Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 40
 5. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR6 ● neyðarkall Þúsundir landsmanna láta sig ekki vanta í vöfflukaffi Slysa- varnadeildar kvenna í Reykjavík um borð í skólaskipinu Sæbjörgu á hátíð hafsins og sjómannadag- inn. Margir hafa velt því fyrir sér hvaða starfsemi fari fram um borð í skipinu sem er vel merkt Slysa- varnafélaginu Landsbjörg en þar er Slysavarnaskóli sjómanna til húsa. Nú eru tæp 25 ár síðan skól- inn tók til starfa en markmið hans eru að er að halda námskeið fyrir starfandi og verðandi sjómenn um öryggis- og björgunarmál og ann- ast öryggis- og slysavarnafræðslu fyrir nemendur í skipstjórnar- og vélstjórnarnámi. Þó 25 ár sé ekki langur tími þá hefur starfsemi skólans mark- að tímamót í öryggismálum sjó- manna. Slysum hefur fækkað en á síðasta ári fórst enginn atvinnusjó- maður við störf sín en slíkt hafði ekki gerst frá því skráningar hóf- ust. Þennan góða árangur af starf- seminni má fyrst og fremst þakka sjómönnunum sjálfum sem hafa tileinkað sér þá forvarnarþætti sem lögð er mikil áhersla á. Ekki má heldur gleyma þeim ótal aðil- um sem hafa stutt starfsemi skól- ans í gegnum árin sem og stjórn- völdum. Starfsemi Slysavarna- skólans er í margt frábrugðin hefðbundnum skólum en hún fer fram um borð í skipi sem gefur nemandanum sömu tilfinningu og ef hann væri í sinni daglegu vinnu til sjós. Með skipi er einnig hægt að ferðast með námskeiðin á hafn- ir landsins og hefur núverandi og fyrrverandi skólaskip skólans komið inn á allar skipgengar hafn- ir landsins til námskeiðahalds. Á fimm ára fresti þurfa allir sjó- menn að fara í endurmenntun í ör- yggismálum og með símenntun á þessu sviði horfum við fram á veg- inn að sjómennsku verði ein örugg- asta atvinnugrein landsins. Mikið er um verklegar æfingar á námskeiðum Slysavarnaskóla sjómanna. MYND/HILMAR SNORRASON Skólastarf um borð í skipi Óeigingjarnt starf björgunar- sveita er vel þekkt, en hversu umfangsmikið er þetta starf í raun og veru? Að meðaltali leysa björgunarsveit- irnar um fjögur verkefni á hverj- um degi eða um 1.400 verkefni á ári. Reiknað hefur verið út að á bak við hverja stund í útkalli eru tólf stundir í annarri vinnu, svo sem þjálfun, æfingum, fjáröflun og viðhaldi tækja og búnaðar. Þegar rætt er um fjölda útkalla munar mestu um óveðursútköll sem fylgja haust- og vetrarveðr- um en ekki er óalgengt að sveit- irnar sinni upp undir 100 verk- efnum, bæði stórum sem smáum, þegar þau ganga yfir landið. Björgunarskip og bátar Slysa- varnafélagsins Landsbjargar sinna um 100 beiðnum um að- stoð á hverju ári og björgunar- sveitir sem staðsettar eru á há- lendinu á sumrin tæplega 1.000. Sú tala er þó ekki inni í fjölda aðgerða. Einnig er mikið um að björgunarsveitir séu kallaðar út til að aðstoða ferðalanga sem hafa fest bíla sína á fjallvegum eða utan alfaraleiðar, sem og á heiðum landsins að vetri til. Leit að týndu fólki skipar einn- ig stóran sess í starfi björgunar- sveita. Leitaraðgerðir eru um 20 til 30 á hverju ári. Eðli þessara út- kalla hefur breyst undanfarin ár og fyrir því eru nokkrar ástæð- ur. Ferðafólki sem kýs að ferð- ast utan alfaraleiðar hefur fjölg- að mikið, jafnvel þar sem er að finna erfiðustu aðstæðurnar. Hefur þessi þróun sett pressu á björgunarsveitir þar sem meiri líkur eru á að fólk lendi í aðstæð- um sem það ræður ekki við auk þess sem sveitirnar verða að vera betur búnar en áður til að komast allt það sem ferðalangar komast og helst aðeins lengra. Betri fjar- skipti hafa líka sín áhrif því fólk getur kallað eftir hjálp þegar það lendir í ógöngum og þá í flestum tilfellum er það einnig með stað- setningu sína á hreinu. Gerir það björgunarsveitum auðveldara fyrir að þurfa ekki að hefja björg- unarstarfið á því að leita að fólk- inu. Tölfræðin segir okkur að 75 prósent þeirra sem týndir eru finnast innan tólf tíma og 50 pró- sent innan þriggja tíma útkalli. Þetta hefur orðið til þess að leitaraðgerðum hefur fækkað þrátt fyrir að fjöldi aðgerða hafi aukist. Stórum leitaraðgerðum hefur þó ekki fækkað og má segja að það sé ein stór leit á hverju ári. Þessar leitir standa oft í marga daga og hafa stórar aðgerðir, eins og leit að tveimur Þjóðverjunum í Öræfajökli 2008, tekið yfir 10.000 vinnustundir. Fjölmargar leitar- aðgerðir koma aldrei fyrir al- menningssjónir, um þær er ekki fjallað í fjölmiðlum og björgun- arsveitarmenn tala ekki um þær vegna aðstæðna hinna týndu. Sem betur fer finnast langflest- ir sem leitað er að heilir á húfi, eða 76 prósent. Slasaðir eru um níu prósent af týndum, tólf pró- sent eru látnir og þrjú prósent finnast aldrei eða utan eðlilegs leitartíma. Aðgerðir björgunarsveita Sum fyrirtæki styðja Slysavarna- félagið Landsbjörg með því að leyfa fólki sem hjá þeim starf- ar að taka þátt í aðgerðum. Eitt þeirra er Arctic trucks. Þar er Hallveig Andrésdóttir starfs- mannastjóri. „Stefna okkar hefur verið sú að leyfa björgunarsveitarmönn- um sem hér vinna að fara í út- köll þegar þörfin er brýn. Hér eru alltaf einhverjir úr þeirra röðum enda samrýmist vinnan hér vel áhugamáli þeirra því Arc- tic trucks er þjónustufyrirtæki sem vinnur að lausnum fyrir fólk með áhuga á jeppum og ferðalögum.“ Hallveig segir tvo reynda björgunarsveitarmenn hjá Arctic trucks eins og er, Baldur Gunnars- son og Gísla Jónsson. „Baldur fór í stóra leit nýlega en Gísli er á leið- inni á Suðurskautslandið annað árið í röð. Hann er þar á slóðum sem aldrei hafa verið eknar fyrr og reynsla hans úr björgunarsveit- arstarfinu í að forðast sprung- ur, finna leiðir og leysa vandamál sem koma upp nýtist mjög vel í þeim aðstæðum. Þannig að þetta skilar sér allt.“ - gun Reynslan nýtist í starfi Starfsmannastjórinn Hallveig í Arctic trucks segir starfsmenn fá leyfi til að fara í útköll þegar þörfin sé brýn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Leit að týndu fólki er mun meira byggð á vísindum en flestir gera sér grein fyrir. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.