Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 72
52 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Logi Geirsson, Einar
Hólmgeirsson og Alexander Pet-
ersson voru í gær allir nafngreind-
ir í þýska götublaðinu Bild og sagð-
ir meðal þrjátíu leikmanna í þýsku
úrvalsdeildinni í handbolta sem
hefðu verið ginntir til að kaupa
verðlausar fasteignir.
„Ég veit hvað ég er búinn að
kaupa,“ segir Logi í samtali við
Fréttablaðið um málið en hann
segir málið blásið upp í þýskum
fjölmiðlum, sér í lagi Bild.
Björn H. Scholz hjá fjárfesting-
arfyrirtækinu Benedict Capital
hefur átt milligöngu um fjárfest-
ingar allt að fimmtíu handbolta-
kappa úr þýsku úrvalsdeildinni.
Það staðfestir Logi í samtali við
Fréttablaðið en hann hefur verið í
samstarfi við Scholz síðan 2006.
„Ég talaði við manninn í dag og
hann þverneitaði að þetta væri í
einhverjum ólestri. Hann sagði
okkur að vera rólegir,“ segir Logi.
Málið kom fyrst upp í sumar
þegar þýska úrvalsdeildarfélagið
Flensburg lenti í fjárhagsvandræð-
um og bað leikmenn um að taka á
sig launalækkun. Það gátu sumir
leikmannanna ekki gert vegna
skuldbindinga sinna.
„Þannig byrjaði þetta og fór að
vinda upp á sig,“ segir Logi. „Svo
hefur þetta verið blásið upp úr öllu
valdi í fjölmiðlum þar sem ég og
fleiri vorum nefndir til sögunnar.
Mér finnst það furðulegt þar sem á
þeim tíma sem ég hef verið í þessu
hefur aldrei verið neitt vesen.“
Hann segir að hann hafi séð þær
íbúðir sem hann hafi keypt. Rekst-
ur þeirra standi undir sér og ekk-
ert óeðlilegt hafi komið fram.
„Svo er því haldið fram að við
höfum bara keypt ryk,“ segir Logi.
„Það sem er hins vegar að hluta til
rétt er að það hefur verið skortur
á því að okkur hafi borist öll gögn
frá Scholz. En ég mun fá öll mín
gögn á morgun [í dag] og þá mun
ég fara yfir þetta.“
Hann hefur einnig gripið til ann-
arra ráðstafana. „Ég er búinn að
ráða menn í að yfirfara íbúðirnar
og ganga úr skugga um að allt sé
með felldu. Annars er lítið hægt að
gera annað en að bíða og sjá hvað
setur.“
Þrátt fyrir þær fullyrðingar sem
hafa birst í þýskum fjölmiðlum
hefur Logi ekki áhyggjur af því
að hann hafi verið ginntur.
„Ég vona í það minnsta að þessi
peningur sem ég hef lagt í þetta
sé ekki horfinn enda er um spari-
fé mitt til síðustu þriggja ára að
ræða. En Scholz hefur átt í við-
skiptum við fimmtíu leikmenn í
deildinni sem allir eru með sína
eigin lögfræðinga. Það væri ein-
faldlega fáránlegt ef hann væri
búinn að plata þá alla,“ segir
Logi.
„Ég skil svo ekki af hverju
nafnið mitt er sérstaklega nefnt til
sögunnar í Bild. Þar eru reyndar
aðeins útlendingar nafngreindir,“
bætir hann við.
Fram kemur í þeim þýsku fjöl-
miðlum sem fjallað hafa um málið
að leikmenn hafi í mörgum tilvik-
um fjármagnað kaup sín á fasteign-
um með lántöku til 20-30 ára. Verði
niðurstaðan sú að um verðlitlar eða
jafnvel verðlausar eða fasteignir
sé um að ræða sé útlitið dökkt hjá
viðeigandi einstaklingum.
eirikur@frettabladid.is
Ég veit hvað ég er búinn að kaupa
Logi Geirsson er einn þriggja íslenskra handboltamanna sem eru í þýskum fjölmiðlum sagðir hafa verið
ginntir til að kaupa verðlausar fasteignir. Logi segist vita hvað hann hafi keypt og hefur ekki áhyggjur.
