Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 48
158
JÓN ÞORL.: SILFRIÐ IÍOÐRANS.
u VAKA
veriS. Hafi eyrir af brenndu silfri áður jafngilt (i álnum
vaðmála, þá hefir líklega sú hugsun verið uppi i fyrstu,
að láta eyri hins nýja lögsilfurs fá sama gildi gagn-
vart vaðmáli og öðrum aurum. En þetta hefir líka mis-
tekizt, þvi að gildi peninga móti vörum, eða einnar
vöru móti öðrum vörum, varð ekki ákveðið með
lagasetningu þá fremur en nú, af því að þetta hlut-
fall stjórnast af lögmáli, sem er sterkara en öll inann-
leg lagasetning. Silfrið hélt áfram að hækka, og var
þá ekki annars kostur en að sleppa alveg hinni gömlu
venju, að greiða niðgjöld og vigsbætur í „baugum“, ]).
e. í silfri, og sætta sig við greiðslur í vaðmálum og
öðrum „6 álna aurum“.
Eftir því, sem að svo stöddu verður sennilegast tal-
ið, hefir silfur þá tvöfaldast í verði frá þvi er festa
komst á viðskiftalifið eftir miðja landnámsöld og þar
til Úlfljótslög voru sett, og síðan ferfaldast þar ti! ár-
ið 1000 eða svo, sem ákvæði Grágásar eiga við. Þó má
vel vera, að verðhækkunin hafi í reyndinni verið koin-
in nokkru lengra, þegar tilraunin var gerð til að bjarga
hinu fyrra hlutfalli, með því að lögleyfa blöndun silf-
ursins til helminga.
Það er eitt af kyrlátum afrekum „friðaraldarinnar“
frá 1030—1118, þessa blómatímabils íslenzka lýðveld-
isins, að losa landið við hinn svikna gjaldeyri, lög-
silfrið hið forna. Það hverfur þá, brennt silfur kemst
aftur í umferð. Silfurverðið fór heldur lækkandi, og
árið 1281, þegar Jónsbók var lögtekin, jafngilti eyrir silf-
urs 6 aurum vaðmála.
Jón Þorláksson.