Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 12
12 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR SPÁNN, AP Fulltrúar Afríkuríkja vilja að auðug ríki útskýri hvern- ig þau hugsi sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, náist um það bindandi samkomulag á lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. Óttast er að ekkert verði úr slíku samkomulagi. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær engar líkur á því að fyrir áramót næðist neitt samkomulag sem fæli í sér lagalega skuldbind- ingu, eins og Evrópuríki hafa bar- ist fyrir. Lars Løkke Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, sagði hins vegar erfitt að koma viðræðum af stað á ný ef samkomulag næð- ist ekki áður en fresturinn til þess rennur út í desember. Fulltrúar frá 192 ríkjum sitja þessa dagana á Spáni bak við lukt- ar dyr við að berja saman sam- komulagsdrög sem leggja megi fyrir ráðstefnuna í desember. Fundarhöld féllu niður á þriðju- dag þegar fulltrúar Afríkuríkja gengu út til að leggja áherslu á kröfur sínar um að auðugu ríkin leggi meira af mörkum. „Ég hef ekki séð neinar raun- verulegar vísbendingar um að þau ætli að auka metnað sinn,“ sagði Lumumba Di-Aping, fulltrúi frá Súdan, sem er formaður samn- inganefndar 135 þróunarríkja, þar á meðal Afríkuríkjanna fimmtíu. „Við þurfum að sjá hvað gerist.“ Fundarhöldin héldu þó áfram í gær, þegar auðugu ríkin hófu að gera grein fyrir því hvort sam- drætti í losun yrði náð með því að draga raunverulega úr losuninni eða hvort þau ætluðu að kaupa sér losunarkvóta. Þróunarlönd krefjast þess að iðnríkin dragi á næsta áratugi undanbragðalaust úr losun um fjörutíu prósent, frá því sem var árið 1990, til þess að draga úr því tjóni sem loftslagsbreytingar geta valdið víðs vegar um jörðina. Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, segir öllu skipta að þessar viðræð- ur skili árangri svo samkomulag náist á ráðstefnunni í desember. Ef ekkert sé að gert muni ástand- ið versna. „Fólksflutningar verða vegna meiri öfga í veðurfari, svo sem langvarandi þurrka, fárviðris og skógarelda,“ sagði Ban á Grikk- landi í gær, þar sem hann ræddi við blaðamenn. gudsteinn@frettabladid.is Loftslagsvið- ræður á síð- asta snúningi Forsætisráðherra Svíþjóðar segir útilokað að bind- andi samkomulag náist á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. Ban Ki-moon segir öllu skipta að viðræðurnar skili árangri. AFHENTU GRÆNAR VEKJARAKLUKKUR Yvo de Boyer, framkvæmdastjóri loftslagsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, sem er maðurinn í jakkafötunum á myndinni, fékk í gær afhenta græna vekjaraklukku frá baráttusamtökum sem vilja minna á að tíminn sé að renna út. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDUR Mestur munur er á verði á ávöxtum og grænmeti í nýrri verðkönnun ASÍ. Í þeim vöruflokki er verðmunur að meðaltali um eða yfir 100 prósent. Mestur var hann á rauðum eplum sem reyndust ódýrust í Nettó á 129 krónur kílóið en dýrust í 10-11 á 499 krónur kíló- ið, munurinn eru 287 prósent. Verðmunur á drykkjarvörum er oftast á bilinu 90–110 prósent, mestur verðmunur er á ódýrasta fáanlegu 500 ml léttölinu sem kost- ar 79 kr. í Bónus en 179 kr. í 