LOGI GEIRSSON Hefur litlar áhyggjur af fréttaflutningi þýskra fjölmiðla um meint fasteignabrask. NORDIC PHOTOS/BONGARTS
FÓTBOLTI Samningur Kristjáns
Arnar Sigurðssonar við norska
úrvalsdeildarfélagið Brann rennur
út núna um áramótin en tímabilinu
í deildinni lauk nú um helgina.
Umboðsmaður Kristjáns, Ólaf-
ur Garðarsson, sagði við norska
fjölmiðla í gær að þeir ættu nú í
viðræðum við fleiri félög og ekki
væri útilokað að hann færi frá
Brann. Hann vildi þó ekki segja
hvort um norsk félög væri að ræða
eða ekki.
Sjálfur vildi Kristján Örn lítið
segja við Fréttablaðið en sagði
þó að hann myndi ræða við for-
ráðamenn Brann á næstunni.
„Við höfum ekkert talað saman í
sumar en munum gera það á næstu
vikum. Annars get ég lítið sagt –
ég vil halda öllum möguleikum
opnum,“ sagði Kristján Örn.
Hann hefur verið á mála hjá
Brann síðan hann kom frá KR árið
2005. Hann á að baki 164 leiki með
félaginu. - esá
Kristján Örn Sigurðsson að renna út á samningi:
Eiga í viðræðum
við nokkur félög
KRISTJÁN ÖRN Hefur verið fastamaður í
Brann sem og íslenska landsliðinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
> Steinþór ekki til Haugasunds
Steinþór Freyr Gíslason er kominn aftur hingað til lands
eftir að hann var til reynslu hjá norska félaginu FK Hauge-
sund. Hann á ekki von á því að fá samning hjá félaginu.
„Þeir eru fyrst og fremst að leita að hægri bakverði,“ sagði
Steinþór, sem er miðvallarleikmaður. „Ég fékk þau skila-
boð að ég væri góður í minni stöðu á miðjunni
en að þeir ætluðu að skoða sig um áfram áður
en ákvörðun væri tekin um framhaldið. Ég
á því ekki von á að heyra í þeim aftur.“
Steinþór er nýbúinn að semja við
Stjörnuna til tveggja ára. „Mér líður vel
í Stjörnunni og ef ég fer ekki út held
ég mínu striki þar.“
Íslandsmeistarar FH urðu fyrir miklu áfalli í gær þegar staðfest
var að miðjumaðurinn fjölhæfi Dennis Siim væri hættur hjá
félaginu. Siim yfirgefur félagið af fjölskylduástæðum en kærasta
hans fékk góða vinnu í Danmörku og þangað fara þau ásamt
dóttur sinni. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir tíðindin vitan-
lega vera vonbrigði enda hefur Siim verið mikilvægur hlekkur í
FH liðinu undanfarin ár.
„Þetta eru mikil vonbrigði enda er Siim einn besti erlendi
leikmaður sem hefur spilað í íslensku deildinni og klárlega
einn besti sendingamaður sem hefur verið
hérna á Íslandi. Það er því óneitanlega slæmt
að missa hann enda hefur hann verið lykil-
maður hjá FH undanfarin ár. Maður skilur það
samt auðvitað ef menn vilja breyta til vegna
fjölskylduástæðna og við hljótum að leysa þetta,“
segir Heimir og kveðst vera sallarólegur yfir þessu öllu
saman þrátt fyrir að tíðindin séu ekki góð.
Davíð Þór Viðarsson og Matthías Vilhjálmsson hafa báðir
verið til skoðunar hjá liðum á Norðurlöndunum en þangað til
eitthvað gerist í þeim málum er Heimir ekkert að stressa sig yfir
því.
„Það er ekkert orðið ljóst í málum Matta og Davíðs ennþá
en við tæklum það bara þegar þar að kemur. Við getum ekki
farið að æsa okkur mikið hérna í Fimleikafélaginu í nóvem-
ber. Það er enn nægur tími til stefnu,“ segir Heimir, sem
hefur þegar fengið Gunnleif Gunnleifsson og Gunnar Má
Guðmundsson til félagsins. Heimir hefur aftur á móti
verið óhræddur við að gefa yngri leikmönnum tækifæri
og hann á ekki von á því að breyting verði þar á næsta
sumar.
