Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 92
202
RITFREGNIR.
[vaka]
eins og matarlystin sjálf hefði svelt hana til þrautar,
angistin, seni klæðist sekk og ösku og spýtir galli i sinn
eigin svaladrykk, volæðið, er sáldar ösku á höfuð manni.
Á öllu þessu varð eg að bergja til skiftis; þetta var mat-
ur minn og drykkur, og um all langt skeið átti ég einskis
annars úrkosti“.
En hvernig lauk svo þessari hugarkvöl? — Því svarar
hann á síðari staðnum, sem hefir ekki heldur verið
þýddur: — „Stund iðrunarinnar kom yfir mig. En sú
stund, er maður kannast við syndir sínar, er vígslustund-
in. Hún verður til þess, að maður breytir til uin fortíð
sína. Ef til vill breytist nú eitthvað til hins betra í lifi
inínu; það eru einkaréttindi þeirra, sein þjáðst hafa og
kvalizt, að verða að betra manni“.
Þessum höfuðkafla virðist hafa verið sleppt úr í fyrstu
og algenguslu ensku útgáfunni af því, að hann var nokk-
urs konar endurtekning á þvi, sem segir á hls. 84 og 92 í
ísl. þýð. og er þó ónákvæinlega þýtt. Á bls. 92 segir: —
„En þó að það sé nokkurskonar óvísindaleg hræsni, að
ætla sér að verða betri maður, þá eru það einkaréttindi
þeirra, sem þolað hafa þjáningar, að hafa öðlast meiri
dýpt hugsunarinnar. Og það hygg ég, að ég hafi gert“.
Þetta hefði átt að þýðast svo: — „Þá eru það einkarétt-
indi þeirra, sem þolað hafa þjáningar, að verða að dýpra
manni. Og það hygg ég, að ég hafi orðið“. (— to have
become a deeper man is the privilege of those who have
suffered. And such I think I have become.)
Hvað hafði Wilde þá lært i hegningarhúsinu? Hann
hafði lært að hryggjast með hryggum og þola önn fyrir
þá, sem í raunir rata. Því segir hann nú (á bls. 92—93)
um vin sinn: — „Ef hann lokaði fyrir mér dyrunum
að sorgarhúsinu, mundi ég koma aftur og aftur og beið-
ast inngöngu, til þess að ég gæti tekið þátt i því, sem ég
hefði rétt til að taka þátt í. Ef hann áliti mig óverðugan,
óhæfan til að gráta með honum [þ. e.: með sér], þá
væri það sú bitrasta auðinýking og hræðilegasta smán,
sem á mig yrði lögð“.
Loks segir hann i niðurlagi ritsins, en því hefir líka
verið sleppt úr þýðingunni og ætti, auk ýmislegs ann-
ars, að standa milli siðari málsgreinanna á bls. 110: —
„Vinir inínir geta enn grætt mikið á mér. Þeir komu til
inín til þess að kynnast unaðssemdum lifsins og unaðs-
semdum listarinnar. Ef til vill er eg kjörinn til að kenna