Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 46
5. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR12 ● neyðarkall
Íslenskir björgunarsveitarmenn
eru eitthvert það merkilegasta
fyrirbrigði sem ég hef kynnst.
Þetta eru menn (af báðum kynj-
um, svo því sé haldið til haga)
sem, hvort sem er af skyldu-
rækni eða ástríðu, æða upp um
fjöll og firnindi þegar vindhrað-
inn er alltof margir metrar á
sekúndu. Þetta eru menn sem
rjúka út í veður og vind þegar
öll heilbrigði skynsemi segir
manni að sitja inni í sófa með
bjór í hönd og horfa á fótbolta.
Þetta er með öðrum orðum
hálfbilað fólk upp til hópa og
er þá kannski full vægt til orða
tekið.
Því er stundum haldið fram
af hreinni illkvittni að þegar
einhver týnist þá sé það yfirleitt
björgunarsveitarmaður. Því er
líka haldið fram af sömu hvötum
að björgunarsveitarmenn séu
upp til hópa ævintýramenn sem
noti björgunarsveitarstarfið til
að fá útrás fyrir sínar hvatir.
Vissulega er ekki ólíklegt að
einhverjir gangi í björgunar-
sveitir vegna áhuga á fjallapríli
og 44 tommu dekkjum. Það er
líka bara allt í góðu lagi með
það. Ég er nefnilega ekki viss
um að það væri heppilegt að
björgunarsveitir landsins væru
einvörðungu mannaðar fólki
sem hefði bara ástríðu fyrir lestri
góðra bóka og hannyrðum en
alls enga lyst á útivist. Í björgun-
arsveitir þarf sæmilega bilað fólk
sem er tilbúið til að stökkva af
stað fyrirvaralaust, hvort sem er
frá vinnu, kvöldmat eða keleríi.
Ég þekki vissulega björgunar-
sveitar menn sem ekki er við
bjargandi ef út í það er farið en
í öll þau skipti sem ég hef orðið
vitni að björgunaraðgerðum
(sem er býsna oft á síðustu
árum) hafa allir þeir sem
að þeim koma unnið af
fagmennsku og fórnfýsi. Sjálfur
hef ég sem betur fer ekki enn
þurft á björgunarsveitum að
halda (sjö, níu, þrettán). Engu að
síður veitir það öryggistilfinn-
ingu (samanber Vespre-dömu-
bindin með vængjunum) að vita
af fílefldum körlum og konum í
viðbragðsstöðu. Því er ég mun
rólegri í mínum sófa með minn
bjór í hendi að ég veit að til eru
þeir sem eru nógu bilaðir til
að æða af stað, út í glórulausa
stórhríðina þegar neyðarkallið
kemur. Gisli Einarsson
Við bjargandi
Gísli Einarsson fréttamaður telur
björgunarsveitarmenn merkilegt
fyrirbrigði. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
Frá árinu 1996 hafa Slysavarna-
félagið Landsbjörg tekið þátt í
könnun á öryggisbúnaði leikskóla-
barna í bílum. Þessi könnun hefur
verið innt af hendi af félagseining-
um Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar og starfsfólki þeirra aðila
sem að könnuninni standa.
Fyrsta árið sem könnunin var
gerð voru 28 prósent barna laus
í bílum og árið eftir voru 32 pró-
sent barna laus. Árið 2008 var þetta
hlutfall komið niður í 3 prósent sem
er frábær árangur.
Þrátt fyrir góðan árangur und-
anfarin ár er ekki hægt að segja að
97 prósent barnanna séu í réttum
öryggisbúnaði þar sem 11 prósent
þeirra voru eingöngu í bílbelti sem
er ekki réttur öryggisbúnaður fyrir
leikskólabörn. Aldrei er þó hægt að
sætta sig við að ekki sé vel búið að
öllum börnum og ávallt bætast nýir
foreldrar við. Því verður sífellt að
halda fræðslunni áfram.
Betur má ef duga skal
Kannanir sýna að sífellt fleiri huga að
öryggisbúnaði barna í bílum.
Frábært að hægt sé
að bæta ástand liðanna
með náttúrulegu efni
Hvað getur NutriLenk
gert fyrir þig?
Með árunum rýrnar brjóskvefurinn sem veldur því að
liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir
finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að
núast saman, sérstaklega í stóru liðamótum eins og
í mjöðmum, hryggjar-og hnjáliðum. Þess vegna er allt
tilvinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt.
Náttúrulegt byggingarefni
fyrir liðbrjóskið
NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir
brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem
þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum
fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera
fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn
og viðhalda honum.
Vara ársins!
NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki.
NutriLenk var valið heilsuvara ársins 2004 í Noregi.
NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög
gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun.
Prófið sjálf-upplifðu breytinguna!
NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum,
heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum og
stærri Hagkaupsverslunum.
Liður með slitnum
brjóskvef
Heilbrigður liður
Ég þurfti að fara í skurðaðgerð 1991, þar
sem ég var með of löng liðbönd og var að
smella úr lið í tíma og ótíma. Þannig að
farið var að kvarnast upp úr liðbrjóskinu.
