Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 11
[ vaka]
MUSSOLINI.
121
asti talsmaður hennar og lét nú sem heill og heiður
Ítalíu vœri í veði, ef hún gengi ekki í ófriðinn. Enginn
veit, hvað þessum sinnaskiftum hefir valdið. Sumir óvinir
Mussolini’s hafa lostið upp þeim kvitt, að Frakkar hai'i
inútað honuin til fylgis við sig, en engin rök hafa þeir
i'ært fyrir þeirri sakargift. Sturzo kemst svo að orði, að
þessi stefnubreyting hans sé öllum ráðgáta enn í dag.
C)g það eitt er víst, að ekki græddi hann á henni í svip,
því að nú reis allur meginþorri jafnaðarmanna upp á
inóti honum og sviftu hann ritstjórninni og öllum trún-
aðarstörfum innan flokksins.
Skömmu síðar hafði Mussolini stofnað nýtt blað (okt.
1914). Telur hann sig þá enn jafnaðarmann, en hellir
nú botnlausum skömmum yfir alla friðarvini, og átti
blað hans áreiðanlega nokkurn þátt í, að ófriðarstefn-
an varð ofan á í Ítalíu. Hann gerðist sjálfhoðaliði í ó-
friðnum, særðist og tók síðan aftur við ritstjórn að
blaði sínu. Fór nú þjóðernisofstæki hans sívaxandi og
þreyttist hann aldrei á að æsa ófriðarhug þjóðarinnar,
þangað til styrjöldin var til lykta leidd.
í marzmánuði 1919 stofnaði hann fascista-ílokkinn.
Þá er hann aftur orðinn friðarvinur og virðist nú renna
hýru auga til sinna fyrri flokksbræðra. Skulu hér til-
greind nokkur atriði úr hinni fyrstu stefnuskrá flokks-
ins: ítalia skal gerð að lýðveldi. Herskylda skal afnum-
in. Unnið skal að því, að allar þjóðir leggi niður vígbún-
að og að bannaður sé tilbúningur hergagna. Málfrelsi og
ritfrelsi skal tryggt sem bezt, slíkt hið sama trúarbragða-
frelsi og frelsi til félagsskapar. Bændum eða bændafé-
lögum skal séð fyrir jörðum lil eignar. Slíkir titlar sem
„fursti, „hertogi“ o. s. frv. skulu afnumdir. Þjóðfélags-
óinagar, sem ekkert vinna öðruin til gagns, skulu gerð-
ir landrækir. Allir leynisainningar þjóða á milli skulu
bannaðir. Háir skattar skulu lagðir á auðsöfn einstak-
linga, og auður, sem er ekki notaður til þarflegra hluta,
skal gerður upptækur o. s. frv.