Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 4
114
ÁRNI PÁLSSOX:
[vaka]
var varnarsamband, og töldust þeir því lausir allra máia,
er Þjóðverjar urðu fyrri til að segja Rússum og Frökk-
um stríð á hendur.
En brátt reis öflug ófriðarhreyfing á Ítalíu. Hatrið til
Austurríkis var gamalt og rótgróið i landinu, enda
hafði ítölum aldrei gleymzt, að margir landar þeirra í
Suður-Tyról og víðar Iutu enn þá Austurríkiskeisara.
ítalska stjórnin reyndist reikul í ráði og tvíhuga, þegar
á herti, og nú hófst hinn ákafasti reipdráttur með banda-
mönnum og miðveldunum um að fá ítalíu á sitt band.
Báðir buðu glæsileg boð, en svo fór að lokum, að banda-
menn höfðu sitt fram, og Ítalía sagði Austurríki stríð á
hendur í marzmánuði 1915. Þó var stríðið í upphafi
mjög óvinsælt meðal sumra stétta á ítalíu. Einkum
var allur meginþorri jafnaðarmanna gersamlega and-
vígur ófriðnum, og reyndust þeir að því leyti stefnu-
fastari en skoðanabræður þeirra í öðrum ófriðarlöndum.
Það gerðist fyrst eftir ófarirnar við Caporetto 1917, að
öll italska þjóðin varð einhuga um að leggja allt í söl-
urnar og berjast til fulls sigurs.
Ítalía eftir ófriðinn.
Svo sem aðrar þjóðir höfðu ítalir gert sér margar og
miklar tálvonir um frið og fullsælu, er sigurinn loks
væri unninn. Þó er það söguleg reynsla, að aldrei harðn-
ar svo í búi hjá þjóðunuin sem eftir langvinnar
styrjaldir, og gengur það lögmál jafnt yfir sigurvegarana
sem þá, er lotið hafa í lægra haldi. Og ef til vill hefir
ekkert land orðið svo hart úti við ófriðarlokin sein ítalia.
Að vísu voru nú hin ítölsku héruð Austurríkis unnin.
En sá sigur hafði verið keyptur dómadagsverði. ítalia
hafði fórnað fólki og fé í ófriðnum, svo að ódæmum
sætti, og nú átti friðarfundurinn í París að binda um
sárin. Á þeim fundi virðast hafa setið blindari menn en
dæmi eru til fyr eða síðar i sögu Evrópuþjóða, enda
hefir öll viðleitni stjórnmálamanna álfunnar síðan