Fréttablaðið - 05.11.2009, Síða 74

Fréttablaðið - 05.11.2009, Síða 74
54 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Meistaradeild Evrópu: E-RIÐILL: Lyon-Liverpool 1-1 0-1 Ryan Babel (83.), 1-1 Lisandro (89.) Fiorentina-Debrecen 5-2 1-0 Adrian Mutu (14), 1-1 Gergely Rudolf (38.), 2-1 Dario Dainelli (52.), 3-1 Riccardo Montolivo (59.), 4-1 Marco Marchionni (61.), 4-2 Adamo Coulibaly (70.), 5-2 Alberto Gilardino (74.) STAÐAN: Lyon 10, Fiorentina 9, Liverpool 4, Debrecen 0. F-RIÐILL: Rubin Kazan-Barcelona 0-0 Dynamo Kiev-Inter 1-2 1-0 Andriy Shevchenko (21.), 1-1 Diego Milito (86.), 1-2 Wesley Sneijder (89.). STAÐAN: Inter 6, Barcelona 5, Rubin Kazan 5, Dynamo Kiev 4. G-RIÐILL: Sevilla-Stuttgart 1-1 1-0 Jesus Navas (14.), 1-1 Zdravko Kuzmanovic (78.) Unirea Urziceni-Rangers 1-1 0-1 Lee McCulloch (78.), 1-1 Marius Onofras (88.) STAÐAN: Sevilla 10, Unirea 5, Stuttgart 3, Rangers 2. H-RIÐILL: Arsenal-AZ Alkmaar 4-1 1-0 Cesc Fabregas (25.), 2-0 Samir Nasri (43.), 3-0 Cesc Fabregas (52.), 4-0 Abou Diaby (72.), 4-1 Jeremain Lens (82.). Standard Liege-Olympiakos 2-0 1-0 Mbokani Bezua (30.), 2-0 Milan Jovanovic (88.) STAÐAN: Arsenal 10, Olympiakos 6, Standard Liege 4, AZ Alkmaar 2. Enska úrvalsdeildin: West Ham-Aston Villa 2-1 1-0 Mark Noble, víti (45.), 1-1 Ashley Young (52.), 2-1 Zavon Hines (90.). N1-deild kvenna: HK-Stjarnan 30-40 (13-22) IE-deild kvenna: Haukar-Valur 71-57 Stig Hauka: Heather Ezell 35, Ragna Brynjars- dóttir 10, Telma Björk Fjalarsdóttir 8, Heiðrún Hauksdóttir 5, Margrét Hálfdánardóttir 4, Kristín Reynisdóttir 4, Auður Ólafsdóttir 3, Stig Vals: Sakera Young 14, Hrund Jóhannsdóttir 11, Berglind Ingvarsdóttir 8, Hanna Hálfdánar- dóttir 7, Þórunn Bjarnadóttir 6, Kristín Óladóttir 3, Grindavík-Hamar 58-63 Stig Grindavíkur: Michele DeVault 15, Helga Hallgrímsdóttir 11, Petrúnella Skúladóttir 10, Jov- ana Stefánsdóttir 8, Íris Sverrisdóttir 6, Ingibjörg Jakobsdóttir 6, Berglind Magnúsdóttir 2. stig Hamars: Koren Schram 19, Sigrún Ámunda- dóttir 14, Guðbjörg Sverrisdóttir 13, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Íris Ásgeirsdóttir 5, Fanney Guðmundsdóttir 3, Sóley Guðgeirsdóttir 2. Njarðvík-Keflavík 66-80 Stig Njarðvíkur: Shantrell Moss 22, Ína Ein- arsdóttir 12, Ólöf Helga Pálsdóttir 11, Helga Jónasdóttir 8, Harpa Hallgrímsdóttir 6, Sigurlaug Guðmundsdóttir 5, Heiða Valdimarsdóttir 2. Stig Keflavíkur: Viola Beybeyah 26, Bryndís Guð- mundsdóttir 20, Birna Valgarðsdóttir 13, Hrönn Þorgrímsdóttir 10, Marín Rós Karlsdóttir 6, Sigrún Albertsdóttir 3, Telma Ásgeirsdóttir 2. ÚRSLIT FÓTBOLTI Lyon og Sevilla tryggðu sér farseðilinn í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær og Arsenal er nánast búið að gera slíkt hið sama. Það verður ekki sagt um Liverpool sem gerði jafn- tefli gegn Lyon. Liverpool þarf núna að vinna sína leiki og treysta á að Fiorentina misstígi sig gegn Lyon. Fernando Torres var í liðinu hjá Liverpool þó svo hann væri ekki heill heilsu en fjölda lykilmanna vantaði í lið gestanna, þar á meðal Steven Gerrard. Fernando Torres fékk algjört dauðafæri á 12. mínútu þegar varnarmenn Lyon gleymdu honum. Sem betur fer fyrir heimamenn var skot Torres slakt og fór beint á markvörð Lyon, Lloris. Sá gerði mjög vel fjórum mínútum síðar þegar hann varði skot Dirk Kuyt yfir markið. Andriy Voronin fékk kærkom- ið tækifæri í byrjunarliði Liver- pool. Hann hefði getað stimplað sig inn á 28. mínútu þegar hann komst einn í gegnum vörn Lyon en hann lét verja frá sér. Gullið færi fór þar forgörðum og markalaust í leikhléi. Liverpool kom ákveðið úr bún- ingsklefanum og byrjaði að pressa heimamenn nokkuð fast. Illa gekk