Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 44
5. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR10 ● neyðarkall
Uppbygging nýs fjarskiptakerfis á Íslandi sam-
kvæmt Tetrastaðli er nú mjög langt komin og
ráðgert að henni ljúki að mestu á næsta ári.
Um áramótin 2006-2007 var hafist handa við að endur-
nýja og stækka Tetra fjarskiptakerfið á Íslandi. „Tetra-
kerfið er frá grunni hannað með þarfir viðbragðsað-
ila í huga, það er hópfjarskiptakerfi, búið alls konar
eiginleikum sem eru sérstaklega stílaðir ætlaðir fyrir
þá. Til að mynda er neyðarhnappur á öllum tækjum
og ef ýtt er á hann fer neyðarkerfi í gang og sá sem
ýtir á hnappinn getur talað handfrjálst við móðurstöð
og staðsetninginn kemur líka inn á borð viðbragðsað-
ila,“ segir Þröstur Brynjólfsson þjónustufulltrúi Tetra.
Hann bendir á að Evrópusambandið hafi valið þennan
staðal sem eina fjarskiptastaðalinn fyrir viðbragðsað-
ila allt til ársins 2015.
Hann telur kosti Tetrakerfisins mikla. „Helsti kost-
urinn er að Tetrakerfið er nettengt. Þetta er fjarskipta-
net sem nær um allt land svipað og GSM. Þannig getur
maður austur á Langanesi talað við mann í Höfn í
Hornafirði eða á Kili,“ segir hann og bætir við að kerf-
ið sé aukinheldur algerlega lokað og því ekki möguleiki
að hlera það.
Tetratækið er ekki aðeins talstöð heldur einnig sími,
auk þess hefur það fleiri samskipamöguleika, til dæmis
SDS, sem er svipað og SMS, einnig er í tækjunum GPS
staðsetningarbúnaður þannig að hægt er að staðsetja og
menn. Þegar einhver í nauð hefur hringt í 112 til dæmis
úr GSM er auðvellt að staðsetja þá viðbragðsaðila sem
eru næstir staðnum og virkja þá til aðstoðar.
Talstöðvarhátturinn hefur þó verið valinn sem meg-
inháttur fyrir kerfið og eru ástæðurnar þær að slíkur
háttur hefur mjög stuttan uppkallstíma og ekki síður að
með talstöðvahættinum er hægt að ná til mikils fjölda
notenda samtímis og einnig er auðvelt að tengja saman
óskylda notendur í kerfinu. Í stað sérstakra rása eins
og menn eiga að venjast í öðrum talstöðvakerfum eru í
þessu kerfi notaðir svokallaðir talhópar.
Tetrakerfið hefur verið sett upp í áföngum síðustu
tvö til þrjú árin en þriðja áfanga, sendauppsetningu, er
nú að mestu lokið. Eru 154 sendar komnir upp og aðeins
á eftir að koma einum eða tveimur til viðbótar í gagnið.
„Síðan höldum við áfram að holufylla með öðrum lausn-
um á svæðum þar sem samband er ekki nægjanlega
gott segir,“ Þröstur. Hann tekur fram að uppsetningin
hafi tekið alveg ótrúlega stuttan tíma, mun styttri en
margir bjuggust við. Þá segir hann þakningu á hálend-
inu orðna nokkuð góða en settir hafi verið upp sendar
á og við helstu hálendisleiðir svo sem á Kili, Sprengi-
sandsleið, Fjallabaki og á austurhálendinu. Jafnhliða
þessari uppbyggingu hafa símafyrirtækin sett upp
senda sína þannig að nú er GSM samband, víðast hvar
á þessum leiðum.
Notendur Tetrakerfisins eru orðnir fjölmargir, eða
hátt í 5.000 og fer fjölgandi. Stærstu notendurnir eru
lögregla, slökkvilið, Landsbjörg, og orkufyrirtækin svo
einhverjir séu nefndir. Og hvernig er reynslan af þessu
kerfi? „Hún er mjög góð og segja má að það hafi bjarg-
að mannslífum,“ segir Þröstur. - sg
Allt í senn talstöð og sími
Dag einn í júlí ákvað björgunar-
sveitin Húnar, sem var á hálend-
isvakt björgunarsveitanna, að
kanna hvort vegurinn um Vonar-
skarð væri fær en margir ferða-
langar höfðu falast eftir þeim
upplýsingum.