„Við erum með góðan leikmannahóp og það sýndi
sig til að mynda síðasta sumar að þegar menn voru að
detta í meiðsli voru alltaf nýir menn klárir í slaginn.
Þó svo að það sé aldrei gott að missa menn í meiðsli
voru jákvæðu punktarnir þeir að yngri leikmenn fengu
tækifæri og stóðu sig vel. Þessir strákar eru reynslunni
ríkari og sjá að þeir eiga möguleika á að spila ef þeir
eru tilbúnir að leggja mikið á sig,“ segir Heimir.
HEIMIR GUÐJÓNSSON: SLÆMT AÐ MISSA DENNIS SIIM EN LEIKMANNAHÓPUR FH HEFUR SÝNT AÐ HANN ÞOLI ÝMISLEGT
Getum ekki verið að æsa okkur mikið í nóvember
FÓTBOLTI Enn er óvíst hvort Andre Hansen kemur
aftur til KR fyrir næsta tímabil. Hann var í láni hjá
félaginu frá Lilleström á síðari hluta tímabilsins í
sumar en er nú aftur haldinn til Noregs.
KR seldi Stefán Loga Magnússon til Lilleström
nú í haust en hann var aðalmarkvörður síðarnefnda
félagsins á síðara hluta tímabilsins.
„Það eru góðar líkur á því að þeir selji einn af
sínum markvörðum og það kæmi því í hlut Andre
að vera á bekknum fyrir Stefán Loga,“ segir Rúnar
Kristinsson, yfirmaður íþróttamála hjá KR. Finninn
Otto Fredrikson varði mark Lilleström þar til Stef-
án Logi kom í sumar en er líklega á förum frá félag-
inu. „Ég á von á því að vera í sambandi við þá hjá
Lilleström á næstunni en þetta mun fyrst og fremst
ráðast af því hvort þeir selji markvörðinn. Og það
eru talsverðar líkur á því,“ sagði Rúnar.
Andre Hansen var valinn í lið ársins á lokahófi
KSÍ þó svo að hann hefði aðeins spilað í átta leikjum
með KR á tímabilinu.
Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður
var um tíma sterklega orðaður við KR en hann er
nú genginn í raðir FH.
- esá
Útlit fyrir að KR þurfi að finna sér nýjan markvörð:
Enn óvíst hvort Norðmaðurinn
Andre Hansen kemur aftur
ANDRE HANSEN Hér í leik með KR í undanúrslitum VISA-
bikarkeppninnar í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FÓTBOLTI Eyjamenn ætla sér stóra
hluti í Pepsi-deild karla næsta
sumar og hafa viðurkennt að þeir
hafi fylgst náið með gangi mála
hjá Eyjapeyjanum Gunnari Heið-
ari Þorvaldssyni hjá Esbjerg.
Gunnar hefur ekki átt sjö dag-
ana sæla hjá danska félaginu og
reynir nú að fá sig lausan þaðan
til þess að leita á önnur mið en
staðfesti í samtali við Eyjafrétt-
ir í gær að ólíklegt væri að hann
myndi snúa aftur í ÍBV.
„Ég mun aldrei loka fyrir það
að spila með ÍBV, en ég vil halda
áfram í atvinnumennsku ef ég
hef möguleika á því.“
Gunnar Heiðar Þorvaldsson:
Vill vera í at-
vinnumennsku
GUNNAR HEIÐAR Telur ólíklegt að hann
snúi aftur í ÍBV í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI KR-ingarnir Davíð
Birgis son og Einar Bjarni Ómars-
son munu í næstu viku halda til
Noregs þar sem þeir munu æfa
með norska úrvalsdeildarliðinu
Brann í nokkra daga. Þetta stað-
festi Rúnar Kristinsson, yfir-
maður íþróttamála hjá KR, við
Fréttablaðið.
„Við höfum átt í góðu samstarfi
við íslensk félög og við viljum
skoða hvernig leikmenn þetta
eru,“ sagði Roald Bruun-Hans-
sen, kollegi Rúnars hjá Brann,
við norska fjölmiðla. - esá
KR-ingar til Noregs:
Brann vill
skoða KR-inga