Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 80
DREIFING: dreifing@posthusid.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000
Mest lesið
VISIR.IS
Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
FRÉTTIR AF FÓLKI
Halla komst áfram
Söng- og leikkonan Halla
Vilhjálms dóttir sendi lagið How í
vefkeppni Melodifestivalen, sem er
undankeppni Eurovision í Svíþjóð,
eins og Fréttablaðið greindi frá á
dögunum. Lagið er nú komið í tíu
laga úrslit og næsta daga fellur
eitt lag úr keppni á dag þangað til
eitt stendur uppi sem sigurvegari.
Sigurlagið verður svo á meðal laga
í Melodifestivalen og sigurvegarinn
í þeirri keppni fer í lokakeppni
Eurovision. Árangur Höllu er frábær,
en íslenskir fjölmiðlar
virðast þó hafa
misskilið vefkeppn-
ina. Umræður á Rás
2 í gær og frétt á
Pressan.is bentu til
þess að Halla væri
komin í tíu laga
úrslit sem er
ekki rétt.
Vinsælir vinir
Vinalög, plata Jógvans Hansen og
Friðriks Ómars, hefur slegið í gegn
og er mest selda plata landsins
um þessar mundir. Ekki er minni
spenna fyrir plötunni meðal frænda
okkar í Færeyjum, en þar er platan
uppseld. Þrátt fyrir að
þar búi aðeins um
50.000 manns hefur
platan selst litlu
minna en á okkar
risavaxna 300.000
manna skeri – og
er þá ekki miðað
við höfðatölu.
Málefnaleg endurvinnsla
Í skipulagsráði Reykjavíkurborgar
hefur verið rætt um fjarveru fulltrúa
og formanns Framsóknar. Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson
hefur átt svo bágt með að mæta á
fundi að hann hefur í raun fengið
um 53 þúsund krónur í laun fyrir
hvert sinn. Formaðurinn skýrir þetta
með því að hann hafi í nógu að
snúast í pólitíkinni. Árið 2008 sagði
Sigmundur hins vegar að honum
dytti ekki í hug að taka við sæti í
skipulagsráði sem pólitískt skipaður
fulltrúi, heldur ætti valið að vera
faglegt. Árið 2009 hefur pólitíkin
yfirhöndina. - afb, kóþ
Svansmerkt
prentverk
1 Íslenskt flugfélag flýgur með
flóttamenn til Íraks
2 Festi hendi í hakkavél
3 Dæmdur nauðgari laus vegna
dráttar á upplýsingum
4 McDonalds vill ekki koma
aftur
5 Sigmundur Davíð fékk 53
þúsund fyrir hvern fund