Þegar sveitin átti um 17 kíló-
metra eftir í Nýjadal barst neyð-
arkall frá Neyðarlínunni gegnum
SPOT-gervihnattaneyðarsendi.
Staðsetning neyðarsendisins
var í miðri ánni Sveðju sem renn-
ur undan Köldukvíslarjökli. Þar
sem ekkert var vitað um aðstæð-
ur og ástand fólks á vettvangi var
ekið greitt á staðinn. Þegar björg-
unarsveitin kom að ánni Sveðju
sást strax að búið var að tjalda á
malareyri í ánni og voru þar tvær
konur sem höfðu lent í miklum
hrakningum þegar þær reyndu
að komast yfir ána. Önnur þeirra
hafði dottið í ánni og hruflað sig
á höndum og fótum og farið á kaf
með bakpokann spenntan á sig.
Vinkona hennar náði til hennar og
saman tókst þeim að komast upp
á sandeyrina. Reyndu þær nokkr-
um sinnum að komast af eyrinni
en það var vonlaust verk.
Aðeins liðu tveir tímar frá því
að þær sendu neyðarboðin þar til
björgunarsveitin var mætt. Kon-
urnar sögðu að þær hefðu alveg
eins búist við að þurfa að dvelja
á eyrinni í sólarhring eða leng-
ur vegna þess hve þessi staður er
afskekktur.
Þetta er ekki eina atvikið þar
sem þar sem Hálendisvakt björg-
unarsveita gerði það kleift að
hægt var að aðstoða ferðalanga
í slæmum aðstæðum bæði fljótt
og vel. Í sex til sjö vikur á hverju
sumri eru fjórar björgunarsveitir
hafðar á hálendinu til að aðstoða
og leiðbeina ferðafólki og bregð-
ast við óhöppum. Eru þær eini
viðbragðsaðilinn á þessu stóra
landsvæði sem þúsundir ferða-
fólks heimsækir dag hvern yfir
sumartímann.
Björgunarsveitin Húnar ók svo
í útsýnisferð um Vonarskarð áður
en hún kom konunum í skálann í
Nýjadal þar sem grillað var handa
þeim íslenskt lambalæri sem þær
þáðu með þökkum eftir að hafa
lifað á pakkamat í tvær vikur.
Neyðarsending úr jökulsá
Aðeins liðu tveir tímar frá því að konurnar sendu neyðarboðin þar til björgunarsveit
var mætt.
Notendabúnaður í Tetrakerfinu
líkist að mörgu leyti eldri gerðum
GSM síma. Jón Helgi Guðmunds-
son, slökkviliðsmaður hjá SHS,
talar í Tetratæki á Birnudalstindi.
M
YN
D
/Ú
R EIN
K
A
SA
FN
I
● VÉLSLEÐAR Slysavarnafélagið Landsbjörg gaf árið 2005 út
bækling um akstur vélsleða. Fjallað er um reglur um vélsleðakstur,
hættur sem steðja að sleðamönnum, hverjar eru helstu ástæð-
ur slysa á vélsleðum, hvernig er hægt að fyrirbyggja slys,
umfjöllun um hlífðar- og öryggisbúnað og ferða-
reglur. Bæklingurinn er gefinn út í samvinnu við
Landssamtök íslenskra vélsleðamanna.
Bæklinginn má nálgast á heimasíðu Slysavarna-
félagsins Landsbjargar með því að smella á ferðamennsku
og svo á vélsleðar.
Þakning á hálendinu þykir orðin nokkuð góð. Settir hafa
verið upp sendar á og við helstu hálendisleiðir svo sem á Kili,
Fjallabaki og á austurhálendinu. Myndin sýnir útbreiðslu
Tetrakerfisins.
Blaðberinn
bíður
þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...