Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 34
144
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]
mill. líra, og þykjast menn ekki enn þá hafa komið auga
á árangurinn af því ferðalagi.
Það virðist þvi vissara að trúa ekki staðhæfinguin
fascista um fjárhagsástandið á Ítalíu eins og nýju neti.
ICn það hefir fjöldi manna í Evrópu og Ameríku gert.
Að vísu er oft ógerningur að átta sig á, hvorir fari ineð
réttara mál, fascistar eða óvinir þeirra. Þar stendur
staðhæfing gegn staðhæfing. En þetta eitt er víst, að lír-
an hefir í sífellu lækkað í verði síðan 1923. Þá komu
99,79 lírur fyrir sterlingspundið, 1924: 101,76, 1925:
121,02 og 1926 hélt líran enn þá áfram niður á við. Fjár-
málafrægð Mussolini’s er ef til vill aðallega sprottin af
því, að hann lét það vera eitt af sínum fyrstu verkum
að létta þungum byrðum af yfirstéttunum, sem vitan-
lega urðu honum stórþakklátar og hafa síðan snngið
honnm lof og pris bæði í tíma og ótíma.
En vinnufriðurinn? Það er að vísu satt, að verkföll
hafa ekki orðið á ítalíu, síðan Mussolini tók við völdum.
Hann hefir gengið milli bols og höfuðs á hinum eldri
verkamannafélögum og kúgað mikinn hluta vinnulýðsins
til þess að ganga í félög, sem fascistar hafa stofnað. En
ekki er það glæsilegur friður, þótt verkainenn gangi að
vinnu, af því að þeir vita, að svipan og sverðið er á lofti,
ef þeir sýna nokkra tregðu. Ef til vill eiga yfirstéttir
ítalíu eftir að súpa seyðið af því, að hafa látið Mussolini
fara með alræðisvöld í sinu umboði. Það stjórnarfar,
sem nú er á Ítalíu, g e t u r ekki orðið langlíft. Og
Mussolini hefir kennt byltingarmönnum landsins, hvern-
ig þeir eigi að haga sér, ef svo kynni að fara, að þeir
gætu brotizt til valda.
Þess hefir áður verið minnzt, að Mussolini hefir gert
margar tilraunir til þess að ná vinfengi páfa og kaþólsku
kirkjunnar. Pius 11. virðist og upphaflega hafa haft
rniklar mætur á Mussolini og stjórn hans, þótt undar-
legt megi virðast. Annars er flest á huldu uin það, hvað
farið hefir milli Mussolinis og Vatikansins, en það eitt