Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 18
18 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Árið 2010 er eyrnamerkt baráttu við fátækt U ng ve rja la nd Bú lg ar ía Rú m en ía Le ttl an d Po rt úg al Fr ak kl an d G rik kl an d Li th áe n Sl óv ak ía Sl óv en ía Be lg ía Íta lía Ei st la nd ES B Þý sk al an d Pó lla nd Írl an d Br et la nd Sp án n Té kk la nd H ol la nd Lú xe m bu rg Fi nn la nd M al ta Au st ur rík i Sv íþ jó ð Ký pu r D an m ör k 96 92 90 89 88 86 84 79 79 78 75 75 73 73 72 71 69 66 66 59 58 55 54 53 53 37 34 31 4 6 5 10 1 2 13 1 6 19 2 0 21 25 22 26 25 26 24 25 30 3 2 40 40 42 45 44 44 6 1 65 68 0 2 5 1 0 1 0 2 1 1 0 3 1 2 2 5 6 4 2 1 2 3 1 3 3 2 1 1 MYNDIR ÞÚ SEGJA AÐ FÁTÆKT Í ÞÍNU LANDI SÉ...? Útbreidd Ekki útbreidd Veit ekki Eurobarometer, skoðanamælir Evrópusambandsins, er könn- un sem framkvæmd hefur verið reglulega allt frá árinu 1973. Í til- efni baráttuárs gegn fátækt og félagslegri einangrun á næsta ári voru þeir nærri 27 þúsund íbúar Evrópusambandsins spurð- ir sérstaklega út í þau mál. Könnunin árið, sem stóð frá 28. ágúst til 17. september, náði ein- göngu til Evrópusambandslanda, jafnvel þótt Ísland og Noregur taki þátt í baráttuárinu gegn fátækt. Hér að neðan getur því bara á að líta viðhorf íbúa þjóða í Evrópusambandinu til fátæktar í landi sínu, þótt ef til vill megi álykta að Ísland og Noregur séu einhvers staðar á pari við Dani og Svía hvað viðhorfin varðar. Fram kemur hins vegar að íbúar nýj- ustu ríkja ESB skera sig úr í því hvað fátækt þykir mikið vanda- mál þar, en Danir hafa minnstar áhyggjur af málinu. - óká 16 prósent Evrópubúa eru undir fátæktarmörkum: Nýju ríkin skera sig úr Evrópusambandið bauð fjölmiðlafólki víðs vegar úr álfunni að taka þátt í námskeiði og ráðstefnu í tengslum við Evrópuárið 2010 gegn fátækt og félagslegri einangr- un. Átaksárinu verður hleypt af stokk- unum með viðhöfn í Madrid á Spáni 21. janúar næstkomandi. Námskeið og fyrirlestrar fóru fram í Brussel í Belgíu, en tilgangurinn var bæði að kynna átaksár ESB og vekja fjölmiðla- fólk til umhugsunar um hvernig fjallað væri um fátækt og hvort fjölmiðlar hefðu hlutverki að gegna í baráttunni. Bretar hafa gert rannsóknir á birtingar- mynd fátæktar í fjölmiðlum og þeim hindrunum sem orðið geta á vegi þeirra sem fjalla um málið. Á vinnustofu þar sem sérfræðingar lýstu reynslu sinni sagði William Crawley, fréttamaður BBC á Írlandi, að fátækt yrði jafnan útundan í fjölmiðlum. Reynslan sýni að oft sé ekki nema klórað í yfirborðið. Þá skorti á að raunveruleg dæmi séu dregin fram og talað við fólk sem málið snertir og brenna vilji við að fréttir um fátækt snúist meira og minna um tölfræði. Undir þetta tók annað fjölmiðlafólk og töldu margir hætt við að fordómar í garð þeirra sem á einhvern hátt hafa orðið undir í lífsbarátt- unni kunni að lita fréttaflutning. - óká FRÉTTAMAÐUR BBC William Crawley, fréttamaður BBC, stýrði umræðum í málstofu um fátækt fyrir síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ FJÖLMIÐLAR, FÁTÆKT OG FÉLAGSLEG EINANGRUN Algjörri fátækt, þar sem fólk á ekki til hnífs