Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 74
54 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Meistaradeild Evrópu: E-RIÐILL: Lyon-Liverpool 1-1 0-1 Ryan Babel (83.), 1-1 Lisandro (89.) Fiorentina-Debrecen 5-2 1-0 Adrian Mutu (14), 1-1 Gergely Rudolf (38.), 2-1 Dario Dainelli (52.), 3-1 Riccardo Montolivo (59.), 4-1 Marco Marchionni (61.), 4-2 Adamo Coulibaly (70.), 5-2 Alberto Gilardino (74.) STAÐAN: Lyon 10, Fiorentina 9, Liverpool 4, Debrecen 0. F-RIÐILL: Rubin Kazan-Barcelona 0-0 Dynamo Kiev-Inter 1-2 1-0 Andriy Shevchenko (21.), 1-1 Diego Milito (86.), 1-2 Wesley Sneijder (89.). STAÐAN: Inter 6, Barcelona 5, Rubin Kazan 5, Dynamo Kiev 4. G-RIÐILL: Sevilla-Stuttgart 1-1 1-0 Jesus Navas (14.), 1-1 Zdravko Kuzmanovic (78.) Unirea Urziceni-Rangers 1-1 0-1 Lee McCulloch (78.), 1-1 Marius Onofras (88.) STAÐAN: Sevilla 10, Unirea 5, Stuttgart 3, Rangers 2. H-RIÐILL: Arsenal-AZ Alkmaar 4-1 1-0 Cesc Fabregas (25.), 2-0 Samir Nasri (43.), 3-0 Cesc Fabregas (52.), 4-0 Abou Diaby (72.), 4-1 Jeremain Lens (82.). Standard Liege-Olympiakos 2-0 1-0 Mbokani Bezua (30.), 2-0 Milan Jovanovic (88.) STAÐAN: Arsenal 10, Olympiakos 6, Standard Liege 4, AZ Alkmaar 2. Enska úrvalsdeildin: West Ham-Aston Villa 2-1 1-0 Mark Noble, víti (45.), 1-1 Ashley Young (52.), 2-1 Zavon Hines (90.). N1-deild kvenna: HK-Stjarnan 30-40 (13-22) IE-deild kvenna: Haukar-Valur 71-57 Stig Hauka: Heather Ezell 35, Ragna Brynjars- dóttir 10, Telma Björk Fjalarsdóttir 8, Heiðrún Hauksdóttir 5, Margrét Hálfdánardóttir 4, Kristín Reynisdóttir 4, Auður Ólafsdóttir 3, Stig Vals: Sakera Young 14, Hrund Jóhannsdóttir 11, Berglind Ingvarsdóttir 8, Hanna Hálfdánar- dóttir 7, Þórunn Bjarnadóttir 6, Kristín Óladóttir 3, Grindavík-Hamar 58-63 Stig Grindavíkur: Michele DeVault 15, Helga Hallgrímsdóttir 11, Petrúnella Skúladóttir 10, Jov- ana Stefánsdóttir 8, Íris Sverrisdóttir 6, Ingibjörg Jakobsdóttir 6, Berglind Magnúsdóttir 2. stig Hamars: Koren Schram 19, Sigrún Ámunda- dóttir 14, Guðbjörg Sverrisdóttir 13, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Íris Ásgeirsdóttir 5, Fanney Guðmundsdóttir 3, Sóley Guðgeirsdóttir 2. Njarðvík-Keflavík 66-80 Stig Njarðvíkur: Shantrell Moss 22, Ína Ein- arsdóttir 12, Ólöf Helga Pálsdóttir 11, Helga Jónasdóttir 8, Harpa Hallgrímsdóttir 6, Sigurlaug Guðmundsdóttir 5, Heiða Valdimarsdóttir 2. Stig Keflavíkur: Viola Beybeyah 26, Bryndís Guð- mundsdóttir 20, Birna Valgarðsdóttir 13, Hrönn Þorgrímsdóttir 10, Marín Rós Karlsdóttir 6, Sigrún Albertsdóttir 3, Telma Ásgeirsdóttir 2. ÚRSLIT FÓTBOLTI Lyon og Sevilla tryggðu sér farseðilinn í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær og Arsenal er nánast búið að gera slíkt hið sama. Það verður ekki sagt um Liverpool sem gerði jafn- tefli gegn Lyon. Liverpool þarf núna að vinna sína leiki og treysta á að Fiorentina misstígi sig gegn Lyon. Fernando Torres var í liðinu hjá Liverpool þó svo hann væri ekki heill heilsu en fjölda lykilmanna vantaði í lið gestanna, þar á meðal Steven Gerrard. Fernando Torres fékk algjört dauðafæri á 12. mínútu þegar varnarmenn Lyon gleymdu honum. Sem betur fer fyrir heimamenn var skot Torres slakt og fór beint á markvörð Lyon, Lloris. Sá gerði mjög vel fjórum mínútum síðar þegar hann varði skot Dirk Kuyt yfir markið. Andriy Voronin fékk kærkom- ið tækifæri í byrjunarliði Liver- pool. Hann hefði getað stimplað sig inn á 28. mínútu þegar hann komst einn í gegnum vörn Lyon en hann lét verja frá sér. Gullið færi fór þar forgörðum og markalaust í leikhléi. Liverpool kom ákveðið úr bún- ingsklefanum og byrjaði að pressa heimamenn nokkuð fast. Illa gekk þó að