Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 6
6 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
HE IÐMÖRK V IÐE Y
Handprjónuð dömu húfa úr 100% Merino ull.
húfa húfa
Kláð
afrí
ull
V ÍK
Léttir og liprir Power stretch® hanskar.
Handprjónuð herra húfa með vindþéttu eyrnabandi að innan.
Einnig fáanleg í svörtu, gráu og hvítu.
vettlingar
Verð: 5.700 kr. Verð: 5.500 kr. Verð: 5.800 kr.Stærðir:
XS-XL
SKATTAR. Breska fjölmiðlasam-
steypan Daily Mail and Gener-
al Trust plc. hefur undanfarin
ár rekið fjögur íslensk dótturfé-
lög, sem hafa annast lánveitingar
milli félaga innan samsteypunnar.
Umsvifin nema milljörðum króna
árlega. Hagstætt skattaumhverfi
fyrirtækja hefur laðað fyrirtækin
að landinu. Ársreikningar þeirra
benda til að þau séu að undirbúa að
flytjast úr landi í kjölfar efnahags-
hrunsins, segir löggiltur endur-
skoðandi sem gluggaði í ársreikn-
inga þeirra fyrir Fréttablaðið.
Uppbygging þessara dótturfé-
laga er þannig að fyrirtækið DMG
Atlantic, sem er breskt félag, er
skráður eigandi íslenska félags-
ins DMG Holdings. DMG Hold-
ings virðist hafa það hlutverk
að halda utan um eignarhald og
greiða skatta DMG félaganna hér á
landi. DMG Holdings á Íslandi var
í 8. sæti yfir þá lögaðila sem greiða
hæstan tekjuskatt á Íslandi í ár, eða
rúmar 160 milljónir króna. Dóttur-
félögin eru DMG Finance, sem er
aftur skráður eigandi í DMG Lend-
ing og DMG Investments. DMG
Finance hefur rúmlega 1,2 millj-
arða Bandaríkjadala, eða um 150
milljarða íslenskra króna, í hluta-
fé, og DMG investmenst hefur 129
milljarða japanskra jena, eða um
180 milljarða króna í skráð hluta-
fé. DMG Lending var afskráð hér
á landi 21. september sl.
Baldvin Björn Haraldsson, sem
hefur verið lögfræðingur DMG
hér á landi og setið í stjórn tveggja
félaganna, segir að starfsemin hafi
ekki verið önnur en sú að hingað
hafi borist fjármunir sem eru not-
aðir til þess að fjármagna lán til
annarra félaga í samstæðunni.
Hagstæðir skattar hafi laðað starf-
semina að landinu. Umsvifin ráðist
af aðstæðum innan samstæðunnar
hverju sinni.
„Það má segja að þeir hafi
stofnað banka hérna til þess að
lána til tengdra aðila og spara sér
skattgreiðslur,“ segir löggiltur
endurskoðandi sem gluggaði í
ársreikninga félaganna fjögurra
fyrir Fréttablaðið. „Hugmynd-
in með lækkun fjármagnstekju-
skatta á sínum tíma var að fá hing-
að fyrirtæki af þessu tagi.“
Endurskoðandinn segir að árs-
reikningarnir sýni að eitt félag-
anna sé breskur skattþegn frá 1.
apríl 2008. Það sé vísbending um
að til standi að draga úr starfsem-
inni hér á landi og komi ekki á
óvart í ljósi efnahagsaðstæðna og
hugmynda um að hækka skatta á
fyrirtæki. peturg@frettabladid.is
Ráku eigin banka á Íslandi
vegna hagstæðra skatta
Móðurfyrirtæki Daily Mail rekur fjögur dótturfyrirtæki á Íslandi. Lágir skattar löðuðu fyrirtækið að land-
inu. Lögfræðingur fyrirtækisins býst við því að starfseminni ljúki fljótlega hér á landi.
STÓRFYRIRTÆKI
Daily Mail and General Trust plc í
Bretlandi er móðurfyrirtæki fjöl-
miðla á borð við breska götublað-
ið Daily Mail, ITN-sjónvarpsstöðina
í Bretlandi, viðskiptavefinn eurom-
oney.com og vefsvæðin thisislond-
on.co.uk, auk fjölmargra annarra
dagblaða, sjónvarps- og útvarps-
stöðva í Bretlandi, Bandaríkjunum,
Ástralíu og í Austur-Evrópu.
„Þessi fyrirtæki eru hér af skatta-
legum ástæðum, þau greiða minni
skatta en ef þau væru í Bretlandi,“
segir Baldvin Björn Haraldsson, hdl.,
sem á sæti í stjórnum DMG Lending
og DMG Investments á Íslandi.
Hann segir að starfsemi DMG
fyrirtækjanna á Íslandi snúist um
lánveitingar milli fyrirtækja innan
DMG-samstæðunnar.
Baldvin Björn segist ekki vilja
nota orðið „aflandsfélög“ um
þessa starfsemi, það orð hafi á sér
neikvætt yfirbragð, tengt því að
verið sé að leyna eignarhaldi og
skjóta undan peningum. Svo sé
alls ekki í tilvikum þessara félaga
enda sé eignarhaldið skráð og allar
upplýsingar aðgengilegar. Félögin
hafi einfaldlega tekið til starfa hér til
þess að nýta sér hagstætt skatta-
umhverfi í kjölfar skattalækkana og
tvísköttunarsamninga.