og skeiðar, er hægt að útrýma. Annað gildir um hlutfalls- lega fátækt. Evrópusam- bandið tileinkar næsta ár baráttunni við fátækt og félagslega einangrun. Nærri þrír fjórðu íbúa Evrópu líta svo á að fátækt sé útbreitt vanda- mál í landi þeirra. Níu af hverj- um tíu vilja að stjórnvöld bregðist þegar við. Þetta er meðal niður- staðna reglulegrar viðhorfskönnun- ar Evrópusambandsins (ESB) sem kynnt var nýverið í Brussel. Evrópusambandið kynnti um leið að næsta ár verði tileinkað barátt- unni gegn fátækt og félagslegri ein- angrun. Þátt taka ríki Evrópusam- bandsins auk Íslands og Noregs. Á ráðstefnunni kom fram að Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar, hafi ætlað að mæta, en var svo upptekinn á leið- togafundi í næsta húsi. Hann sendi hins vegar vídeóskilaboð þar sem hann áréttaði að baráttan við fátækt væri forgangsmál hjá sambandinu. Hann benti á að 78 milljónir Evr- ópubúa væru undir fátæktarmörk- um, eða 16 prósent íbúa álfunnar. Nægði 8 prósentum ekki að hafa vinnu til að komast út úr fátækt. Fólk telst undir fátæktarmörk- um sem hefur 60 prósent af mið- gildi ráðstöfunartekna fjölskyldna í landinu. Fólk sem er undir því tekjumarki líður skort í samanburði við aðra í landinu og nýtur ekki sömu tækifæra. „Fátækt er vanda- mál heimsins alls og við megum ekki láta efnahagskreppu hins þró- aða heims trufla aðstoð okkar við þróunarlönd. Mynda þarf bandalag í baráttunni við fátækt, jafnt innan Evrópu sem utan,“ sagði Barroso. Fintan Farrell, framkvæmda- stjóri EAPN, evrópskra baráttu- samtaka gegn fátækt, lagði í máli sínu áherslu á að baráttan gegn fátækt væri mannréttindabar- átta. „Við eigum að líta málið sömu augum og baráttuna gegn þræla- haldi,“ segir hann og bendir á að fátækt fólk njóti ekki sömu rétt- inda og aðrir. „Vandinn er kerfis- bundinn, en ekki bara bundinn við einstaklinga,“ segir hann. Opinber vefur baráttuársins er www.2010againstpoverty.eu. FINTAN FARRELL Í PONTU Írinn Finn Farrell, framkvæmdastjóri EAPN, þekkir fátækt af eigin raun og segir mikilsvert að draga ekki upp bara upp þá mynd af fátækum að þar sé fólk með vandamál, heldur af fólki sem leitar lausna. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ Vilja að fátækt heyri sögunni til Á RÁÐSTEFNU Vladimir Spidla, framkvæmdastjóri félags- og atvinnumála ESB, (í pontu) segir að með því að tileinka árið 2010 barátt- unni við fátækt sé ætlunin að vekja athygli á sameiginlegri ábyrgð allra við að takast á við vandamálið. Hann segir yfirstandandi efna- hagsþrengingar ekki mega trufla baráttuna og telur þær raunar hafa gert gott í að efla áherslu á grunngildi og samstöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ FRÉTTASKÝRING ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON olikr@frettabladid.is MEIRA Á urvalutsyn.is Fararstjóri: Ingibergur Jóhannsson 109.000kr. EINSTAKT GOLFTILBOÐ! Viku golfferð 11. eða 18. nóvember í sólarparadísinni Tenerife. * Ve rð m ið as t vi ð að b ók að s é á ne tin u. Fa ra rs tj ór n er h áð lá gm ar ks þá tt tö ku . 109.000kr. VERÐ FRÁ:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.