Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 38
 5. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR4 ● neyðarkall Leitar- og sporhundar hafa sannað gildi sitt við leit að mönnum og björgun manns- lífa síðustu ár. Í Slysavarnafélaginu Landsbjörg starfa tvær sveitir sem standa að þjálfun hunda. Leitarhundar Slysa- varnafélagsins Landsbjargar og Björgunarhundasveit Íslands. Þá starfar innan Björgunarsveitar Hafnarfjarðar sérstök sporhunda- deild. Að sögn þeirra Kristínar Sigmarsdóttur, formanns Leitar- hunda Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, og Ásgeirs R. Guðjóns- sonar, í Björgunarsveit Hafnar- fjarðar, hefur margoft sýnt sig að sveitirnar eru mesta þarfaþing. „Leitarhundar hafa verið notað- ir í svona eitt til tvo útköll á mán- uði eða yfirleitt í tuttugu útköll á ári, mest á sumrin og haustin þegar veiðitímabilið stendur yfir,“ segir Kristín og Ásgeir bætir við að árangurinn af notkun hunda sé mikill. „Sporhundum, sem eru langt í frá eins margir og leitar- hundar, hefur tekist að bjarga 89 mannslífum frá því þeir voru tekn- ir í notkun árið 1960. Og hundarn- ir fara með í útköll um land allt ef þess gerist þörf.“ Kristín rifjar upp sögu þar sem hundar skiptu höfuðmáli í björgun- araðgerðum. „Á aðfangadag árið 2005 fundu hundarnir mann sem hafði farið fáklæddur af heimili sínu og ekki skilað sér aftur heim. Hann var mjög kaldur og hrakinn þegar hann fannst þannig að þetta var spurning um nokkrar mínútur. Það er alfarið hundunum að þakka að hann fannst.“ Áður en lengra er haldið biður blaðamaður um að munurinn á leit- ar- og sporhundum sé útskýrður að- eins. Kristín verður fyrri til svars. „Okkar hundar eru þjálfaðir í að taka loftlyktina í víðavangs-, snjó- flóða-, rústa- og vatnaleit á afmörk- uðu svæði.“ Ásgeir bendir á að eins og heitið gefi til kynna reki spor- hundar slóð tiltekinna manna og þurfi að glíma við margar hindran- ir, til að mynda erfið veðurskilyrði, tíma og staðsetningu. Ólíkar hundategundir veljast að þeirra sögn í störfin. Blóðhundar eru hæfastir til að verða sporhund- ar þar sem þeir hafa þrefalt næm- ara lyktarskyn á við aðra hunda, en vinnuþjarkar eins og scheffer, bor- der collie og labrador þykja vel til þess fallnir að verða leitarhundar. „Svo er algjört skilyrði að hundarn- ir séu forvitnir að eðlisfari,“ segir Ásgeir og bæði skella upp úr. Þau segja gríðarlegri vinnu og tíma varið í að þjálfa hverja skepnu; leitarhunda þarf að þjálfa í allt að þrjú ár og sporhunda upp í tvö ár og það eftir að þeir hafa verið fluttir inn með miklum til- kostnaði frá Bandaríkjunum. Eng- inn hundur sé fluttur inn sem uppfylli ekki ströngustu skilyrði. „Mikil vinna bíður svo hverrar skepnu, æfingar, útköll og fleira og því slitna hundarnir fljótt, en við gætum þess að þeir hvílist inn á milli,“ segir Kristín og bætir við með áherslu: „En þótt margt sé ólíkt í starfi sveitanna eru mark- miðin þó ætíð þau sömu: að bjarga mannslífum.“ - rve Forvitnir vinnuþjarkar Ásgeir ásamt tíkinni Píla og Kristín með hundinn Kút, sem er af tegundinni border collie. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Neyðarkall björgunarsveitanna er nú seldur fjórða árið í röð en salan fer fram fyrstu helgina í nóvem- ber og hefst á morgun. Teiknar- inn Margrét Laxdal hefur teiknað karlinn frá upphafi og tekur hann breytingum frá ári til árs. „Karlinn er framleiddur í Kína og eftir að hafa sent út einfaldar teikningar fengum við í fyrstu karl sem var með bandspotta í stað fót- leggja. Næsta hugmynd var öllu sætari og lendingin varð frek- ar grófur plastkall með talstöð. Á fyrsta karlinn vantaði hins vegar nef og var hann nokkuð sviplaus en karlarnir hafa verið í stöðugri þróun síðan, segir Margét. Annar neyðarkarlinn var í björgunarvesti, sá þriðji kona með ísexi og bakpoka og karlinn í ár er með leitarhund og lukt. „Við reynum að hafa karlana fjölbreytta og láta þá endurspegla þau margvíslegu störf sem björg- unarsveitarmenn taka sér fyrir hendur. Skemmtilegur orðaleik- ur býr að baki neyðarkallinum en engu að síður var ákveðið að búa til neyðarkonu enda starfar fjöldi kvenna í björgunarsveitum.“ Margrét bendir á að neyðarkall- arnir séu strax farnir að hafa söfn- unargildi og segir marga vilja eiga þá alla. Um helgina munu sjálf- boðaliðar björgunarsveitanna bjóða kallinn til sölu við helstu verslan- ir um allt land. Hann kostar 1.500 og er stefnan tekin á að selja 40.000 stykki líkt og í fyrra. - ve Endurspegla ólík störf björgunarsveitamanna Margrét með karl- ana fjóra sem hún segir strax hafa öðl- ast söfnunargildi. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N Lán Íbúðalánasjóðs verða greiðslujöfnuð frá og með 1. desember 2009 Áætluð lækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði er allt að 17% Afþakka þarf greiðslujöfnun fyrir 20. nóvember Nánari upplýsingar ásamt tilkynningu um afþökkun er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.