Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 46
156
JÓX ÞORLÁKSSON:
[vaka'
en að eins að litlu leyti sem efnivara til smíða, og hefir
því hlotið að fylgja nokkurnveginn því lögmá'i, sem
menn nú vita að gildir um peninga á öllum tímum;
ég á hér við það lögmál, að verölagið ákvarðast af hlut-
fallinu milli vörumagnsins (fjármunamagnsins) ann-
arsvegar og peningamagnsins hinsvegar. Ef vörumagnið
eykst, en peningamagnið stendur í stað, þá kemur fram
vöruverðlækkun, og er sama sem verðhækkun á pen-
ingunum, þ. e. það fást meiri vörur (fleiri álnir vað-
mála) fyrir sömu peninga (eyri silfurs) heldur en áður.
Vér skulum nú hugsa oss að landnámsmenn hafi upp
og ofan flutt út hingað jafnmikið silfur á mann og jafn-
mikla fjármuni á mann alla landnámsöldina frá 874-
930. Þá liefði allan tímann verið sama hlutfall milli
innflutta silfursins og innfluttu fjármunanna í landinu,
og ef hvorugt hefði eyðst eða aukizt eftir innflutning-
inn, þá hefði haldizt hér fast og óhreytt hlutfall milli
silfurverðs og vöruverðs alla landnámsöldina. Vér vit-
um nú með vissu að innflutta silfrið gat ekki aukizt,
en það hefir minnkað eitthvað, flutzt úr landi í verzl-
unarviðskiftúm og við utanfarir. Með jafn óyggjandi
vissu vitum vér að vörumagnið í landinu hefir farið
vaxandi, hæði vegna verzlunarinnflutnings, viðkomu
búpenings og afurða, þar á meðal skinna, ullar og vað-
mála. Vöruverð hlaut því að lækka eða silfur að hækka
gagnvart öðrum aurum. Ekkert er sjáanlegt, sem hefði
getað hindrað þetta, nema ef hinir síðari landnámsmenn
hefðu verið stórum auðugri að silfri en hinir fyrri, svo
að innflutningiir silfurs hefði ekki verið jafn, heldur
farið vaxandi. En fyrir þessu eru engar líkur, heldur
miklu fremur fyrir hinu gagnstæða, að auðugustu höfð-
ingjarnir hafi komið fyrri hluta landnámsaldar, meðan
nóg ónumið land var til í beztu héröðum landsins og
meðan ofríki Haralds hárfagra var nýtilkomið.
Hinsvegar má ekki gjöra ráð fyrir að eiginlegt verð-
Jag, eða fast hlutfall milli silfurs og annara aura, hafi