Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 64
44 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
Hjartaknúsarinn Brad Pitt hefur notað ferðalag
sitt til Japans, þar sem hann kynnir myndina Ing-
lorious Basterds, til að leita sér að nýju mótor-
hjóli. Uppáhaldsmótorhjólið hans eyðilagðist í síð-
asta mánuði og hefur hann því notað frítíma sinn
í Japan til að finna nýtt. Pitt skemmdi gamla hjól-
ið í Los Angeles þegar hann klessti á kyrrstæðan
bíl. Sjálfur slapp hann með skrámur. „Það skadd-
aðist ekkert nema egóið mitt,“ sagði Pitt. „Ég var
að reyna að stinga einhverja papparassa af en í
staðinn höfðu þeir góða frétt upp úr krafsinu.“
Verkefnið Love Recycled
var kosið besta verkefnið
á námskeiði á vegum
Háskólans í Reykjavík og
Listaháskóla Íslands, en þar
fengu nemendur að vinna
úr hugmyndum að fjórtán
fyrirtækjum og var þema
námskeiðsins „góðverk“.
„Hugmyndin að baki Love Recycled
er að endurvinna skart. Það er fullt
af fólki sem byrjar saman og hætt-
ir síðan saman einhverju seinna. Í
millitíðinni skiptist það ef til vill á
gjöfum eins og skarti sem það vill
ekki nota eftir sambandsslitin.
Hugmyndin er sem sagt sú að fólk
komi með þetta skart og við end-
urvinnum það. Allur ágóði renn-
ur svo til góðgerðarmála,“ segir
Svala Hjörleifsdóttir, nemandi við
Listaháskólann, sem vann verk-
efnið ásamt þeim Haraldi Unasyni
Diego, Alexander Clemm, Caroline
Inge Baumann, Guðbjörgu Tómas-
dóttur, Arnari Frey Guðmundssyni
og Bergþóru Jónsdóttur.
Svala segir að kynningin hafi átt
stóran þátt í að hópurinn hafi unnið
verðlaun fyrir bestu hugmyndina.
„Kynningin spilaði held ég mikið
inn í það að við unnum þessi verð-
laun. Við vorum mjög vel undirbú-
in og þar af leiðandi lítið stressuð.
Svo spiluðum við myndband sem
við höfðum gert og það var líka
mjög vel unnið.“
Hún segir enn óráðið hvort við-
skiptahugmyndin eigi eftir að verða
að veruleika í framtíðinni en segist
vonast til þess að svo verði. Harald-
ur Unason Diego samsinnir þessu
og segir verkefnið geta hagnast
mörgum í framtíðinni. „Við höfum
þegar fengið hringi frá nokkrum
einstaklingum og það sem er svo
spennandi við þetta er að þeir sem
koma að þessu hafa sýnt þessu svo
mikinn áhuga. Tækniháskólinn
hefur til dæmis efnt til hönnunar-
samkeppni þar sem skartið er allt
endurunnið. Allur peningurinn
rynni til UNICEF og þau samtök
yrðu okkar helsti þegi yrði verk-
efnið að raunveruleika. Því gætu
margir hagnast á þessu.“
sara@frettabladid.is
folk@frettabladid.is
SNJÖLL HUGMYND Svala Hjörleifsdóttir og Haraldur Unason Diego voru í hópi þeirra
nemenda sem unnu að hugmyndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Samkvæmt tölum frá Hagstofu
Íslands urðu alls 549 lögskilnaðir
árið 2008, en sama ár voru 1.642
hjónavígslur framkvæmdar. Árið
2007 var fjöldi lögskilnaða talsvert
hærri, en samkvæmt Hagstofu
urðu alls 1.293 lögskilnaðir það
árið. Hafi 549 lögskilnaðir orðið
árið 2008 þýðir það að 1.098
hringa væri hægt að endurvinna
á einhvern hátt, líkt og Love
Recycled býður upp á. Ódýrustu
giftingarhringarnir kosta um fjörutíu
þúsund krónur hvor og því væri
ágóðinn sem rynni til góðgerða-
starfs í kringum 43.920.000 krónur
á síðasta ári ef allir þeir einstakling-
ar gæfu Love Recycled hringa sína.
