Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 34
 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR4 Þegar vetur gengur í garð hefst tímabil kasmír-ullarinnar sem þykir allri ull betri hvað varð- ar mýkt og hlýju. Þeir sem ekki þola grófa ull eins og af blessaðri sauðkindinni lofa kasmírullina í bak og fyrir. Flest fínu tískuhúsin bjóða upp á kasmírullarpeysur, kjóla og jafnvel yfirhafnir og víst er að dýrustu flíkurnar geta hlaupið á þúsundum evra. Sífellt fleiri tískuhús fara nú þá leið að láta framleiða í Kína, sem þykir ekki alltaf fínt, en sumir sveigja fram hjá því að gefa upp fram- leiðslulandið með því að láta sauma flíkurnar saman í öðrum löndum, til dæmis á Ítalíu. Þannig komast tískuhúsin sum hver upp með að nota ódýrt vinnuafl í Asíu án þess að upp- lýsa kaupandann um það. Það eru þó önnur merki en stóru tískuhúsin sem eru hvað vinsælust þegar kasmír er annars vegar. Éric Pompard hefur í tuttugu og sjö ár fram- leitt kasmírullarpeysur fyrir dömur og herra úr ullarþræði frá Mongólíu og á hverju ári eru fjölmargar nýjungar í boði. Þráðurinn er aldrei samsettur og því er flíkin úr einum þræði frá upphafi til enda. Þessar peysur þykja í meðallagi dýrar, um 525 evrur peysan. Annað merki, Zadig & Voltaire spilar meira upp á tískuna, til dæmis með því að sauma á ranghverf- unni og skilja spottana eftir til að gefa frjálslegt yfirbragð eða þá með frumlegri litun á ullinni, myntugrænni, rauðri eða anda- blárri og á sumar peysur eru saumaðir semelíusteinar. Verðið er á milli 250-450 evrur og upp í 800 evrur í lúxusútgáfu. Ítalska fyrirtækið Loro Piana er þó líklega flottasti sérfræð- ingurinn á þessu sviði og býður viðskiptavinum meðal annars upp á að prjóna peysur eftir máli, allt eftir smekk viðkom- andi og því hvernig flík fer best, stutt eða síð, víð eða þröng svo eitthvað sé nefnt. Hjá Loro Piana nálgast verðið þúsund evrur á peysu. Nýlega skaust svo nýtt fyrir- tæki inn á markaðinn og virðist vera að vinna ullarstríðið fyrir þennan vetur, í það minnsta hjá þeim eru eru á höttunum eftir áhugaverðu verði. Þetta er japanska fyrirtækið Uniglo sem opnaði á dögunum 2.150 fermetra stórverslun stutt frá Garnier-óperunni þar sem að Zara og H&M hafa verið nær einráð. Reyndar stutt frá Hauss- mann-búlvarði þar sem hin frægu magasín Parísar er að finna. Í verslun Uniglo er hægt að fá peysur frá um 40 evrum upp í um 80 og hver flík er framleidd í átján litum svo það ætti að vera hægt að finna eitt- hvað fyrir alla. Uniglo hefur slegið rækilega í gegn frá opn- uninni 1. október en þetta er sjötta stærsta fataframleiðslu- keðja í heimi og allar vörunar eru „made in Japan“ meðal ann- ars úr frumlegum efnum sem hvergi sjást annars staðar. bergb75@free.fr Í lok fimmtándu aldar voru langflestir karl- mannaskór með ferkantaðri tá. Tísk- una kynnti Karl VIII. af Frakklandi. Færri vissu að hann var í slíkum skóm til að fela það að hann var í reynd með sex tær á öðrum fæti. heimild: af netinu Ullarstríð í vetrarbyrjun Nektarmynd af frönsku forseta- frúnni Cörlu Bruni Sarkozy verður boðin upp í París. Nektarmyndina tók franski ljós- myndarinn Michel Comte af Cörlu Bruni meðan hún starfaði sem ljósmyndafyrirsæta. Hún er nú til sýnis í Piasa-sýningar- salnum í París en ætlunin er að bjóða myndina upp 20. nóvember næstkomandi hjá uppboðshúsinu Drouot. Myndina átti þýskur safnari og er hún metin á 6.000 til 9.000 evrur eða á 1,1 til 1,6 milljónir króna. Önnur mynd af frú Sarkozy eftir sama ljósmyndara var seld í fyrra á 91 þúsund dollara eða ell- efu milljónir króna hjá uppboðs- húsinu Christie’s í New York. Nakin Carla Bruni boðin upp í París Feginleiki og gleði ríkir í her- búðum Prada á Ítalíu þar sem uppsögnum starfsmanna var frestað. Eftirspurn eftir vor- og sumar- línu tískufyrirtækisins 2010 er mun meiri en gert var ráð fyrir. Þannig hefur uppsögnum starfs- manna, sem ganga áttu í gildi fljót- lega, verið frestað. Prada sendi starfsmönnum sínum bréf fyrr í vikunni þar sem forsvarsmenn þess sögðu geta til- kynnt það með gleði að markað- urinn virtist vera að jafna sig að einhverju leyti eftir mikla nið- ursveiflu. Og vonandi væri þetta byrjunin á nýrri uppbyggingu. Ekki bera allir sig jafnvel en koll- egar þeirra hjá Versace í Mílanó gera ráð fyrir miklum niðurskurði og segjast í augnablikinu ekki sjá annað en að framleiðsla þeirra muni dragast saman á næsta ári. - jma Góðar fréttir úr herbúðum Prada Prada fór í niðurskurðaraðgerðir vegna mikillar niðursveiflu í tískuheiminum en sér nú fram á betri tíma. Einn frægasti tísku- og portrettljós- myndari allra tíma, Irving Penn, lést á mánudag, 92 ára að aldri. Margar bækur með verkum Penns hafa komið út og Metropolitan safn- ið í New York hefur oftsinnis sýnt ljós- myndir hans. Frægastur var hann fyrir að mynda frönsk módel sem og heimskunn andlit úr alþjóðlega menningarlífinu. Penn vann lengi fyrir franska Vogue og á óteljandi forsíður tímaritsins í gegnum tíðina. - jma Afi tískuljósmyndunar látinn IRVING PENN MYNDAÐI FRANSKAR FYRIRSÆTUR OG HEIMSKUNNAR PERSÓNUR. Eitt af verkum Irvings Penn, portrett af leikskáldinu John Osborne. ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Skór & töskur Sérverslun með FÁKAFENI 9 (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 www.gabor.is             ! "#$% &'( )* + ,-%,.,/,-%,.,0& System kr. 33.900,- Flex Max kr. 27.900,- Flex kr. 22.900,- FLOTT Í VETUR... Myndin af Cörlu Bruni var tekin af ljósmyndaranum Michel Comte. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.