Hann segist búast við að DMG-
félögin hætti starfsemi fljótlega „af
ástæðum sem varða móðurfélagið“
en hvað sem því líður sé enginn vafi
á því að félög af þessu tagi hverfi frá
landinu ef skattar á fyrirtæki verða
hækkaðir í samræmi við það sem
nú er í umræðunni.
Baldvin Björn segir að fyrir utan
miklar skatttekjur hafi íslenskt
samfélag þann hag af starfsemi eins
og þessari að hún skapi tekjur fyrir
ýmsar þjónustugreinar.
SKATTALEGAR ÁSTÆÐUR
DAILY MAIL Breska götublaðið er
rekið af alþjóðlegu stórfyrirtæki sem
stofnaði keðju fyrirtækja á Íslandi til
þess að stunda lánveitingar innan
samstæðunnar. NORDICPHOTOS/AFP
ALÞINGI Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks,
tilkynnti Alþingi á þriðjudag að hann hefði enga
fjárhagslega hagsmuni sem þyrfti að skrá á vef
þingsins.
Árni er þar með síðasti þingmaðurinn til að lýsa
slíku yfir, en um miðjan júní höfðu allir þingmenn
orðið við beiðni forsætisnefndar þingsins um að
skrá hagsmuni sína eða lýsa því yfir að engir hags-
munir væru til staðar.
Einhverjar breytingar hafa orðið á högum ann-
arra þingmanna. Ásmundur Helgason, sem hefur
umsjón með þessari skráningu þingmanna fyrir
hönd Alþingis, segir að nýverið hafi verið send út
áminning um að breytingar sem kölluðu á breytta
skráningu ætti að tilkynna innan mánaðar. Í kjöl-
farið hefðu nokkrir þingmenn gert breytingar á
yfirlýstri stöðu sinni.
Reglurnar, sem hvetja alla þingmenn til að gera
grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum, tóku
gildi í maí. Fyrir lok nóvember á að vera
búið að endurskoða þær, meðal annars
með tilliti til þess hvort binda eigi
þær í lög. Yfirlýsingin er aðgengileg
á síðu hvers þingmanns. - kóþ
Nokkrir þingmenn hafa breytt upplýsingum í hagsmunaskráningu á vef Alþingis:
Árni síðastur til að skrá sig
ÁRNI JOHNSEN Þingmaður
Sjálfstæðisflokksins lýsti því
yfir við blaðið í júní að hann
hefði enga hagsmuni að
skrá og því hefði hann
ekki skráð sig á vef
Alþingis. Nú hefur hann
skráð að hann hafi enga
hagsmuni að skrá.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
MYANMAR, AP Kurt Campell,
aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hitti Aung San
Suu Kyi, leið-
toga stjórnar-
andstöðunnar
í Myanmar í
gær og ræddi
við hana í tvær
klukkustundir
á hóteli þar í
landi í gær.
Kyi, sem er
64 ára, hefur
verið í stofu-
fangelsi meira
og minna í fjórtán ár. Hún hlaut
friðarverðlaun Nóbels árið 1991.
Campell er hæstsetti ráða-
maður frá Bandaríkjunum til að
heimsækja Myanmar frá 1995
en heimsóknin er liður í bættum
samskiptum bandarískra stjórn-
valda við yfirvöld í Myanmar.
Á ferð sinni hitti Campell
meðal annars Thein Sein, forsæt-
isráðherra herforingjastjórnar-
innar sem hefur verið við völd
síðastliðin 47 ár. - jab
Rætt við Aung San Suu Kyi:
Vilja bæta sam-
skipti þjóðanna
AUNG SAN SUU KYI
LÖGREGLUMÁL Þrjú innbrot voru
tilkynnt til lögreglunnar á
höfuðborgar svæðinu í gærmorg-
un. Brotist var inn í Sjónvarps-
miðstöðina í Síðumúla um klukk-
an tvö um nótt, en ekki liggur
fyrir hvort einhverju var stolið
þaðan. Maður var handtekinn í
kjölfarið grunaður um innbrotið.
Þá var brotist inn í verslun
Europris í Hafnarfirði og kom-
ust þjófarnir undan með mynda-
vélar úr versluninni. Þjófarn-
ir eru ófundnir. Einnig voru
brotnar rúður í vinnuskúrum við
Smáralind, en svo virðist sem
engu hafi verið stolið þaðan.
- sh
Myndavélum stolið úr búð:
Tilkynnt um
þrjú innbrot
FERÐAÞJÓNUSTA Gistinóttum á hót-
elum í september í ár fækkaði um
2 prósent miðað við sama tíma í
fyrra, úr 122.500 í 120.500. Þetta
kemur fram í tölum Hagstofu
Íslands. Gistinóttum fækkaði í
öllum landshlutum, nema á Suður-
landi og höfuðborgarsvæðinu.
Gistinætur útlendinga á hótel-
um eru svipaðar á milli ára, en
hjá Íslendingum fækkaði þeim um
8 prósent. Fyrstu níu mánuði árs-
ins er fjöldi gistinátta svipaður og
í fyrra. Athygli er vakin á því að
hér er einungis átt við gistinætur
á hótelum sem eru opin allt árið,
ekki gistiheimilum eða hótelum
sem opin eru hluta ársins. - kóp
Færri gista á hótelum:
Gistinætur
færri en í fyrra
Á að selja garðyrkjubændum
raforku á stóriðjuverði?
Já 84,4%
Nei 15,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Líst þér vel á hugmyndir um
framkvæmdir við Landspítala?
Segðu skoðun þína á Vísi.is
KJÖRKASSINN