GRÍÐARLEGAR UPP-
HÆÐIR Í GIFTINGA-
HRINGUM
„Það var engin sérstök ástæða að baki
þessu, mér fannst bara komið nóg af
neikvæðum kreppufréttum og fannst
kominn tími til að vera örlítið jákvæð-
ari, manni líður vel þegar maður dans-
ar og það losar um streitu. Íslendingar
ættu að hugsa meira eins og Pollýanna
á svona tímum,“ segir Hafdís Arn-
ardóttir, sem skipuleggur þög-
ult diskó á samskiptavefnum
Fésbók.
Þögult diskó er orðið nokk-
uð þekkt fyrirbæri erlendis.
Þá hittist fólk og dans-
ar saman en tónlistin sem
dansað er við kemur ekki
úr hátölurum heldur úr
heyrnartólum sem hver og
einn ber. Hafdís, sem flutti
nýverið heim frá London,
segir að mikið sé um þögul diskó þar í
borg. „Ég fór á svona viðburð í London.
Þar er engin sérstök ástæða fyrir því
að svona atburðir eru haldnir heldur
þykir fólki þetta bara vera skemmti-
legt. Það var mjög súrt að sjá alla
dansa við mismunandi takt og heyra
enga tónlist.“
Hafdís segist ekki hafa búist við því
að atburðurinn mundi vekja eins mikla
athygli og raun ber vitni en um 400
manns hafa boðað þátttöku sína. „Ég
veit ekki hvort allt þetta fólk muni svo
mæta á laugardaginn. En þá dansa ég
bara ein við mömmu og pabba, þau ætla
bæði að mæta auk annarra fjölskyldu-
meðlima og nokkurra vina minna,“
segir Hafdís hlæjandi.
Dansinn fer fram á Austurvelli á
laugardaginn og hefst klukkan 22.10 og
stendur til 22.35. Hafdís tekur fram að
fólk eigi að mæta með eigin tónlist til
að dansa við. - sm
Þögult diskó á Austurvelli
DANSAR TIL AÐ GLEYMA Hafdís Arnardóttir
boðar fólk á Austurvöll til að taka þátt í þöglum
diskódansi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ENDURUNNIN ÁST
ÞÓTTI BERA AF
BRAD PITT Brad Pitt
er að leita sér að nýju
mótorhjóli í Japan.
Kaupir nýtt mótorhjól
Jennifer Hud-
son segist enn
vera mjög náin
móður sinni,
Darnell. Ár
er liðið síðan
hún var skotin
til bana ásamt
bróður Hudson,
Julian, fyrir
utan heim-
ili þeirra í Chicago. Lík sjö ára
frænda hennar fannst sömuleiðis
í yfirgefnum bíl þremur dögum
síðar. Hudson segir að móðir
hennar sé verndarengillinn sinn
og fylgi henni hvert sem hún fer.
Hún segist finna mikið fyrir nær-
veru hennar á hverjum einasta
degi. „Ég áttaði mig ekki á því að
ég væri svona lík móður minni
þar til núna. Hún var ótrúlega
sterkur persónuleiki.“
Hudson náin
móður sinni
JENNIFER HUDSON
Sextán ára gamall sonur leikarans Seans
Penn, Hopper Jack Penn, var handtekinn
í skóla sínum í síðustu viku. Lögreglan
í Malibu neitaði að tjá sig um málið þar
sem Hopper Jack er enn undir lögaldri.
Þrátt fyrir þagmælsku lögreglunnar hafa
þær fréttir borist að pilturinn hafi verið
handtekinn fyrir að vera með fíkniefni í
fórum sínum.
Sean Penn og fyrrverandi eiginkona
hans, leikkonan Robin Wright
Penn, skildu fyrir skömmu og
vilja margir meina að hægt sé
að rekja handtökuna til erfið-
leika heima fyrir.
Sonur Penns hand-
tekinn í skólanum
SONURINN HANDTEKINN Sean
Penn var ekki barnanna bestur
á sínum yngri árum og nú fetar
sonur hans sömu leið.
www.facebook.com/graenaljosid
FRUMSÝND 6. NÓVEMBER
> HOLMES Í GAMANMYND
Leikkonan Katie Holmes hefur
hlaupið í skarðið fyrir Liv Tyler í gam-
anmyndinni The Romantics sem er í
undirbúningi. Hún mun einnig koma
að framleiðslu myndarinnar. Hún
fjallar um átta vini úr menntaskóla
sem hittast á nýjan leik í brúðkaupi.
Meðal annarra leikara eru Elijah Wood
og Anna Paquin.