Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 32
5. 2
SONIA RYKIEL hefur hannað undirfatalínu fyrir verslanir H&M.
Nýlega voru birtar fyrstu auglýsingarnar fyrir línuna og er ljóst að
Rykiel hefur sett sitt mark á hinn tælandi undirfatnað.
Styrktardagur verður haldinn
á hárgreiðslustofunni 101 Hár-
hönnun á morgun 6. nóvember og
mun allur ágóði af klippingum og
litun renna óskiptur til Framfarar,
félags karla sem hafa greinst með
blöðruhálskirtilskrabbamein.
„Við ákváðum það fyrir nokkru
að styrkja gott málefni með því
að gefa vinnu okkar. Við höfðum
fylgst með söfnunum til handa
langveikum börnum og konum
með brjóstakrabbamein en fannst
vanta að sjónum væri beint að
körlum. Ég hafði því samband við
Krabbameinsfélag Íslands og var
bent á Framför, en blöðruháls-
kirtilskrabbamein er eitt algeng-
asta krabbameinið meðal karla,“
segir Sigurbjörg Sandra Olgeirs-
dóttir ein af þremur eigendum
stofunnar.
En hvernig mun söfnunin fara
fram? „Við munum bóka eins og
venjulega en greiðslan sem við-
skiptavinir inna af hendi rennur
til Framfarar. Þeir sem panta tíma
þennan dag eru því að leggja góðu
málefni lið.“
Sandra segir að lítið mál hafi
verið að fá starfsfólk stofunnar til
að gefa vinnu sína. „Við erum sex
fagmenn og tveir nemar og ríkir
mikil gleði og spenna. Við höfum
sett markið á þrjú hundruð þús-
und en svo verðum við bara að
sjá til hvernig bókast. Við verðum
með venjulegan opnunartíma en ef
mikið bókast þá er allt eins víst að
við vinnum lengur.“
Sandra segir vel koma til greina
að halda sams konar styrktardag
á hverju ári og skorar á aðrar hár-
greiðslustofur að gera slíkt hið
sama. 101 Hárhönnun er til húsa á
Skólavörðustíg 8 og síminn er 551
3130.
vera@frettabladid.is
Styrkja karla
með krabbamein
Starfsmenn hárgreiðslustofunnar 101 Hárhönnun munu gefa vinnu
sína á morgun og rennur allur ágóði af klippingu og litun til Framfar-
ar, félags karla sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli.
Sala á brjóstahöldum líkt og
Marilyn Monroe og Jane Russel
gerðu fræg á sjötta áratugnum
hefur aukist eftir nýlegar tísku-
sýningar.
Oddhvassar skálar voru áber-
andi á brjóstahöldum á tísku-
sýningum Jean Paul Gaultier og
Louise Goldin nýlega. Í kjölfarið
jókst sala brjóstahalda með slík-
um skálum hjá undirfataverslun-
um í Bretlandi eftir því sem fram
kemur á fréttavefnum www.telep-
raph.co.uk
Brjóstahöld af þessari gerð
komust í tísku á sjötta áratugnum
þegar konur á borð við Marilyn
Monroe og Jane Russel klæddust
þeim. Undirstrikar slíkur nær-
fatnaður kvenlegar línur sem
virðast einnig eiga upp á pallborð-
ið í dag. Töldu sumir viðmælendur
Telegraph að áherslur á kvenleg-
ar línur skytu yfirleitt upp kollin-
um í kjölfar kreppu. Þannig hefðu
brjóstahöldin umtöluðu sprott-
ið upp í kjölfar hörmunga seinni
heimsstyrjaldarinnar. Þá birt-
ust þau að nýju þegar Madonna
klæddist slíkum frá Jean Paul
Gaultier. Það var stuttu eftir Wall
Street áfallið árið 1987.
Nú þegar efnahagurinn víða um
heim virðist vera
að ná sér á strik
eftir hrun-
ið eru odd-
hvössu skál-
arnar enn
á ferð, nú
á tískusýn-
ingum Jean
Paul Gaulti-
er og Louise
Goldin.
Oddhvöss skjóta upp kollinum
Af tískusýningu Jean Paul Gaultier nýlega. Marilyn Monroe.
Allur ágóði af klippingu og litun mun
renna óskiptur til Framfarar.
Sigurbjörgu Söndru Olgeirsdóttur og Halldóru Hörpu Ómarsdóttur langar að leggja
góðu málefni lið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Mörkinni 6 • Sími 588 5518
Opnunartímar:
mán.-föstud. 10-18
laugardaga 10-16
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki