eru þær þá? „Við erum með frábærar skyttur sem hitta bara ekki. Þeir urðu ekki lélegir bara á einni nóttu og það er ljóst að vandamálið er í hausnum á mönnum.“ FRIÐRIK RAGNARSSON, ÞJÁLFARI GRINDAVÍKUR. Fréttablaðið, 4. nóvember. „Það er allt gott að frétta af mér og hér er allt á fullu,“ segir Drífa Hjartardóttir. Drífa sat á þingi fyrir Sjálfstæð- isflokkinn en starfar nú fyrir hann á öðrum vettvangi sem formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. „Ég hef verið í pólitík alla mína hunds- og kattartíð og líkar það vel. Ég er mjög ánægð með að geta starfað áfram að þessu án þess að vera kjörinn fulltrúi. Það er svo sannarlega líf eftir Alþingi.“ Drífa býr á Keldum á Rangárvöllum en vinnur í Valhöll og hefur því aðstöðu í Reykjavík. Helgunum eyðir hún alltaf í sveitinni. Það er mikið að gera hjá henni þessa dagana, sveitar- stjórnarkosningar nálgast og landssambandið vinnur að markmiði sínu. „Markmið okkar er að fjölga konum í pólitík og ég starfa að því innan flokks sem utan. Núna er ég í því að hvetja konur áfram og vinna að framgangi þeirra innan flokksins. Við erum einn- ig í þverpólitísku starfi, konur í öllum flokkum, að vinna að framgangi kvenna í stjórnmálum.“ Drífa segir misjafnt hvernig valið verði á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar; í sumum kjördæmum hefur þegar verið ákveðið að halda prófkjör. „Við erum meira í hvatning- arstarfi en að skipta okkur af því. Við hvetjum konur til þátttöku í pólitík því hún skiptir máli. Það er nóg að gera í því og svo sit ég í hinum og þessum nefndum. Það er ágætt meðan það er einhver eftirspurn eftir manni.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? DRÍFA HJARTARDÓTTIR FYRRVERANDI ÞINGMAÐUR Það er sannarlega líf eftir Alþingi Út er komin bókin Bragð í baráttunni − matur sem vinnur gegn krabbameini. Bókin hefur að geyma ítarlega umfjöllun um ýmis hráefni í matargerð sem talið er að geti unnið gegn myndun krabbameina, og gómsætar uppskriftir sem auðvelt er að fara eftir. Bókin er eftir Richard Béliveau, prófessor í lífefnafræði við Que- bec-háskóla í Montreal í Kanada. „Hann leiddist út í rannsóknir á mataræði í tengslum við krabba- mein fyrir tilviljun,“ segir Unnur Guðrún Pálsdóttir, sjúkraþjálfi sem hefur unnið með Krabba- meinsfélaginu Krafti. Hún er að auki sælkeri mikill og hefur gert uppskriftunum í bókinni góð skil. „Béliveau til mikillar furðu fór hann að sjá mikinn árangur af því að nota visst mataræði í meðferð gegn krabbameini. Hann og fleiri lögðust því í enn frekari rannsókn- ir og þær ber allar að sama brunni: það eru afgerandi vísbendingar byggðar á vísindalegum grunni um að mataræði virki í baráttunni gegn krabbameini.“ Unnur Guðrún bendir á að mat- aræði Íslendinga sverji sig í ætt við matarvenjur á Vesturlöndum. „Þær eru í rauninni hannaðar til að mynda krabbamein og aðra lífsstílstengda sjúkdóma, enda er tíðni krabbameina hér á landi með því hæsta sem gerist í heiminum. Vissulega skipta erfðir máli, en okkur hættir til að gera of mikið úr áhrifum þeirra. Við getum haft áhrif á hvernig gen okkar tjá og við berum ábyrgð á því að lifa þannig lífsstíl að genin sýni frek- ar styrkleika sinn en veikleika.“ Og hvað eigum við þá að leggja okkur til munns? „Við getum sagt að þumalputtareglan sé að borða mat − ekki tilbúið duft og pillur,“ segir Unnur Guðrún. „Að grunni til á maturinn að koma úr plöntu- ríkinu en ekki dýraríkinu; við eigum að borða litla skammta frek- ar en stóra, og maturinn á að vera hreinn og óunninn og heita sínum réttum nöfnum. Ef hráefnið heit- ir flóknum fræðilegum nöfnum eða jafnvel tölustöfum erum við líklega ekki á réttri leið.