þó að opna vörnina hjá Lyon. Meiri kraft vantaði í sóknina hjá Liverpool. Hasarinn jókst undir lokin og Liverpool slapp með skrekkinn tólf mínútum fyrir leikslok. Lisandro lék þá laglega á varnarmenn Liver- pool, komst í úrvalsskotstöðu en skotið smeig fram hjá markinu. Það reyndist heldur betur góð ákvörðun hjá Benitez að skipta Babel inn fyrir Voronin. Þegar sjö mínútur lifðu leiks fékk Babel bolt- ann fyrir utan teiginn, hann ákvað að láta vaða og smellhitti boltann af slíkri snilld að hann söng uppi í markhorninu. Stórkostlegt mark. Lyon gerði Liverpool skráveifu undir lok leiks liðanna á Anfield og endurtók leikinn í gær. Varnar- menn Liverpool voru í vandræð- um með Lisandro og hann komst aftur í gegn mínútu fyrir leikslok og að þessu sinni fann hann leiðina í markið. Kjaftshögg fyrir Liver- pool sem er í vondum málum. henry@frettabladid.is Lisandro nánast slökkti ljósin hjá Liverpool Líf Liverpool í Meistaradeildinni hangir á bláþræði eftir 1-1 jafntefli gegn Lyon. Örlög þeirra eru ekki lengur í þeirra höndum. Arsenal er nánast komið áfram í sextán liða úrslit og Inter stendur vel að vígi eftir ævintýralegan sigur í Kiev. Í TOPPFORMI Cesc Fabregas skoraði tvívegis fyrir Arsenal í gær þegar liðið tryggði sig inn í sextán liða úrslitin. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES SVEKKELSI Fernando Torres lék nánast allan leikinn í gær þó svo hann væri ekki heill heilsu. Hann fékk úrvalsfæri í fyrri hálfleik í gær sem hann nýtti ekki. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Það var ekki bara spilað í Meistaradeildinni í gærkvöldi því einn leikur fór fram í enska boltanum. West Ham tók á móti Aston Villa en West Ham þurfti sárlega á sigri að halda. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik fyrr en West Ham fékk vítaspyrnu undir lok hálfleiks- ins. Ekki voru allir á eitt sáttir um réttmæti spyrnunnar. Mark Noble var ekki að velta slíku fyrir sér heldur setti boltann bara beint í markið. Villa lagði ekki árar í bát og Ashley Young jafnaði leikinn um miðjan síðari hálfleik. Það var svo mikil dramatík undir lokin þegar bæði lið freist- uðu þess að landa sigri. West Ham tók aftur á móti öll stigin þegar Zavon Hines skoraði sig- urmarkið og sá til þess að West Ham fékk gríðarlega mikilvæg stig. Sigurinn lyfti West Ham úr fallsæti og alla leið í sextánda sæti deildarinnar. Aston Villa er aftur á móti í sjöunda sæti. - hbg Enska úrvalsdeildin: Hines tryggði þrjú stig KÁTUR Mark Noble fagnar hér marki sínu úr vítaspyrnu. NORDICPHOTOS/AFP DEGEN Trúði ekki eigin augum þegar hann fékk rautt um síðustu helgi. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Aganefnd enska knatt- spyrnusambandsins komst að þeirri niðurstöðu í gær að rauða spjaldið sem Philipp Degen, leik- maður Liverpool, fékk í leik liðs- ins gegn Fulham um síðustu helgi skyldi standa. Liverpool áfrýjaði dómnum og vildi fá honum breytt í áminningu. Degen mun nú missa af leikj- um Liverpool gegn Birmingham, Manchester City og Everton. Jamie Carragher fékk einnig beint rautt í leiknum og áfrýjaði félagið einnig þeim dómi. Beðið er nú niðurstöðu þess máls. Aganefndin leiðrétti einnig tvær áminningar sem voru gefn- ar röngum mönnum þar sem farið var mannavillt í báðum tilvikum. Rafael Da Silva, leik- maður Manchester United, fær nú gula spjaldið skráð á sig sem tvíburabróðir hans, Fabio, fékk í leik liðsins gegn Barnsley. Þá er gula spjaldið sem Stephen Warn- ock fékk í leik Aston Villa gegn Everton nú skráð á Stiliyan Pet- rov, félaga hans hjá Villa. - esá Philipp Degen: Rauða spjaldið stendur óbreytt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.