Eftir aðgerðina minnkuðu verkirnir en
hurfu ekki. Að ganga niður stiga og langar
stöður ollu sárum verkjum. Starf mitt krefst
þess að ég þarf að standa mikið og var
það ekki auðvelt.
Reyndi margt
Ég hef reynt margar leiðir til að minnka
verkina án þess að nota verkjalyf sem því
miður dugðu ekki. Með árunum jukust
verkirnir og útlitið var ekki bjart.
NutriLenk til sölu á Íslandi
Fyrir tæpu ári frétti ég af nýju bætiefni,
NutriLenk, sem er vinsælt efni í Noregi og
Svíþjóð, hjá fólki sem er með slitna og
auma liði. Satt að segja var ég ekkert
sérlega jákvæð á að NutriLenk gæti hjálpað
mér frekar en margt annað en sló til, enda
allt tilvinnandi. Byrjaðiá að taka inn 6 töflur
á dag í tvær vikur samkvæmt ráðleggingum
og eftir það 2 töflur á dag.
Eftir 2-3 vikur fann ég
greinilegan mun
Já, það ótrúlega gerðist, ég fann greini-
legan mun eftir 2-3 vikur á NutriLenk
Nú tæpu ári seinna er ég nánast verkja-
laus og einnig eru verkir vegna slits í
fingrum horfnir.
Ég tek nú inn 2 töflur af NutriLenk á dag
og ég get sannarlega sagt að NutriLenk
hefur gert kraftaverk fyrir mig.
Það að standa við afgreiðslu, ganga niður
brekkur og stiga er ekki stórmál lengur ...
Ég horfi bjartsýn til framtíðar, NutriLenk
er himnasending fyrir mig og frábært að
það skuli vera hægt að bæta liðheilsuna
með náttúrulegu efni segir Margrét að
lokum.
Mikilvægt er að annast sig vel allt lífið.
Mjög nauðsynlegt er að neyta góðs kalks með D-vítamíni
fyrir beinin. KOLOS er t.d. góður kostur, öflugt D-vítamín
með kalki. 1 glas af KOLOS inniheldur 180 töflur sem er
6 mánaða skammtur og á góðu verði.
Umboðsaðili: Gengur vel ehf.,
Fann mikinn
mun innan
3ja vikna
Margrét Óskarsdóttir
NÁTTÚRULEGT
FYRIR LIÐINA
Í mörg ár hefur Bo st ndað áhugamál
sín þrátt fyrir stirða og auma liði. Hann
lét ekki þráláta verki og stirðleika stöðva
sig. „Eftir að ég kynntist NutriLenk er lífið
langtum léttara og bjartara,“ segir hinn
sænski Bo Tavell, 65 ára. „Það er klárt
mál að líf mitt er allt annað og betra eftir
að ég byrjaði að nota NutriLenk.“
Bo Tavell hefur mýmörg áhugamál og
vill lifa lífinu til hins ýtrasta. Hann ekur
vélhjóli og er virkur í torfæruakstri, sem
er mjög erfitt vélhjólasport. Bo fer einnig
á brimbretti, skíði og lagar húsið si t svo
ei thvað sé nefnt. Fyrir nokkrum árum
fór hann að verkja í fingur og hné.
Ég er þver og vildi ekki láta neitt
stoppa mig
„Ég þverkallaðist við og lét ekkert stoppa
mig í að lifa virku lífi og gerði það oft á
hnefanum sem var erfitt! Hugurinn náði
ekki alltaf að yfirstíga sársaukann og
var ég farinn að framkvæma minna og
minna.“
Hné og fingur
„Ég viðurkenni að geðslagið og liðirnir
voru ekki upp á sitt besta og var ég
orðinn hálf niðurdreginn þegar góður
vinur benti mér á NutriLe k. Strax eftir
tveggja vik a inntöku fann ég fyrir
miklu létti og átti mun betra með að
hreyfa mig og best var að endurheimta
húmorinn á ný,“ segir Bo skellihlæjandi.
4.500 km á vélhjóli
„Fyrir nokkru var mér boðið í brúðkaup
til Rúmeníu. Ég ákvað að fljúga til
Rómar og keyra þaðan á vélhjóli í
brúðkaupið sem var 2.250k leið! Sem
gerir jú 4.500 km báðar leiðir. Áður en
é byrjaði að taka inn Nut iLenk h fði
ég aldrei okkurn tí ann getað fari
út í vona ævintýri í því ást ndi sem ég
var. En eftir að ég kynntist NutriLenk
þá var ekki mikið mál að leggja upp í
þetta ævintýri sem gekk alveg fyrirtaks
vel. Reynar fann ég fyrir smá þreytuverk
í baki eftir að hafa setið svona lengi á
hjólinu en það hefðu nú flestir gert!”
bætir Bo kíminn við.
Mæli gjarnan með NutriLenk
„Ég mæli eindregið með því að þeir
sem hafa auma og slitna liði taki inn
NutriLenk.“
Það var orðið
dýrt að geta
varla hreyft sig
Bo Tavell 65 ára
Nú er ég liðug r á ný!