“ Unnur Guðrún segir það geta farið vel saman að vera sælkeri og borða hollt. „Heilbrigt líferni þarf ekki að vera meinlætalíf. Bókin fjallar fyrst og fremst um hvern- ig við getum bætt matinn sem við borðum, frekar en það sem á að forðast. Ef maður pantar pitsu má til dæmis bæta spínati við á hana. Bókin leggur með öðrum orðum áherslu á hið jákvæða: að við getum alltaf lagt eitthvað af mörk- um og þurfum ekki endilega að gjörbreyta lífsstíl okkar þótt við tökum upp heilbrigðari lífshætti.“ bergsteinn@frettabladid.is Heilbrigt líferni þarf ekki að vera meinlætalíf UNNUR GUÐRÚN Heilbrigt líferni snýst ekki endilega um að gjörbreyta lífsstíl sínum heldur að bæta úr því sem fyrir er. FRÉTTABLAÐIÐ/ UMFERÐ Í vikunni mun öllum grunnskólabörnum í fyrsta til þriðja bekk í Reykjavík verða færð endurskinsvesti að gjöf frá borginni. Um er að ræða stærsta umferðaröryggisátak sem ráðist hefur verið í í þágu skólabarna í borginni, að því er segir í tilkynningu. Börnum í Melaskóla voru afhent vestin með hjálp lögregl- unnar með viðhöfn í gærmorgun. Þau klæddu sig í vestin og prófuðu þau síðan með því að ganga yfir götu í fylgd lög- reglu. Tilgangur átaksins er að auka notkun endurskinsvesta og endurskinsmerkja meðal ungra barna, og eru þau hvött til að nota vestin á leið til og frá skóla og við önnur tækifæri svo þau sjáist betur í skammdeginu. Segir í tilkynningu að hægt sé að auka öryggi í umferð- inni margfalt með því að nota endurskinsvesti og -merki. Börn með endurskinsmerki sjáist fimm sinnum fyrr en ella. Gjöfin er liður í umferðaröryggisátaki sem menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á hundraðasta fundi sínum fyrir skemmstu. Í tengslum við það verður fræðsla um umferðaröryggi efld og leitast við að sá þáttur verði meira áberandi í skólastarfi en verið hefur. Borgin ræðst í átakið í samvinnu við lögregluna, Umferð- arstofu og SAMFOK. - sh Menntasvið Reykjavíkurborgar ræðst í umferðaröryggisátak: Börn fá gefins endurskinsvesti SKRÍTINN KARL Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon, formaður menntaráðs, tróð sér í endurskinsvesti í barnastærð í tilefni dagsins. Nemendur í Melaskóla vissu vart hvaðan á þau stóð veðrið. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN Verð á mann í tvíbýli 88.700 kr. Innifalið: Flug með sköttum, gisting á 4* hóteli með morgunverði á Hotel Mercure Korona 4* í hjarta borgarinnar í fjórar nætur og íslensk fararstjórn. Skoðunarferðir ekki innfaldar. Búdapest Borgarferð Fyrirspurnir og nánari upplýsingar: www.expressferdir.is info@expressferdir.is Sími 590 0100 11. – 15. mars 2010 Heimsborgin glæsilega Fimmtudagur 11. mars Farþegar komnir inn í miðbæ um hádegisbil og frjáls dagur eftir það. Mikið er um frábær veitingahús í nágrenni við hótelið. Föstudagur 12. mars Skoðunarferð um borgina og henni gerð góð skil. Farið á alla mest spennandi og mark- verðustu staði borgarinnar. Ferð sem enginn má missa af. Laugardagur 13. mars Gönguferð um hluta Pest þar sem m.a. verður gengið um Gyðingahverfið, slóðir Franz Liszt og farið á elsta kaffihús borgarinnar. Þægileg og áhugaverð gönguferð. Sunnudagur 14. mars Frjáls dagur en einnig í boði að fara í siglingu á Dóná. Mánudagur 15. mars Á brottfarardegi verður ekki farið út á völl fyrr en síðdegis. Farþegum stendur tvennt til boða, að vera í borginni fram að brottför eða fara út á hina frægu Sléttu og heimsækja einstakan búgarð. Ógleymanlegt og alltaf mikið fjör. Express ferðir bjóða frábæra 5 daga ferð með beinu flugi til Búdapest. Um er að ræða langa helgi þar sem sögu og menningu borgarinnar verða gerð góð skil – og ekki spillir einstaklega hagstætt verðlag í Ungverjalandi. Fararstjórarnir Lilja Hilmarsdóttir og Þórarinn Sigurbergsson eru þaulreynd í faginu og gjörþekkja borgina. GÓMSÆTAR UPPSKRIFTIR Unnur Guðrún segir að þumalputtareglan sé að matur- inn komi úr plönturíkinu, ekki dýraríkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.