opna vörnina hjá Lyon. Meiri kraft vantaði í sóknina hjá Liverpool. Hasarinn jókst undir lokin og Liverpool slapp með skrekkinn tólf mínútum fyrir leikslok. Lisandro lék þá laglega á varnarmenn Liver- pool, komst í úrvalsskotstöðu en skotið smeig fram hjá markinu. Það reyndist heldur betur góð ákvörðun hjá Benitez að skipta Babel inn fyrir Voronin. Þegar sjö mínútur lifðu leiks fékk Babel bolt- ann fyrir utan teiginn, hann ákvað að láta vaða og smellhitti boltann af slíkri snilld að hann söng uppi í markhorninu. Stórkostlegt mark. Lyon gerði Liverpool skráveifu undir lok leiks liðanna á Anfield og endurtók leikinn í gær. Varnar- menn Liverpool voru í vandræð- um með Lisandro og hann komst aftur í gegn mínútu fyrir leikslok og að þessu sinni fann hann leiðina í markið. Kjaftshögg fyrir Liver- pool sem er í vondum málum. henry@frettabladid.is Lisandro nánast slökkti ljósin hjá Liverpool Líf Liverpool í Meistaradeildinni hangir á bláþræði eftir 1-1 jafntefli gegn Lyon. Örlög þeirra eru ekki lengur í þeirra höndum. Arsenal er nánast komið áfram í sextán liða úrslit og Inter stendur vel að vígi eftir ævintýralegan sigur í Kiev. Í TOPPFORMI Cesc Fabregas skoraði tvívegis fyrir Arsenal í gær þegar liðið tryggði sig inn í sextán liða úrslitin. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES SVEKKELSI Fernando Torres lék nánast allan leikinn í gær þó svo hann væri ekki heill heilsu. Hann fékk úrvalsfæri í fyrri hálfleik í gær sem hann nýtti ekki. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Það var ekki bara spilað í Meistaradeildinni í gærkvöldi því einn leikur fór fram í enska boltanum. West Ham tók á móti Aston Villa en West Ham þurfti sárlega á sigri að halda. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik fyrr en West Ham fékk vítaspyrnu undir lok hálfleiks- ins. Ekki voru allir á eitt sáttir um réttmæti spyrnunnar. Mark Noble var ekki að velta slíku fyrir sér heldur setti boltann bara beint í markið. Villa lagði ekki árar í bát og Ashley Young jafnaði leikinn um miðjan síðari hálfleik. Það var svo mikil dramatík undir lokin þegar bæði lið freist- uðu þess að landa sigri. West Ham tók aftur á móti öll stigin þegar Zavon Hines skoraði sig- urmarkið og sá til þess að West Ham fékk gríðarlega mikilvæg stig. Sigurinn lyfti West Ham úr fallsæti og alla leið í sextánda sæti deildarinnar. Aston Villa er aftur á móti í sjöunda sæti. - hbg Enska úrvalsdeildin: Hines tryggði þrjú stig KÁTUR Mark Noble fagnar hér marki sínu úr vítaspyrnu. NORDICPHOTOS/AFP DEGEN Trúði ekki eigin augum þegar hann fékk rautt um síðustu helgi. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Aganefnd enska knatt- spyrnusambandsins komst að þeirri niðurstöðu í gær að rauða spjaldið sem Philipp Degen, leik- maður Liverpool, fékk í leik liðs- ins gegn Fulham um síðustu helgi skyldi standa. Liverpool áfrýjaði dómnum og vildi fá honum breytt í áminningu. Degen mun nú missa af leikj- um Liverpool gegn Birmingham, Manchester City og Everton. Jamie Carragher fékk einnig beint rautt í leiknum og áfrýjaði félagið einnig þeim dómi. Beðið er nú niðurstöðu þess máls. Aganefndin leiðrétti einnig tvær áminningar sem voru gefn- ar röngum mönnum þar sem farið var mannavillt í báðum tilvikum. Rafael Da Silva, leik- maður Manchester United, fær nú gula spjaldið skráð á sig sem tvíburabróðir hans, Fabio, fékk í leik liðsins gegn Barnsley. Þá er gula spjaldið sem Stephen Warn- ock fékk í leik Aston Villa gegn Everton nú skráð á Stiliyan Pet- rov, félaga hans hjá Villa. - esá Philipp Degen: Rauða spjaldið stendur óbreytt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.