10-11, mismunurinn er 127 prósent. Ef skoðaðar eru kjötvörur kemur í ljós að verðmunurinn er oftast á bilinu 60–70 prósent. Mestur verð- munur er á ferskum kjúklinga- bringum, þær eru ódýrastar í Nettó á kr. 1.399 en dýrastar í 10- 11 á 3.199 kr./kg. sem er 129 pró- senta verðmunur. Könnunin var gerð hinn 27. okt- óber síðastliðinn af verðlagseftir- liti ASÍ. Oftast er ódýrasta vöru- verðið hjá Bónus, eða í 49 skipti af 70 vörutegundum sem kann- aðar voru. 10-11 var oftast með hæsta vöruverðið, eða í 35 skipti. Bent er á að ekki reyndist unnt að mæla verð á 21 vörutegund í 10-11 þar sem þær voru ekki fáanlegar í versluninni. Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru, en þegar afslátt- ur var gefinn skýrt til kynna var skráð afsláttarverð. Skráð var kíló- verð á vöru til þess að auðvelda verðsamanburð. - sbt Verðkönnun ASÍ sýnir verð á vörum oftast ódýrast í Bónus en dýrast í 10-11: Nær 300 prósenta verðmunur á rauðum eplum MIKILL VERÐMUNUR Á EINSTÖKUM VÖRUM** Könnunin var gerð í eftirtöldum verslunum: Bónus Akureyri, Krónunni Vest- mannaeyjum, Nettó Akureyri, Hagkaupum Skeifunni, Fjarðarkaupum Hóls- hrauni, Nóatúni, Hringbraut 121, Samkaup – Úrvali Egilsstöðum, Ellefu ellefu Vestmannaeyjum, 10-11 Borgartúni og Samkaup Strax, Suðurveri. VARA DÝRAST* ÓDÝRAST* VERÐMUNUR brauð 470 (Samkaup-Strax) 189 (Bónus) 149% Ota haframjöl 778 (10-11) 392 (Bónus) 99% Kjúklingabringur 3.199 (10-11) 1399 (Nettó) 129% Pasta 578 (10-11) 198 (Bónus) 192% Brún hrísgrjón 793 (Nóatún) 198 (Bónus) 300% Rauð epli 499 (10-11) 129 (Nettó) 287% *Kílóverð **Nánari upplýsingar á www.asi.is ÞEIR SPARA MEST SEM SKRÁ SIG STRAX -15% Dekkja-, smur- og viðgerðaþjónusta Reiknaðu hvað þú sparar og skráðu þig á N1.is. Skráðu þig í Sparitilboð N1 og lækkaðu rekstrarkostnað bílsins um tugi þúsunda króna á næstu 12 mánuðum. *3 krónu afsláttur í peningum og 2 krónur í formi Safnkortspunkta. DALABYGGÐ Endurskoðuð fjárhags- áætlun Dalabyggðar gerir ráð fyrir 12,1 milljónar króna afgangi á rekstri sveitarfélagsins í ár. Um 49 milljóna króna við- snúningur hefur orðið á rekstr- inum frá því fjárhagsáætlun var samþykkt með 37 milljóna króna halla. Samkvæmt áætluninni verða heildartekjur sveitarfélagsins 673 milljónir en heildargjöldin 661 milljón. Að sögn Gríms Atlasonar sveit- arstjóra hefur verið gripið til mikilla aðhaldsaðgerða í öllum rekstrarþáttum, sem hafa skil- að þessum árangri, auk þess sem samdráttur í tekjum vegna efna- hagsástandsins hefur ekki orðið jafnmikill og upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Fjármál Dalabyggðar: Tólf milljóna króna afgangur á rekstri Fjöldi í Snorraverkefni Nú hafa alls 159 ungmenni komið frá Norður-Ameríku til Íslands á vegum svokallaðs Snorraverkefnis. Það var fyrst sett á laggirnar 1998 og er ætlað að auka tengsl Íslendinga við fólk af íslenskum ættum í Kanada og Bandaríkjunum og skapa þannig grundvöll fyrir auknum samskiptum. Þetta kemur fram á vef sveitarfélags- ins Árborgar. SAMFÉLAGSMÁL FORVITNI Hún gat ekki stillt sig um að kíkja aðeins inn fyrir sundskýluna á þessari styttu, sem ástralski listamað- urinn Paul Trefry nefnir „Lítinn týndan snáða“. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.