Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 62
172
KRISTJÁN ALBERTSON:
[ vaka]
Sigurður Eggerz mjög að grein, sem ég hafði skrif-
að um bókina i „Vörð“ og las meðal annars upp þessi
orð mín:
„Sigurður Eggerz bregður honum (þ. e. S. Þ.) um
landráð. Slikt tal nær auðvitað engri átt og það þvi
síður sem alt ritið ber fagran vott um sterka ættjarð-
arást — skrumlausa, fagurgalalausa og alvöruþrungna
tilfinningu fyrir sóma og heill íslands, órólega og
kröfuharða þrá eftir siðferðilegri og menningarlegri
framför hins íslenzka þjóðfélags“. („Vörður“ 27. febr.
1926).
Sigurður Eggerz fór hinum háðuglegustu orðum um
]>essi uminæli mín: Hver skyldi trúa því, að þessi
ummæli stæðu i stjórnarblaðinu? En ég held hér á
blaðinu, svo að enginn getur rengt mig! o. s. frv. Og
hann kallaði grein mína „svartasta blettinn í öllu mál-
inu“, af því að hún hafði staðið í höfuðblaði stjórn-
arinnar, og skoraði á forsælisráðherrann að koma
fram með skýlausa „afneitun á stjórnarblaðinu ÁTerði“.
Með hverju hugðist nú S. E. að afsanna þau ummæli
mín, að bók S. I>. bæri vott um sterka ættjarðarást?
Hann segir um „Nýja sáttmála“: „Þar cr þjóð vor og
þing smánað. Þar er gert lítið úr fullveldi voru og öllu,
sem íslenzkt er og okkur er kært“. Þennan dóm sinn
leitast hann við að sanna með tilvitnunum í ritið.
S. Þ. segir m. a. að með íslenzku þjóðinni sé nú að
gerast, „ekki verk sköpunar, heldur verk tortímingar",
að hún geti nú orðið „öðrum þjóðum, ekki til fyrir-
myndar, heldur til viðvörunar". að landið hafi verið
að „sökkva sem dýpst niður í óstjórnarendemið", þeg-
ar það var „leitt til sætis með óháðum og fullvalda
ríkjum heimsins". Og enn segir hann: „Nú eiga íslend-
ingar kost á baráttu, ef ekki á að láta allt reka á reið-
anum, unz smáþjóð þessi verður tekin til hirðingar af
öðrum þjóðum, sein óþrifakind í sauðahjörð“.
„Eru það ekki hugnæin orð að láta kalla þjóðina