Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 70
180
KRISTJÁN ALBERTSON :
[vaka]
ádeiluhöfiindiiin fyrri tiða eða annára þjóða. Allir játa,
að hvötin til að rísa gegn óhæfu eða því er til óheilla
horfir, þótt það eigi voldugan styrk í aldarfari og al-
menningshuguin, sé drengmannlegur kraftur, — ef
hún er sprottin af sannfæring og þjáning. Allir viður-
kenna, að þörf frjálsborinna manna til þess að segja í
skorinorðu máli það, sem þeir vita sannast, eigi höfuð-
þátt í allri andlegri þróun.
En hvenær sem einhver einstaklingur verður sjálf-
u r fyrir barðinu á bersöglum inanni, þá er hann frá
þeim degi sannfærður um, að sá maður sé hundingi og
þorskhaus og argasti Bolséviki.
Mannlegur lítilmagni fær engin opinber ámæli horið
án þess að umhverfast, óvitkast og espast til haturs.
Og af þessu láta allir þeir menn kúgast, að meira eða
minna leyti, sem vilji lifa i sátt og samlyndi við um-
heiminn, láta fara sem notalegast um sig í þjóðfélagi
sínu. Þeir hvísla sáryrðum í kunningjahóp, í stað þess
að ganga fram fyrir skjöldu.
V. Meginlýti íslenzkrar bersögli.
Þegar nú öllum þorra manna hér á landi er svo farið,
að óinögulegt er að setja sjálfstæðar og rökstuddar að-
finnslur lil þeirra svo kurteislega fram, að þeir ekki
þykkist við þeir sjálfir og öll ætt þeirra — þá skyldi
maður ætla að það hefði þau áhrif, að þeir, sem þögnina
rjúfa, gættu þess að tala sem drengilegast. En eins og
allir vita, fer því mjög fjarri. Mikill hluti alls þess, sem
ritað er í ámælaskyni, t. d. í íslenzk blöð og á uppruna
sinn í ærlegum taugum, er jafnframt gagnsýrt af þeim
hvötum, sem skapa hina óæðri legund ádeilu — illhryss-
ingslegl að orðalagi, ósanngjarnt, fjandsamlegt og
brennimerkt íslenzku siðmenningarleysi. Þetta afsakar
— en þó aldrei nema að nokkru leyti hve algengt er,
að menn bregðist reiðir við, er þeir sæta opihberum á-
mælum. Engum er láaildi, þótt honum hreytist hugur